Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 10
10 JÓLABLAÐ VÍSIS hafa tímarnir og atvinnuhætt- irnir breytzt og nú dreymir Grímseyinga meiri og stærri drauma en það að lifa á fugla- drápi. Dýr, önnur en fuglar. Um dýralif í Grímsey kemst síra Jón Norðmann þannig að orði } GrímseyjarlýsingU sinni: „Áf lifandi skepnum er fyrst fræga að telja mennina, því næst brúnskjótta hryssu, feita, gamla, þolna og hrekkjótta, þessu næst hér um 200 fjár og nokkra hunda. Ei eru á eynni kettir, kýr né mýs.“ Á þessum röskum hundrað árum síðan er síra Jón skrif- aði þetta, hefur sú breyting á orðið í þessum efnum, að brún- skjótta hryssan er dauð og nú er þar enginn hestur til, hundar ekki heldur, og enn hafa ekki flutzt þangað mýs né rottur, þó undarlegt megi heita, en gömul trú er það, að moldin í eynni væri eitruð, því fengjust mýs ekki þrifizt þar. Aftur á móti hefur fjáreignin aukizt um nær helming, eða í 350 fjár, og auk þess eru þar nokkrar kýr, lík- lega 14—16 talsins, auk ungvið- is. Ketti hafa menn sér til gam- ans, og eitthvað af hænsnum. Hvítabirnir flæktust áður fyrr oft með hafís til Grímseyj- ar, og ganga um það ýmsar þjóðsögur, eins og gerist og gengur. Ein þeirra hermir um bjarndýr, sem komið hafi til eyjarinnar og „lagzt á hramm- inn“, þ. e. búið sér til hús í snjóskafli, lagzt þar og sogið hramminn. Var það trú manna, að liggi bjarndýr á hrammi í heilan mánuð, muni að koma út og gjöreyða sveitina. Er það hafði legið í bæli sínu um hálfs- mánaðar skeið og allar tilraunir til þess vinna á því reynzt ár- angurslausar, var leitað til manns þess í eynni, er Eyjólf- ur hét og kallaður var Dýra- Eyjólfur, vegna þess að hann hafði áður lagt að velli 19 bjarndýr. Hafði barn sitt fyrir agn. Nú var það trú manna, að viðureignin við hið 20. bjarn- dýr væri ævinlega hættulegust, en samt tókst Eyjólfur á hend- ur að freista gæfunnar. Tók hann barn, sem hann átti, með sér í veiðiförina og veifaði því fyrir bælisdyrum bjarnarins. Við það ærðist björninn, hent- ist út og beit um leið höfuðið af barninu, hélt síðan til sævar og langt út á ís. En Eyjólfur elti og gafst ekki upp fyrr en hann hafði unnið dýrið. Rostungar flæktust áður fyrr stöku sinnum til Grimseyjar og um skeið var ógrynni af hákarli og sel við eyna, en sést þar naumast lengur. í bók sinni „Reise nach Island“ segir A. Thienemann frá því, að vorið 1821 hafi Grímseyingar t. d. í einni veiðiferð fengið 360 seli og hafi mergðin verið svo mikil á ísnum við Grímsey, að veiði- mennirnir töldu sig ekki hafa komizt yfir að drepa nema hundraðasta hvern sel, sem þeir sáu. Þjóðsaga hermir um bónda nokkurn í Grímsey, Jón að nafni, sem drap fjölda sela með því að takast á við þá fang- brögðum. Loks hitti hann einn rauðhöfðóttan sel fyrir, og var sá miklu verstur viðureignar. Lauk glímu sels og Jóns með því, að selurinn b-eit nefið af andstæðingi sínum, og var Jón eftir það kallaður Jón selsnefur. Ýmsar tegundir skrímsla. Þá segir síra Jón Norðmann frá dýrategund, sem hann taldi hafa gengið á eyna áður fyrr, en það voru skrímsli. Og það sem meira er, að séra Jón kann að lýsa þeim. Þarna var um ýms tegundaafbrigði að ræða, svo sem rokk, en það var þrí- fætt skrímsli, stórt og snoðið. Það sló afturfætinum inn á milli framfótanna og byltist þannig áfram. Skeljaskrímsli gljáði frá hvirfli til táar, og í því hringlaði þegar það hreyfði sig. Loks var fimmfætt skrímsli, lítið, mórautt og kaf- loðið, en auk þess gengu sagnir um sexfætt og sjöfætt skrímsli. Tákn þess að skrímsli væru í nánd var það, að þá dró mátt úr mönnum. Eitt sinn var stúlka send milli bæja í Grímsey, og þegar hún kom ekki fram, var hennar leitað. Hún fannst, og var þá nálega upp étin, að ekki var