Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Side 19

Tölvumál - 01.10.1991, Side 19
Október 1991 Ritvöllur, hjálparforrit við kennslu í ritun Helgi Þórsson, sérfræðingur við Reiknistofnun Háskólans Ágrip Heíldarverkefni: Búa til forrit sem gerir ýmsar athuganir á stíl á íslenskum texta og gefur ábendingar um stafsetningu, beygingar, samheiti og fleira. Forritið er einkum ætlað grunnskólanemum á aldrinum 9- 15 ára. Núverandi gerð forritsins er á margan hátt ófullkomin og þarf að stefha að endurbættri útgáfu eftir tvö ár. Heildarverkefnið er í raun nýr áfangi í að laga ritvinnsluforrit að íslensku máli. Byrjað er að setja upp forrit fyrir grunn- skólanema vegna þess að þar kemur hugbúnaður af þessu tagi að gagni strax auk þess sem kennarar á því skólastigi eru áhugasamir um verkið. Jón Torfi Jónasson skrifaði frumgerð forritsins í lógó. Hún var reynd í Melaskóla veturinn 1989-1990. Ný gerð forritsins var síðan skrifuð undir heitinu Ritvöllur. Vinna við hana hófst sem hluti af starfi Reiknistofnunar fyrir menntamálaráðuneytið við þýðingar og aðlögun á kennsluhugbúnaði. Hildigunnur Halldórsdóttir sérfræðingur á Reiknistofnun og Ragnheiður Benediktsson kennari við Melaskóla önnuðust verkefnis- stjórn og skipulagningu á vinnunni. Þessari gerð verður dreift af IBM fyrst í stað, en IBM styrkti verkið. Auk þess hafa Þróunarsjóður grunnskóla og Rannsóknasjóður Háskólans styrkt þessa vinnu. Guðmundur Kristmundsson lektor í Kennaraháskóla íslands hefur verið til ráðgjafar og hefúr skrifað hluta af leiðbeiningarbæklingi með Ritvelli. Lýsing á forritinu Notaður er einfaldur ritill, sérstaklega skrifaður fyrir þetta forrit til þess að slá inn texta. Hann er ekki með rit- vinnsluaðgerðir s.s. letur- breytingar. Textinn er ekki settur upp á sfður í ritlinum, heldur prentaður eins og hann birtist á skjánum eða vistaður f textaskrá (ascii skrá) sem má svo taka inn í venjulegt ritvinnsluforrit til þess að lagfæra útlitið. í framtíðinni er óskandi að unnt verði að nota aðgerðir úr þessu forriti beint úr venjulegum ritvinnsluforritum sem viðauka við þau. Auk einföldustu aðgerða f ritli er unnt að gera eftirtaldar aðgerðir: 1. Athuga tíðni orða og lengd málsgreina. Talningin er geymd í skrá og má skoða hana á skjánum. í núverandi gerð forritsins er fúndin orðabókarmynd orðs áður en talið er og talið hve oft hvert orð kemur fyrir án tillits til beygingarmynda. Ef orðmynd er margræð er hún þó talin sem sérstakt orð. 2. Upphaf. Hægt er að sjá dæmi um ýmiss konar upphaf ritsmíða og fella inn í textann. 3. Samheiti. Unnt er að fletta upp í samheitasafni sem byggist áaðalmynd orða. Efvaliðerorð úr textanum finnur tölvan orðabókarmynd þess áður en leitað er að samheitum. Notandi getur einnig búið til eigið samheitasafn. 4. Beygingar. Unnt er að skoða beygingar orða. Notaður er orðmyndasmiður á sama grunni og Púkinn. 5. Stafsetning. Unnteraðhafa Púkann vakandi þegar slegið er inn. Einnig má senda allan textann gegnum hann á eftir. Nokkur ritvinnsluforr it hafa haft að geyma íslensk orðasöfn sem hafa verið notuð við vélrænan yfírlestur á texta. Útbreiddust hafa sennilega verið WordPerfect og Ritstoð. Galli við að nota orðasafn beint er að geyma þarf allar beygingarmyndir orða og verður það mjög umfangsmikið. Til dæmis þarf að geyma allt að 16 myndir af einföldum nafnorðum, þ.e. flögur föll í et. og ft. með og án greinis. Auk þess þarf að geyma þessar sömu myndir í mörgum samsetningum. Önnur leið við að yfirfara texta er að nota upplýsingar um beygingarflokka og samsetningar- möguleikaorða. Þaðhefurverið gert í Púka, forriti sem Friðrik Skúlason tölvunarffæðingur hefúr samið og lagað að ýmsum ritvinnsluforritum. Einingar úr Púkanum eru notaðar í Ritvelli. Þannig sparast geymslurými og í stað langs leitartíma í orðasafni kemur vinnslutími við að skoða beygingarmyndir. Við vinnuna hefúr komið í ljós að tölvuvinnsla á beygingar- myndum og samheitum er mikið 19 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.