Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 41

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 41
41 JOLABLAÐ VISIS £aqa úf KALLI REYKJAVÍKURLÍFINU EFTIR GUÐLAUG JÓNSSON Hann var útlendingur, rúm lega tvítugur að aldri og ný kominn til Reykjavíkur, ekki mikill fyrir mann að sjá en fremur snotur álitum og tals- vert- rogginn í tali. Hann hafði stundað siglingar á flutninga- skipi frá sínu heimalandi, sem meðal annars hafði ferðir til ís- lands, og orðið fyrir þyí óhappi að meiðast um borð. Var hann af þeim sökum séttur í land og í sjúkrahús. Hafði hann nú náð heilsu sinni á ný og beið þess að skip hans kæmi aftur, en það gat ekki orðið fyrr en að nokkr- um vikum liðnum. Umboðsmað- ur skipseigandans í Reykjavík, alkunnur skipamiðlari, sá um lífsframfæri Kalla, eftir að spít- alavist hans lauk, og hafði hann. fæði hjá matselju nokkurri, en bjó í litlu þakherbergi annars staðar. Kalia þótti gaman að fá sér í staupinu, eins og sumum sjómönnum er títt, þegar þeir eru í landi, einnig að taka þátt í gleðisamkomum ungs fólks, og hann stóð kvnbræðrum sínum ekki að baki í því að gefa gætur yndisþokka kvenná, því fór samt fjarri, að hann gæti talist óreglusamur. Eimr daginn kom Kalli til lögiæglunnar og kærði yfir því að horfið höfðu peningar úr hei’bei’gi hans. Þennan dag sagð ist hann hafa farið beina leið heim til sín eftir miðdegisverð. Kom þá í ljós, að herbergið hafði verið stungið upp, enda litlum vandkvæðum bundið að gera það, því skráin var bæði einföld og nokkuð úr sér geng- in. Enn fremur hafði verið sprengdur upp lítill peninga- kassi, sem stóð á borði í her- berginu og stolið því fé, sem í honum var, að upphæð 500 krónur í erlendum peninga- seðlum. Kassinn upprifinn hafði svo verið lagður ofan á hvíluna í herberginu. Þessi þjófnaðartilkynning var svo áþekk mörgum öðrum slíkum, sem lögreglimni höfðu borizt, að hún vakti enga at- hygli öðrum fremur. Lögreglu- maður var þegar sendur til þess að skoða verksummerki og leita upplýsinga hjá fólki í húsinu, en ekkert hafðist upp úr því að gagni. Kalla var borin vel sag- an sem leigjanda: hann gekk hægt um, en kom stundum nokkuð seint heim á kvöldin og fór yfirleitt seint á fætur. Allt gat þetta talist eðlilegt um ungan mann, sem ekki hafði neinum vissum störfum að gegna. En hvoi’ki útgangurinn á Kalia sjálfum né herbergi hans gat borið þvi vitni að hann hefði þau auraráð, sem kæra hans gaf í skyn, og það vakti líka nokkra athygli, að þjófurinn hafði tekið sér tíma til þess að sprengja kassann upp inni í hei’berginu, sem bæði hlaut að hafa tekið einhvern tíma og Ijós um hagi hans það, sem að framan greinir. Skipamiðlarinn var nú um það spurður, hvorfc Kalli myndi hafa haft nokkur peningaráð, er hann var lagður á land, en það kvaðst skipa- miðlarinn ekki geta látið sér til hugar koma, því hann heíði daglega verið að jagast um að varð ekki framkvæmt án ein- hvers hávaða, en kassinn var svo smár, að honum hefði auð- veldlega mátt stinga í vasa eða hylja innanklæða án þess að vekti nokki’a athygli. Hér voru samt engar styrkar stoðir á að byggja, en nógar samt til þess, að Kalli var látinn greina frá ástæðum sínum, og kom þá í fá vasapeninga eftir að hann varð laus af spítalanum. Ekki varð þetta til þess að bæta um fyrir málstað Kalla. Og það sýndist skjóta nokkuð skökku við að hann var að bui’ðast með peningakassa fyrst efnahagurinn var ekki betri, og ekkert hafði að hans sögn verið í kassanum utan umi’æddir pen- ingar. Hann var nú spurður um kassann og kom þá í ljós, að hann var nýbúinn að fá hann að láni hjá matselju sinni, á þeirn foi’sendum, að hann hefði fengið peningasendingu að heiman, sem hann vantaði hirzlu fyrir. Kalli staðhæfði þetta og peningasendinguná kvaðst hann hafa fengið senda í almennu bréfi frá föður sínum í heimalandinu í gegnum áður greint miðlarafirma í Reykja- vík, en það kannaðist ýkki við að hafa haft neina milligöngu með bréf til Kalla og því siður nokkra peningasendingu. Með þessum upplýsingum þótti lögreglunni roálið vera orðið all gi’unsamlegt hvað Kalla sjálfan snerti og fannst Afgreiðum í nýbyggingar við erlendar skipasmíðastöðvar: BERGEN-IÞIESEL stærðir 250 til 660 HK NORMO-SEMIÐIESEL stærðir 140 til 280 HK. MA RNÆ -ÐIESEL samstæður fyrir dælu, Ijós og loftþjöppu. Auk þess afgreiðum við A/S Hydravinsj, og A/S Norsk Motor, Bergen, allar gerðir og stærðir af hinum viðurkenndu tví-virku vökvaknúnu línu- og netavindur, hringnótavindur og iogvindur, bómuvindur. dauet'litœ&i £Íueinl>Á bíomiionav Lf. ItEYKJAVIK Vftíikn hásgfign Svefnherbergissett, ný gerð, út tekki, mahogni og álmi. Nýtízku sófaborð úr tekki og mahóni, 5 tegundir, verð frá 910,00—1950,00 kr. e Mahóníkommóður 3 og 4 skúffu, verð frá 1310,00—1410,00 kr. Eranskar kommóður, verð aðcins kr. 875,00, heniugar í forstofur. Saumaborð úr birki og mahóní, verð ltr. 950,00. Skrifborð úr eik, birki og mahóní verð kr. 1550,00—2850,00. Snyrtiborð úr mahóní og birki mjög smekkleg, verð fr. kr. 1500,00— 2150,00, hentug til tækifærisgjafa. Borðstofuhúsgögn úr tekki, eik, birki og mahogní ásamt kringlóttum borðum. Skápur, borð og 4 stólar, verð frá 6640,00—10,680,00. Athugið! Þrátt fyrir hið hagstæða verð é íuxsg gnum, gefum við 10% afslátt gegn staðgreiðsl... Tréswn iðjan Víé ir fy. /. Sími 22222. 3V l( fc e1 u ií 5 p. f- t • i i íí ' i n ?fji Br %

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.