Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 35

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 35
JÓLABLAÐ VÍSIS 35 Þegar Þjóðverjar skutu V-sprengjum sínum á London, keyptu margir sér 1000 punda tryggingu gegn dauða af völdum þéirra vopna. Iðgjaldið var eitt pund! þegar mikilvaegar fregnir eru birtar: einu höggi fyrir vond- um fregnum; tveimur fyrir góð- um fregnum. Þó margar tilraun- ir hafa verið gerðar til aðbjarga fjársjóðnum úr Lutine, hefur aðeins náðst gull og silfur fyrir sem svarar 250.000 dollurum á þessum 160 árum, sem liðin eru síðan skipið sökk. Jafnvel nú á dögum getur leit Lloyds að týndum fjársjóðum verið ævintýri líkust. Árið 1943 hrapaði flugvél, sem flutti eðal- steina, sem tryggðir voru hjá Lloyds fyrir 200.000 dollara. Það var ekki alllangt frá Khar- toum, sem flugvélin týndist. Lloyds sendi lögfræðing einn frá London á vettvang. Settist nú lögfræðingurinn niður og reiknaði út hvað hraði flugvél- arinnar mundi hafa verið mikill þegar hún hrapaði, og afl höggs- ins, þegar hún skall á jörðina og sundraðist. Þegar hann hafði lokið útreikningum sínum, benti hann á stað einn og sagði, að þar skyldi leita. Og svo sann- arlega var þetta staðurinn. Þar fannst 8 karata demant. Hann hélt svo áfram á láta sía sand- inn, og að lokum hafði hann fundiö mestalla gimsteinana. Sértryggingar eru einkenni Lloyds. Lloyds hóf fyrst allra að tryggja gegn eldsvoða og inn- brotsþjófnaði. Síðan bættust hvirfilbyljatryggingar við og síðan jarðskjálftatryggingar og' loks svo að segja hvað sem er, svo sem *„hestlausi vagninn", flugvélarnar o. s. frv. T. d. tryggja þeir flugmennina, sem taka að sér reynsluflug, svo sem þá, er rufu hljóðmúrinn. Það eru sértryggingarnar, sem eru einkenni Lloj^ds nú á dögum, og Lloydsmenn hafa komizt að raun um, að þó að, hið versta komi fyrir við og við, þá skeður það þó miklu sjaldnar en menn almennt halda. Ef iðgjaldið er nógu hátt, eru varla nokkur takmörk fyrir því hvað Lloyds tryggir. Þó tryggir Lloyds ekki líf þitt um óákveð- inn tíma skilyrðislaust. Eru önnur tryggingarfélög látin um það. Lloyds telur sér ekki hag í því að hafa svokallaðar lang- ar líftryggingar, þ. e. trygging- ar til lands tíma, og setur tak- mörkin við 3 ár. Á hinn bóg- inn tryggir Lloyds gegn dauðs- föllum af slysum eða óhappi, og er það ótímabundin trygg- ing. Brezkur liðsforingi, sem þjónaði í hernum í Indlandi var aðvaraður af spámanni um að hann mundi missa lífið af slys- förum. Hann lét sér þessa að- vörun að kenningu ver'ða og sneri sér til Lloyds og keypti þar tryggingarskírteini gegn slysadauða. Tuttugu árum siðar fór herdeildin heim til Bret- lands og liðsforinginn fékk lausn úr hernum og komst á eftirlaun.' Svo var það einn morgun, að liðsforinginn rann til í sleipum stiganum heima hjá sér og beið bana af fallinu. Ættingjar hans fengu fulla greiðslu samkvæmt vátrygging- arskírteininu úr hendi Lloyds og þarna hafði þá spádómur Indverjans ræzt. Þúsund pund fyrir eitt. Gott dæmi um það, hve Lloyds eru skjótir að bregða við, þegar nýjan vanda ber að höndum, eru V-sprengjutrygg- ingar svokölluðu. Þegar Þjóð- verjar hófu að skjóta á London með V-sprengjum sínum eða eldflaugum, undir lok seinni heimsstyrjaldarinar, reiknaðist einum hagfræðingnum svo til, að hættan á því að einstakling- ur týndi lífinu af völdum þess- ara eldflauga, væri miklu minni en 1 á móti 1000. Hann og félagar hans hófu þá sölu á 1000 sterlingspunda trygg- ingarskírteinum, sem þeir seldu á 1 sterlingspund hvert. Skírteini þessi runnu út og fé- lagarnir græddu offjár á við- skiptunum. Sí og æ skapast ný vandamál og menn taka á sig aukna á- hættu. Hvex’ju sinni þarf að gera sér grein fyrir því, hve mikil áhættan gæti orðið og setja upp nýtt reikningsdæmi áður en ti’yggingarmaðurinn ræðst í að láta ti’yggingu í té. Þannig var t. d. þegar farið var að bora eftir olíu á sjávarbotni úti fyrir ströndum Louisana- fylkis í Bandaríkjunum. Þeir, sem hófu þessar boi’anir, lögðu út í mikla áhættu, en Lloyds var reiðubúið að tryggja gegn þessari áhættu. Eitt slíkt fyrir- tæki er tryggt íyrir 3 milljón- um dollara hjá Lloyds. Danastjórn heimtaði meðlag. Ekki alls fy-rir löngu réðist kvikmyndafélag eitt í það að taka kvikmynd á Gi’ænlandi, og Lloyds tryggði leiðangurinn, sem þangað vra gerður. Nokkr- um mánuðum seinna gerði danska stjórnin kröfu til þess á hendur Bandaríkjastjói’nar, að hún greiddi meðlag með barni, sem einn leiðangurs- xnanna hafði eignazt með græn- lenzkri stúlku. Kvikmyndafé- lagið vísað kröfunni til Lloyds. Herrarnir í kaffihúsinu urðu að taka að sér hinir föðui’legu skyldur og það eru þeir, sem nú standa undir kostnaðinum af uppeldi hins unga, græn- lenzka borgara. Gleðikona ein í nætui’klúbb í Boston ívai’ð fræg fyrir það, a'ð hafa tryggt brjóstin á sér hjá Lloyds fyi’ir 50.000 dollara. Blöðin gáfu henni strax nafnið „stúlkan með dýru brjóstin“. Tryggingamennirnir telja þetta yfii’leitt gróðavænleg viðskipti, en þeim er ekkert um það gef- ið, að mikið veður sé gert út af þessu. Georg & Co. h.f. PAPPAUMBÚÐIR Hverfisgötu 46. — Sími 11132. Framleiðum alls konar pappaumbúðir fyrir iðju og iðnað, t.d. fyrir. Skóverksmiðjur EfnagerSir Smjörlíkisgerðir Sælgætisverksmiðjur Saumastoíur Klæðskera Bakara Snyrtivörur o. fl. o. fl. nmbádlr eirm Ibezfi Meljarinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.