Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 30

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 30
30 J ÓLABLAÖ VÍS-IS A IIORÐU von - Franíh. af bls. 12. 'fórum frám fyrirÞambargil hið 'fremra og allt fram undir Grjótá. Smalamennskan gekk vel þó á yæri hríð og alldimmt með köflum. Kindurhar sýndust vera vel útlítandieftir þennan tirna á Egilsdal. Eriðfinnur sýndi mér tvo svarthöttótta gemlinga, fceldur litla, sem þeir Borgar- gerðis feðgar höfðu misst upp í dalinn snemma á Einmánuði, þeit voru styggir og vel spræk- ir. Friðfinnur kvað það vel sanna þrautseiglu Egilsdals, ef hann gæti fóðrað slika smá- gemsa í harðindatíð seinni part vetrar og vors. Ég held að þeir höttóttu hafi lifað harðindin af. Þegar við komum heim að Egilsá með féð var enn krapa- hrið, ekki hvasst, en þó stóð hríðarstrengur neðan frá meira upp á Egilsdalinn. Við beittum fénu heima á Egilsá, meðan við átum dögurð og fórum okkur að engu óðslega. Vorum þó hálf róðþrota með hvað við ættum nú að gjöra við kindurnar. — Á meðan við sátum þarna og ræddum úm þverkné okkar, fcvað upp skyldi taka kom Bjarni bóndi í Borgargerði. Hann sagði að nú væri alveg fcríðarlaust og blíðalogn fram í Borgargerði. Algjörlega hefði skipt um veðuriag miðja vegu á milli bæja Borgargerðis og Egilsár. Það var Bjarna ráð nijög eindregið að við færum með féð fram í Borgargerðis- fjall og hefðum það þar þangað til eitthvað batnaði veðurlag cg gætum sleppt því aftur á Egilsdalinn. Hann áleit farsælla mundi að halda sig að þessurr- f.iallkjálka sunnar árinnar, en að reka það út fyrir Norðurána og sleppa því í Silfrastaðafjall, sem okkur var nú mjög farið að detta í hug að gjöra, því þar tók strax upp snjóinn þó að hríðaði með köflum. Það varð að ráði fyrir okkur að við fórum eftir tillögu Bjarna. Féð rákum við seinni part dagsins fram í Borgargerði. Þá var kominn til samfylgdar vyið okkur^ Jóhannes Bjarnason eonur Bjarna í Borgargerði. Okkur gekk vel með kindurn- ar fram eftir utan þess að einn gemling varð að bera lengst af. Það var grár gemlingur frá Ökrum. — Hann hafði haft vometu um veturinn og þess vegna þolað verr hai'ðindin en hitt féð. Það var eina kindin sem ég sá. Útlitið var kuldalegt í Borg- argei'ði. Fjallið allt hulið snjó eins og baldjökuil, aðeins rautt fram með ánni neðst, ofurlítið upp með gilskorningum. Á þessa fjallrinda slepptum vio fénu. Veður var stillt og gott, en mikil næturfrost. Sjáanlegt var að þai'na höfðum við ekki haga nema stuttan tíma fyrir svona margt fé. Mér er það í rninni að fyrsta kvöldið, sem við Kiddi vorum með féð í Boi'gargerði, og vor- um búnir að sleppa því fram eftir, þegar við vorum búnir að borða úr malpokum okkar og jafna okkur eftir smalamennsk- una og rekstur fjársins, að við fórum út á bæjarhólinn og sett- umst þar til að njóta logn- værunnar í faðmi dalsins, þó úfið og óyndislegt væri að sjá hríðai'sti'enginn hið neðra til sveitarinnar. Við héldum að mönnum og málleysingjum mundi þar illa líða. Þá komu þeir -feðgar Bjarni og Jóhannes og settust hjá okkur. Tókum við að skrafa saman um dag- inn og veginn. Sjálfsagt aðal- lega um harðneskjuna sem væri í tíðinni og um hið ömur- lega útlit sem væri ef þessu héldi fram. Þá tók ég tóbaks- pípuna mína og tróð í hana tó- baki, fór að í’eykja í mestu makindum. Var þá nýfarinn að reykja, lærði það helzt til snemma. Þá varð Bjarna gamla að orði: „Gefðu mér upp í mig Kardus.