eftir nema annar fót- urinn, og var það kennt skrímsli. Grímseyingar. í Grímsey voru 80 rnanns heimilisfastir árið 1957. Fækk- aði íbúunum ört árin eftir seinni heimsstyrjöldina, eða úr 130 niður í 73, en hefur fjölg- að á ný síðustu árin. Gei’a for- ráðamenn eyjarinnar sér vonir um að unnt verði að stinga fót- um við frekari fólksflótta úr eynni með gagngerum endur- bótum á samgöngum, hafnar- bótum, jarðrækt o. fl. Hefur nú verið hafizt handa um stór- vii’kar framkvæmdir í eynni, svo sem byggingu flugvallar, hafnargerð og jarðrækt, og hafa eyjarskegggjar fengið stórvirk- ar vélar í þessu skyni, en hafa allt fram til þessa varla þekkt annað en handverkfæri. Um langt skeið hafa 10 býli verið í byggð í Grímsey, en þau heita (talið frá suðri): Syðri-Grenivík, Ytri Grenivík, Borgar, Sveinagarðar, Miðgarð- ar, Sveinsstaðir, Eiðar, Efri Sandvík, Neðri Sandvík og Bás- ar, Sumir þessara bæja eru komnir í eyði, aðrir hafa skipt um nafn, og enn hafa svo ný- býli risið upp. Sagnir herma, að flestir hafi þeir orðið 50 í eynni og íbúarnir 300 talsins. Áður fyrr var Grímsey klaustra og kirkjueign, og enn er hún að mestu ríkiseign, en þó á Gríms- eyjarhreppur nokkura land- spildu, og sömuleiðis er lítill hluti eyjarinnar í sjálfsábúð. Þá vantar prest og lœkni. Byggðin stendur allþétt vest- an til á eynni og er hún þétt- ust í Neðri Sandvík, en þar er höfnin og þar er verzlunin og annað athafnasvæði Grímsey- inga. Á Miðgörðum er kirkja, skóli og bókasafn. Þar var löng- um prestsetur, en oft hefur Grímsey prestlaus verið, og enginn er þar læknir heldur. Þykir Grímseyingum það að vonum harðsótt, að þurfa að sækja læknishjálp og prest til embættisstarfa 40—50 km leið til lands. Um aldamótin síðustu voru öll hús Grímseyjar úr torfi og grjóti, en á því hefur orðið veru- leg breyting síðustu árin, og nú eru flestir íbúarnir búnir að koma sér upp steinsteyptum íbúðarhúsum, en á nokkurum stöðum sjást torfbæir þó ennþá. Atvinnuvegir eyjarskeggja eru fyrst og fremst fiskveiðar og þar næst landbúnaður. Áður var eggjataka og fuglaveiðar snar þáttur í lífsafkomu þeirra, en telst nú naumast lengur at- vinnugrein. Fiskisæld er mikil allt í kringum eyna og stutt á miðin, Mest veiðist af þorski, og er hann yfirleitt saltaður. Eiga eyjarskeggjar nokkra vélbáta, auk róðrarbáta, en með höfninni nýju skapast mögu- leikar til aukinnar útgerðar og á stærri skipum. (Hraðfrystihús var starfrækt um stund á eynni, en þótti ekki gefa nógu góða raun, og var lagt niður). Grímsey grasi vafin. Við landbúnað hefur enn sem komið er ekki verið lögð sér- stök rækt, en auðvelt virðist að reka þar búskap í mun stærri stíl en gert hefur verið til þessa. Eyjan er bjarga -milli vafin grasi og virðist í heild liggja vel við ræktun. Fyrstu stór- virku vinnslutækin eru nú kom- in til eyjarinnar, og vonandi mega þau verða undanfari stærri tíðinda í jarðræktarmál- um íbúanna. Garðrækt er litils- háttar stunduð í eynni, en ekki svo orð sé á gerandi. Síra Jón Norðmann lýsir Grímseyingum á þá lund, að þeir séu greiðviknir flestir eða allir, sömuleiðis örlátir og gest- risnir, hjálpsamlegir þegar á liggur, áreiðanlegir í viðskipt- um og samtakssamir til stór- ræða. Hann segir þá einnig glað- væra, en baráttumenn, ef því er að skipta, og mundu þeir varla hopa tvíliði, ef í raunir ræki. Vera má, að Grímseyingar hafi áður fyrr borið þess nokk- ur einkenni í hátterni, hve eyj- an er afskekkt, en nú sjást ein- angrunarmerki engin framar og eyjarskeggjar hvorki í hátterni né framkomu á nokkurn hátt auðkennilegir frá öðrum íslend- ingum. Fiske og skákmennirnir. Um skeið fór mjög orð af Grímseyingum sem góðum skákmönnum, enda munu þeir löngum hafa teflt sér til