Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Síða 6

Tölvumál - 01.10.1991, Síða 6
Október 1991 Ráðstefna um tölvunotkun í haldin 26. ágúst 1991 Skýrslutæknifélag íslands ásamt aðilum menntakerfisins gekkst fyrir ráðstefnu um tölvunotkun í námi á Hótel Loftleiðum hinn 26. ágúst s.l. Ráðstefnuna sóttu ríflega 100 manns. Haldinvoru 11 framsögu- erindi og málefni erindanna rædd íumræðuhópum. Ennfremur var opið sýningarsvæði þar sem kynnt var starf ýmissa aðila í þágu tölvunotkunar í skólum. Hér á eftir fara erindi fyrirlesara á ráðstefnunni og greinar frá ýmsum aðilum sem voru með kynningar á sýningarsvæði. Undirbúningsnefnd ráðstefn- unnar skipuðu eftirtaldir: Anna Kristjánsdóttir, formaður Skýrslutæknifélagi íslands og KHÍ Guðný Helga Gunnarsdóttir menntamálaráðuneyti Halldóra Magnúsdóttir Skýrslutæknifélagi íslands Helgi Þórsson Reiknistofnun Háskólans Ávarp til ráðstefnugesta Anna Kristjánsdóttir, varaformaður SÍ Það er mér ánægja að opna ráðstefnuna Tölvunotkun í námi en það geri ég fyrir hönd Skýrslutæknifélags íslands og undirbúningsaðila frá mennta- málaráðuneyti, fræðsluskrif- stoíúm, Kennaraháskóla íslands, Námsgagnastofnun, Reikni- stofnun Háskólans, Kennara- sambandi íslands og 3F Félagi tölvukennara. Ráðstefnan hefur átt sér langan aðdraganda sem þegar hefúr verið flallað um í síðasta hefti Tölvu- mála og útsendum kynningar- bæklingum. Þar er getið um áhyggjur manna vegna hægrar og slitróttrar framþróunar í tölvu- notkun innan skólakerfisins og þess hve lítil áhersla hefur verið á að nota þennan búnað til góðra hluta í einu meginviðfangsefni skólanna, sem er að skapa nemendum hvetjandi, aðgengi- legar og aðlaðandi námsaðstæður og að hjálpa þeim að færa sér þær f nyt í fyllsta mæli. Enginn skyldi þó ætla að þessi mál séu ný af nálinni í skólastarfi. Til að mynda má vekja athygli á þvf hvaða ráðstefnur eru undanfarar þessarar. 1983 "EDB og skolepolitik". Ráðstefna skýrslutæknifélaga á Norðurlöndum. 1984 Dagskrá Kennslumiðstöðvar Námsgagnastofnunar um tölvur f skólum, haldin í samstarfi við fleiri stofnanir. 1984 Tölvufræðsla í skólum. Ráðstefna Skýrslutæknifélags Islands. 1986 Tölvur og grunnskóli. Ráðstefna menntamálaráðuneytis í samstarfi við Kennaraháskóla Islands og Námsgagnastofnun. 1989 "Educational Software at Secondary Level - to be used in and out of school". Ráðstefna International Federation for nami Jóhann Malmquist Háskóla íslands Lars H. Andersen Kennarasambandi Islands Lára Stefánsdóttir 3F Félagi tölvukennara Salvör Gissurardóttir Kennaraháskóla íslands Sigríður Sigurðardóttir N ámsgagnastofnun Snorri Þorsteinsson Félagi fræðslustjóra Þórður Kristjánsson Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur Information Processing í samstarfi við Skýrslutæknifélag íslands og Kennaraháskóla íslands. Segja má með nokkrum sanni að við höfúm verið að þrengja viðfangsefnið niður í það sem er meginviðfangsefni skólanna, sem sé námsferlið sjálft. Viðfangsefni ráðstefnunnar eru ijölþætt og kaus undirbúnings- nefndin að velja fremur stutt erindi og mörg en fá og ýtarleg. Var það meðal annars vegna þess að við töldum að verið væri að opna umræðu en ekki draga saman að afloknu starfi. Við höfum leitað til flölmargra fyrirlesara og allajafna gengið vel að fá til liðs við okkur fólk sem þekkt er sem sérfræðingar á sínu sviði og þakka ég fyrirlesurum fyrir góð viðbrögð. Á einu sviði tókst þó verrtil en skyldi. Ákveðiðvarað fella móðurmálsnám og málanám 6 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.