“ Ég hélt. að hann kall- aði mig Kardus og ætti að vera sama og strákur, og hann héldi að ég gæti gefið sér munntóbák. Ég sagði honum að ég ætti ekki munntóbak. Það sagðist hann vita, en reyktóbak væri oft kailað kardus. Ég gaf honum þá vel upp í sig af reyktóbakinu, sem var vel þegið af gömlum tóbaksmanni, sem búinn var að vera lengi tóbakslaus luktur inni í afdal í harðindatíð, og átti engra kosta völ að ná því að sinni. í Boi'gargei'ðisfjallinu höfð- um við kindui'nar í þrjá sólar- hi’inga. Þá daga var stillt veður þar frammi, mikil næturfrost, klöknaði lítt eða ekki að deg- inum. Eilífur norðan næðingur niðri í sveitinni og skafrenn- ingur á kvöldum og um nætur. Við Kiddi rölturn innan um féð á daginn og litum eftir því. Það hélt sig fram með Norðuránni í neðstu kvei'kum fjallsins og allt frarn undir Stóralæk. Þar fyrir framan tekur við afréttin. Þar sást hvergi á dökkan díl, ailt eintómur reginn'jökull yfir að lítá, með miklum kulda. Heldur þótti okkur félögum dauflegt þarna fram í dalnum cg tilbreytingai'lítið. Datt okk- ur því í hug einn daginn sem við vorum að rölta við kindurn- ai-, fram við Selgil í Borgar- fjalli að við skyldum vaða yfir Norðurána og fara heim að Fremi’i-Kotum, fá okkur auka- kaffi og spjalla við fólkið. Þar var margt aí ungu fólki og fullorðnu og hið mesta gest- risnis- og greiðaheimili. Þar bjuggu þá Jónas Hallgrímsson og Þórey Magnúsdóttir með uppkomnum böi’num sínum. Við fórum yfir ána þar sem okkur sýndist hún bezt yfir- ferðar. Þá var Norðurá vatns- lítil í vorkuldunum. Á Fremri-Kotum var okkur ágætlega tekið, veittur hinn bezti beini eins og því fólki var séi’staklega lagið að hlynna vel að öllum gestum sem að garði bar. Þar töfðum við góða stund úr deginum. Þegar við ætluð- um að fara að halda á braut, tókum við eftir því að ein heimásætan tók eitthvert hljóð- skraf við móður sína og urðum þess vissir að hún lagði það til, að okkur yrði fylgt á hestum yfir ána. Það var víst auðsótt og var Hjörtur elzti sonur þeirra hjóna látinn fylgja okk- ur yfir Noi'ðurána á hestum. Þessa daga sem við vorum í Boi'gargerði, sem voru þrír eða fjórir, var kalt, sífelld frost og noi'ðan átt, en kyrrt og úr- komulaust fram í dalinn. Ofur- lítil rönd fram með ánni sem hægt var að beita kindunum á. Einn daginn sáum við tvo menn á hestum á ferðalag' hinum megin ár. Við héldum cfan að ánni t.il máls við þá. Þar var kominn Sigurður Jóns- son bóndi í Sólheimum við annan mann og voru þeir að huga að skepnum, sem þeir áttu þarna. Þeir voi'u með boð til okkar að við skyldum reka féð út fyrir Norðurána og sleppa því yfir í Ketilsstaða- heiði og Silfrastaðafjall. Daginn eftir smöluðum við fénu og rákum það út fyrir ána. Þar var snjólaust að kalla. Héldum við Kiddi svo áleiðis heim í sveitina, hvor til síns heima. Ekki var ég búinn að vera nema stutt heima á Miklabæ, einn eða tvo daga, þegar boð Komu frá Silfrastöðum, að það þyrfti einliver að koma og vera 5 fyrii’stöðu við féð, því það jeitaði svo mjög á að komass ofan í sveitina. Alltaf hélzt sami kuldinn, utannæðingur og frost og fönn yfir allt. Það varð úr að ég færi í Silfrastaði í fyrirstöðu og til að hafa eftirlit með skepnum frá Miklabæ. Þá bjuggu á Silfrastöðum, Steingrímur Jónsson og Kristín Ái’nadóttir kona hans. Jóhannes var sonur þeirra, nú bóndi á Silfrastöðum, hrepp- stjóri og oddviti í Akrahi’eppi. Annað fólk var þar sem ég man eftir: Magnús Jónasson frá Fremi'i-Kotum, vinnupiltur, Jóhann Höskuldur Stefánsson, vetrarmaður, gekk á Bessakot til fjárgeymslu veturinn áður. Ein vinnukona, sem mig minnir að væri íraman úr Austurdal ættuð. Gömul kona sem hét Elín Eggertsdóttir og roskin húshjón, Helgi Árnason bróðir Kristinar húsfreyju og kona hans Ingibjörg Andi'ésdóttir. Á hverjum morgni var fé komið út á Botnáreyrar, af sveitafénu, sem sleppt hafði verið í Silfrastaðafjallið. Það voru helzt fulloi'ðnar ær frá Úlfstöðum og Vöglum. Mitt fyrsta