Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 14

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 14
JOLABLAÐ VISIS Þegar messu var lokið, og við gengum frá kirkju, vildi fóstri minn skreppa út fyrir Kvíabólslækinn, út í Kelaskúr- ana, sem svo vóru kallaðir eft- ir eiganda sínum. Þar bjó ein- setukarl, Þorkell að nafni. Hann var Færeyingur. Hann hafði byggt þessa skúra til þess að leigja þá Færeyingum á súmr- um, þegar þeir gerðu út frá Norðfirði, eða þá Sunnlending- um, þegar þeir gerðu þar út árabáta, sem stundum kom fyr- ir. Fyrir mitt minni hafði Keli gamli búið í þessum skúrum. Hann var jafnan glaður í bragði, fróður og ræðinn. Margir höfðu gaman af að heimsækja gamla manninn og skeggræða við hann um heima og geima. Ég minnist þess, hversu Kela gamla var mjög í nöp við presta. Sérstaklega var honum lítið um sóknarprestinn, fannst mér. Ein- hvern veginn hafði ég hugboð um, að ástæðurnar fyrir þessari óvild væru viðskiptalegs eðlis. Þorkell Færeyingur mun hafa selt presti „Vorðarann11 sinn, þegar prestur stundaði fiskkaup, var fiskkaupmaður á Neseyr- inni. Og líklega hefur Kela gamla þá þótt presturinn helzt til mannlegur í þeim viðskipt- um. Fyrst ræddu þeir fóstri minn og Keli um útgerð og afla, dag- legt líf í kauptúninu, hið vænt- anlega starfsfólk af Suðurlandi og svo auðvitað veðráttuna, sem er hið þjóðlega og sjálfsagða umræðuefni, þar sem kunningj- ar hittast. Síðast barst svo tal þeirra að messsunni um daginn og kirkjusókninni. Keli gamli bað fóstra minn að tjá sér eitt- hvað úr stólræðunni þennan dag. Jú, það, gat hann gert með ánægju, því að hann hafði mikinn áhuga á andlegum mál- um, hugsaði um þau, vó þau og mat og dró svo sínar ályktanir. Prestur hafði flutt mjög at- hyglisverða ræðu, taldi fóstri minn. Hann hafði m. a. áminnt sóknarbörn sín um heiðarleik í orðum og athöfnum. Heimur- inn fór æ versnandi, hafði hann sagt, enda var prestur sjálfur nú nokkuð við aldur. Allt við- skiptalíf, sagði hann, yrði stöð- ugt sorugra og sífellt meir lævi blandið. Til dæmis um það kvaðst prestur hafa lánað manni nokkrum þar í kauptún- inu eitt hundrað krónur fyrir nokkrum árum, og ógreiddar væru þær enn, þrátt fyrir marg- ar innheimtuatlögur af prests- ins hálfu. Þegar hér var komið frásögn fóstra míns, er mér Keli gamli sérstaklega minnisstæður.Þarna sat hann snöggklæddur á rúm- inu sínu ofan á brekáninu, sem breitt hafði verið yfir það. Hann hafði auðsjáalega legið uppi í því um daginn, ef til vill fengið sér þar miðdegislúr, með- an á messu stóð. — Feitlaginn var hann nokkuð og grár fyrir hærum. Ennið hátt, enda hár- laust orðið upp á skalla. Nefið stórt og granastæðið vítt. Munn- tóbakstaumar leyndust ekki í gráum hökuskeggshýungnum. —Nú hló hann verulegan karla- hlátur með galopinn munninn, svo að við blöstu skörð og skældar tóbakstennur. Skegg- hýjungurinn á hökunni fannst mér hlægja með, þar sem hárin teygðu sig út í tilyeruna, þeg- ar karlinn lyfti höku við hlát- urinn. „Og forbannaður lúsa- ^Álei Iduet'zlt Þórodds E. Jónssonar fanginn af henni ekki eldri en ég var? Þetta var þá erindið mitt í kirkjuna. En þaö sagði ég ekki fóstra mínum, ekki einu sinni honum, sem var þó bezti mað- urinn, sem ég þekkti á jarðríki og unni sem góðum föður. Ræða prestsins hefur sjálf- sagt verið hugðnæm og góð. Það vissi ég ekki, því ég heyrði hana ekki. Var annars hugar. En nokkrum árum síðar skildi ég það og vissi, að hann flutti söfnuði sínum góðar kjarnaræð- ur. Þá hafði hann fermt mig. Seinna gifti hann mig líka. Þetta er Oddur Seigurgeirsson, venjulegast kallaður Oddur sterki, eða Oddur af Skaganum, frægur í sögu og ljóði. Myndin er tekin af Oddi á duggara- bandsárum hans. Hér hampar Oddur flösku og pontu, enda kunni hann skil á livoru tveggja. í þessum Kelaskúr bjuggu þeir Stjáni blái, Sæmundur sífulli og Oddur af Skaganum með bústýru sinni, Laugu lausgirtu. Munið að ávallt er mest og bezt úrvalið kroppurinn,“ sagði hann, „tað er ek, tað er ek. Tað er ek hann meinar, forbannaður." Svo sagði hann okkur frá því, að prestur hefði lánað honum 100 krónur fyrir þrem árum. Sök- um kergju og meðfæddrar kerskni hafði karl haft ánægju af að draga prest á greiðslunni, þrjózkazt við að greiða skuld- ina. Nú kvaðst hann með á- nægju skyldi gera það næsta dag, fyrst prestur hefði tekið það ráð að innheimta skuldina af sjálfum stólnum. Þá heyrðist skipspíp. „Bot- nía“ var komin með Sunnlend- ingana. Það var uppi fótur og fit í kauptúninu. Skipið hafði komið fyrr en ætlað var. Allur fréttaflutningur ónákvæmur og háður þessu „hér um bil“. Við fóstri minn biðum ekki boðanna. Heim þurftum við til þess að skipta um föt. Enginn þvældist í kirkjuklæðum í ára- bát út að skipi og um það, því að engin var hafskipabryggjan í kauptúninu. Frh. á bls. 25. Hafnarstræíi 15. — Reykjavík. Sími 1-1747. — Símnefni: Þóroddur. Kaupir ætíð hæsta verði: Skreið Gærur Húðir Kálfskinn Selskinn Æðardún Grásleppuivroof

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.