dægra- styttingar. Þetta orðspor varð til þess, að frægur amerískur íslandsvinur, Willard Fiske, gaf manntafl á hvert heimili í Grímsey, en auk þess allgóðan vísi að bókasafni, m. a. með skákritum ýmiskonar, og loks gildan sjóð til viðhalds og aukn- ingar bókasafninu. Hefur gjöf þessi komið í góðar þaríir og stytt mörgum eyjarskeggjum stundir í landlegum eða á löngu vetrarkvöldi. En iullyrða má þó, að ekki stundi þeír lengur skákíþróttina sem áður fyrr, og á þar útvarpið og nýjungar ýmsar vafalaust hvað mesta sök á. Grímsey hefur u n aldaraðir verið eitt afskekktasta byggð- arlag íslands og með fádæmum erfitt um aðdrættj alla og sam- göngur við land á meðan ekki var til annarra farartækja að leita en róðrarbáta einna. Setti þessi einangrun að sjálfsögðu nokkum svip á líf, hugsanagang og atvinnuhætti íbúanna. En nú er þegar orðin á þessu gagn- ger breyting, síðan vélamenn- ingin komst til valda, og má þar nefna vélskip og þá ekki hvað sízt flugvélarnar, sem í einni svipan hafa rofið einangr- unina og fært Grímsey og íbúa hennar inn í straumiðu menn- ingarinnar. Þrátt- fyrir þetta, og sérstak- lega með tilliti til þess, hve stutt er síðan * vélamenningin náði út í hina afskekktu byggð, þá gefur þar enn að líta ein- kenni fornra atvinnuhátta, sem eru víðast hvar annarsstaðar horfnir eða eru að hverfa úr íslenzku þjóðlífi. Má þar til nefna bjargsigið, flekaveiðarn- ar, auk gamaldags vinnubragða við heyannir o. fl. Þá má þess enn geta, að á flestum bæjum í Grimsey sækir fólk vatn í brunna og ber það oft um lang- an veg í fötum með vatnsgrind um öxl. Vatn er yfirleitt ekki til í Grímsey nema nokkrar leirtjarnir, sem flestar þorna upp í langvarandi þurrkum. Grafa bændur brunna sem næst bæjum sínum og síast vatnið í þá gegnum jarðveginn úr tjörn- unum. í þurrkatíð horfir stund- um til vandræða með neyzlu- vatn í eynni, því þá þorna sum- ir brunnarnir með öllu upp. Skyrbfúgur var illvígur. Fram eftir öldum herjaði veiki sú á Grímseyinga, er skyr- bjúgur nefnist, og gat á stund- um orðið svo illkynjuð, að hún drap fólk, jafnvel framan af öldinni sem leið. Skyrbjúgurinn mun hafa stafað af fábreyti- legu mataræði og bætiefna- skorti. Lýsti hann sér með tvennu móti. Annarsvegar með því, að liðamót bólgnuðu og stirðnuðu. Up'plitaðist holdið, varð fyrst blátt, en síðan blá- rautt, jafnvel blásvart og um leið duttu sár á. Úr þessari veiki dó fólk stundum, og var hún kölluð Grímseyjarvatn. Hin skyrbjúgseinkennin lýstu sér í því, að tannholdið tók að eymast og dökkna og loks að bólgna unz fólk gat ekki lokað munninum og tók að gapa. Smám saman dó tannholdið og datt af, og síðan tennurnar líka, sem oftast voru orðnar svartar að lit. Jafnframt þessu færðist verkur og aflleysi í fætur, og stundum' krepptust þeir um hné þannig, að þeim varð ekki bifað til. Þetta var kölluð munnveiki, en ekki var altítt að fólk dæi úr henni. Helzta ráðið við skyr- bjúg var skarfakálsát, og var þess mikið neytt. Nú eru Grímseyingar heilsu- hraust fólk, enda fer betur á því þar sem læknir er enginn til í eynni, en um 40—50 km sjóveg að sækja ef til hans þarf að leita. Saga. Litlar sagnir eru frá elztu byggð Grímseyjar. Hvergi er getið um fund hennar, en sagn- ir herma, að sá er fann hana fyrstur hafi Grímur heitið, og þannig sé nafn hennar til kom- ið. Grímur þessi átti að hafa verið bróðir Kolbeins, er Kol- beinsey heitir eftir, og hafi Grímur byggt hof í Grímsey að bænum Grenivík. Seinna fauk hofið í ofviðri og var þá flutt að Miðgörðum. Þegar kristhi var lögtekin, var kirkja byggð FramSr. á bls. 32. Viti er á suðausturhorni Grímseyjar. Þaðan er undurfagurt útsýni til meginlandsins í suðri. t t

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.