Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 26

Vísir - 08.12.1959, Blaðsíða 26
26 JÓLABL-AÐ VISIS Charles Wilken lék mikið til sveita þegar hann var ungur, og kom þá oft í leikhús, sem var annálað fyrir kulda og því að- sókn lítil þar. En svo eignaðist nýr maður leikhúsið og hann sá bæði um nýja miðstöð og nóg af kolum. Þótti umferðaleikurum þetta góð skipti og einn í þeim hópi Var Charles Wilken. Eitt kvöld eftir vel heppnað- an leik sat Wilken í kaffihúsi leikhússins og þá heyrði hann þetta samtal: „Eru þér nú farnar að ganga í leikhús frú Hansen?“ ,,Já, síðan nýja miðstöðin kom getur manni liðið bara vel héra. Maður þarf ekki einu sinni að taka eftir leikritinu.“ ★ Robert Taylor, sem nú er nærri fimmtugur og ekki ann- að eins kvennagull og hann hefir verið, er ánægður með lífið. Hann hefir nefnlega verið í Lundúnum og segir: ,,Eg er ekki hégómlegur, en eg er þó þakklátur fyrir að eg hefi haldið hárinu og þarf ekki að lita það. Eg hefi gát á þunga mínum. En hvað andlitiu viðvíkur kemst eg ekki und- an því að árin segja til sín. Við því er ekkert að gera. Mér gæti ekki komið til hugar að fara til fegurðarsérfræðings og láta „lyfta“ á mér andlitinu. Eg er ekkert leiður yfir því, að ungu stúlkurnar svífa ekki á mig lengur. Það var gaman meðan það entist, en maður get- ur líka orðið leiður á því. Það er eitthvað sérstak við það að eldast. Þegar maður er tvítug- ur hugsar maður með sér: Að því kemur að þú verður fertug- ur •—- og þá er öllu lokið —. Svo verður maður 45 ára, lít- ur í spegilinn og finnst ekkert til um það. Náttúran fer með mann eftir sínu lagi — og það er gott lag! ★ Dr. Hans Eisele, sem var að^- allæknir Hitlers í hinum ill- ræmdu Buchenwald-fangbúð- um, flýði nýlega til Kairo, og þar bauð hann alsírskum upp- reistarmönnum þjónustu sína. En þeir sögðu: — Nei, þakka fyrir! ★ Æðri skólar í Parísarborg hafa komið fram með viðvör- un til kvenmanna. Þær eru varaðar við því að koma til prófs í síðbuxum. „Það r sannreynt,,1 stendur þar, að ungar stúlkur í síðbux- um falli miklu fremur en þær, sem koma til prófs í þokkaleg- um kjólum." Þessi faðir er hugvitssamur og mættii menn læra af honum hér, þegar ófært er að aka barna- vögnum í snjó. Þá er tilvalið að setja skíði eða sleðameiða undir vagna, svo að betur gengi að aka þeim. Á Norðíir5í - Frh. af s. 25 Tvennt vissu þó kunnugir: að kveðandinn hafði áður lifað sín beztu ár í Norðfirði og Jón- as hagyrðingur Þorsteinsson lifði einu sældarárin sín í lífinu einmitt í Mjóafirði. Svona er- um við mennirnir stundum van- þakklátir. Áður en^,Botnía“ létti akkeri og fór, hafði fóstri minn ráðið til sín a.m.k. tvo sjómenn sunn- lenzka, annan „upp á fullt kaup“, hinn ,,upp á hálft kaup og hglfan hlut“. Líklega hafa báð.ir þessir menn verið Vest- mannaeyingar, þó að ég sé bú- inn að gleyma því, að ég álykta svo af því, að Sigurður í Fry- dendal og Einar í Garðhúsum bentu fóstra mínum á mennina og veittu lið sitt við ráðningu þeirra. SEIU ÁVALLT UPPFVLLA KRÖFUil TÍMANS GOI.FTErPi9 EA.3iPA.ii allshonar, iiAASKlit KRISTAEE Kristján Siggeirsson h.f. Sími 13870 Laugavegi 13 Reykjavik 17 72 VERZLLIMARSPARIS JOÐLRIIMiM Hafnarstræti 1, sími 22190, 5 línur. Sparisjóðurinn er opinn alla virka daga kl. 10-12.30 og 14-16 og kl. 18-19 fyrir sparisjóð og hlaupareikning

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.