verk að morgninum var að snúa þessu fé við og reka það fram fyrir Silfrastaði. Venju- lega vorum við tveir við það. Oftast var Magnús Jónasson með mér í öllum fjallgöngu- fei'ðum eða þá Höskuldur Stefánsson. Seinna um daginn var æfinlega fai'ið fram að Kotagili. Við það vorum við líka venjulega tveir. Þá litum við eítir hrossum og sauðfé sem í fjallinu var. Þegar eg kom í þessa fyrir- stöðu á Silfrastöðum, voi'u þeir þar fyrir, Sigurður Jónsson bóndi í Sólheimum og Gísli Sigurðsson á Víðivöllum. Þeir höfðu komið með fé sem þeir hýstu á nóttunni en héldu því aftur þegar tíðin batnaði. Við vorum nú ekki á því. Steingrímur bóndi á Silfra- stöðum var orðinn blindur fyr- ir nokkru er þetta var. Kristín kona hans var rúmföst og gat litla björg sér veitt. Þau gátu þó veitt nokkuð mikla hjálp þetta harðindavor, með því að taka í haga þennan mikla fjölda fjár og hross í Silfra- staðafjall. Allt heppnaðist það að mestu vel, fyrir þá sérstæðu veðui’sæld sem er í Silfrastöð- um, sem bezt nýtur sín þegar allra kaldast er í norðan átt á barðindavorum, þá er logn í Silfrastaðafjalli og sólin vei'mir brattan og fjallvangann. Helzt hugsa ég að Steingrím- ur hafi lítt eða ekki selt þessa haga í Silfrastaðafjalli þetta vor. Þessi hjálp var þó allmikil, veitt af blindum manni og heilsulausri konu, án eigingirni í því trausti að að sem mestu gagni mætti vei’ða. Það lá vel á öllum á Silfra- stöðum þennan tíma sem ég var þar. Mér fannst sérstaklega létt yfir heimilinu, og þar réði hver sjálfum sér sem mest. Allir glaðir og reifir og hús- bændurnir líka, þó miklir öi’ð- ugleikar væru fyrir hendi með heilsufar. Enginn vilaði þó á móti blési með tíðai'fai’ið. Það var óbilandi traust á þau góðu öfl, sem mundu sigra i hlýjuin faðmi dalsins. Þar biðu allir rólegir. Á Krossmessudaginn var of- urlitlu mildara veður árdegis en að undanförnu. Þá ákvað eg að taka þær ær frá Miklabæ Miklibær, en þar átti Þorsteinii heima, begar atburðir þeir gerðust, sem hann lýsir í greininni. til beitar að deginum. Það voru nxargir sem flýðu með skepnur úr sveitinni fram í Silfrastaða- fjall. Þeir voru þarna fáar næt- ui’ eftir að ég kom. Mig minnir að Gísli færi með sitt fé fram í Gulreit í Borgargerðisfjall og sleppti því þar, en Sigurður færi heim í Sólheima með sitt. Við sváfum fjórir í vestara baðstofulofti á Silfrastöðum. Höskuldur Stefánsson, Sigúi'ð- ur í Sólheimum, Gísli á Víði- völlum og eg. Jóhannes Stein- grímsson segir að við þessir fjói’menningar höfum kveikt hressilega í pípunum okkar á kvöldin þarna í baðstofuloftinu. Við reyktum allir, en í meira hófi þó en sígarettureykingar sem nú tíðkast hjá fólki. Eg man eftir því að Helgi hús- maður kom eitt sinn sem oftar upp á loftið til okkar og stakk upp á því hvort við vildum ekki hætta þessum reykingum á meðan þessi ótíð stæði, en byi’ja sem héldu sig neðarlega í Sílfrastaðafjallinu og reka þær íram fyrir Norðurá og upp á Egilsdal aftur. Halda síðan heim og hætta þessai’i smala- mennsku að sinni. Það var svo fátt af Miklabæjai'fénu sem sótti ofan í sveitina. Það hélt sig oftast lengra fram þegar kom fram um hádegi fór að þyngjast í lofti og byrja að koma snjómugga. Eg man að Kristín hús- freyja kallaði á mig inn til sín og í’eyndi að telja mér hughvarf nreð að færa nokkuð af fénu fram fyrir Norðui’á. Hún hélt að það mundu fáir gjöra í svona útliti sem nú væri. Það hefur víst áreiðanlega verið rétt athugað. En ég var staðráðinn í að færa féð fram fyrir ána. Jóhann Höskuldur fór með mér fram eftir þennan dag. Við lögðum á stað upp úr hádegi og héldum fram fjallið ög tókum með okkur fram eftir það af

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.