Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Page 18

Tölvumál - 01.10.1991, Page 18
Október 1991 auðveldaði þetta allt þýðingarstarf mjög. Var almenn ánægja með þennan fimd og var annar haldinn Íaprfll991. Mérþykirsennilegt að þessir fundir veri haldnir tvisvar á ári í framtíðinni. Eins og áður hefur verið vikið að þá sér Reiknistofnun Háskólans um þýðingar og aðlögun á þeim forritum sem berast fyrir tilstuðlan þessa norræna samstarf. Mjög mismunandi langan tíma tekur að þýða forrit á íslensku. Það getur tekið ff á einum degi til eins mánaðar. Erfíðleikar við þýðingar tengjast í nær öllum tilvikum séríslensku bókstöfunum. Oft nota forritarar leturgerðir sem ekki geyma íslenska stafi. Þá þarf að hanna þá og koma þeim fyrir. Sum forrit eru illa skrifuð og tekur langan tíma að þýða þau ef gera þarf einhverjar breytingar. Meðal annars þess vegna eru þýðendafimdimir svo mikilvægir og árangursríkir. Þeir spara þýðendum óratíma. Auk þess er ómetanlegt að kynnast þannig því fólki sem vinnur við forritaþýðingarnar. Þannig skapast persónuleg sambönd sem líka geta sparað tíma. En það er ekki nóg að þýða forritin. Þýða þarf handbækur og kennsluleiðbeiningar, setja þær upp og fjölfalda. Ég hugsa að margir geri sér ekki grein fyrir hve langan tíma þetta tekur. Oftast lengri tíma en að þýða forritin. Námsgagnastofnun hefur séð um að semja um þýðingar á handbókum og yfirlestur á þeim þýðingum. Uppsetning er ýmist unnin af mér eða starfsmönnum Námsgagnastofnunar en fjöl- földun af Námsgagnastofnun. Ég nefndi áðan að okkur hefðu borist um 50 forrit frá Data- programmgruppen. Ekki verða öll þessi forrit þýdd. Áður en ákvörðun um þýðingar er tekin eru forritin metin af kennurum í samráði við Námsgagnastofnun. Þegar þetta er talað eru komin út 15 af þessum forritum. Hjá okkur liggja eða eru væntanleg um 20 forrit sem ákveðið hefur verið að þýða en annar eins fjöldi er í athugun eða hefur verið hafnað. Sölu-og dreifíngaraðili forritanna er Námsgagnastofhun. Mjög gott samstarf tókst þegar í upphafi við Námsgagnastofhun enda var ákveðið þegar samningurinn við menntamála- ráðuneytið var endurnýjaður snemma árs 1991 að Námsgagna- stofhun yrði aðili að samningnum. Þegar rætt er um tölvuforrit enda umræðumar því miður oft í karpi um tölvugerðir. Tölvuhópur Norrænu ráðherranefndarinnar hafði frá upphafi gert sér vonir um að geta unnið að norrænum staðli fyrir skólakerfið á sviði vélbúnaðar og hugbúnaðar. Mjög fljótlega var horfið frá því að reyna að tilgreina staðla í vélbúnaði. Þegar Tölvuhópurinn var stofnaður voru í notkun í skólum á Norðurlöndunum mjög margar mismunandi tölvu- tegundir. Þróunin hefur hins vegar orðið sú að í skólum landanna eru nú notaðar MS- DOSvélar. ÞvfmásegjaaðMS- DOS sé óopinber staðall f þessu norræna samstarfi. Þetta hefur meðal annars leitttil þess að flest þau forrit sem Reiknistofhun þýðir eru MS-DOS forrit. Það kemur af sjálfu sér. Meðan þessi forrit berast endurgjaldslaust og þykja góð þá eru þau þýdd. Og einn starfsmaður með takmarkaða fjárveitingu hefur ekki komist yfir meira. Einn er sá þáttur í tölvunotkun í skólum sem ekki hefur verið mikið sinnt. Það er aðstoð við kennara sem vilja byrja að nota kennsluforrit. Ég hef lítillega sinnt þessu starfi en það þyrfti að gera miklu meira af því að ýta kennurum af stað. Reiknistofhun hefur lánað skólum 1-2 tölvur í nokkra mánuði til að koma þeim á bragðið og reynt að styðja við bakið á þeim eins og tími hefúr verið til. Þetta hefur að hluta til verið gert í samvinnu við menntamálaráðuneytið og Fræðsluskrifstofú Reykjavíkur. Mikið starf er hér óunnið en mér finnst skorta á að menn komi sér saman um hverjum beri að sinna þessu starfi. Eins og fram kom í upphafí eru þessar þýðingar unnar samkvæmt samningi sem aðeins gildir til tveggja ára. Auk þess er alltaf óvissa um hve miklir peningar eru til ráðstöfunar á hverju ári þar sem við erum háð fjárveitingu. Mfn skoðun er sú að þetta gangi ekki til lengdar. Koma verður föstum fótum undir þessa starfsemi og aðra starfsemi er tengist tölvunotkun í skólum. Ráðstefhugestum gafst kostur á að kynna sérhluta þeirra forrita sem þýdd hafa verið. Þau voru sett upp á 6 vélar á sýningarsvæði. Auk þess lá frammi bæklingur með lýsingu á öllum þeim forritum sem þýdd hafa verið og gefin út svo og handbækur með öllum forritunum. 18 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.