Tölvumál - 01.10.1991, Síða 28
Október 1991
Tónlist og tölvur: áskorun til tónlistarkennara
Dr. Jón Hrólfur Sigurjónsson
Inngangur
Það er óþarfí að fjölyrða um
áhrif tölvutækninnar í samfélag-
inu almennt. Tvennt sýnist þó
næsta víst varðandi þær breytingar
sem orðið hafa og munu verða:
1. Hvorki ég né þú kemst hjá að
glíma við þær, óháð því hvað
okkur kann að finnast um þær;
2. Hraði og umfang þeirra virðist
fara vaxandi.
Þó tölvuvæðing skólans hafi auk-
ist á seinni árum eru áhrif þessarar
tækni, enn sem komið er, mest
áberandi á skrifstofunni. Að
undanskilinni ritvinnslu og ljós-
ritun hefur þessi tækni ekki haft
mikil bein áhrif á kennslu eða
nám. Þetta á við um tónlistarskóla
sem aðra skóla. Ástæður fyrir
þessu verða ekki krufðar hér en
það er ljóst að sú tækni sem
þegar er fyrir hendi, að ekki sé
minnst á þá sem í vændum er,
mun breyta kennslu og námi
verulega. Þessi þróun setur
kennaranum tvo kosti:
1. Elta þróunina - láta eins og
ekkerthafi ískorist, takaþvísem
að höndum ber, breyta aðeins
því sem nauðsynlega þarf, þ.e.
láta aðra um að forma hvernig
tæknin er notuð.
2. Taka þátt íþróuninni - kynna
sér tæknina og ef til vill taka þátt
í að móta hvernig hún er notuð.
Tölvur og tónlist
Það var strax á sjötta áratugnum
er tónskáld hófu tilraunir með að
nota tölvur við tónsmíðar. Lengst
af var tölvunotkun í tónlist svo
til eingöngu tengd stórum háskól-
um eða (á seinni árum sérstaklega)
hljóðverum oft tengdum listamið-
stöðvum, en þetta voru nær einu
stofnanirnar sem höfðu yfir að
ráða tölvum. Þeir sem unnu við
þessar stofnanir voru sérfræðingar
(tónskáld, vísindamenn) sem
sömdu tónlist eða unnu að rann-
sóknum tengdum tónlist eða
hljóði. Bein kennslufræðileg
notkun heyrði til undantekninga.
Síðustu ár hefúr þessi mynd
gjörbreyst, bæði hvað varðar
tækjakost (t.d. sífellt ódýrari og
öflugri tölvur) og hugbúnað. Hér
er fyrst að neíhda MIDI (Musical
Instrument Digital Interface), sem
er stafrænn staðall er hljóðfæra-
framleiðendur komu sér saman
um árið 1983. Staðallinn tekur
yfir samskipti hljóðfæra hvert
viðannaðog/eðaviðtölvur. Hér
er um að ræða hluti eins og t.d.
hvaða rödd (hijóð) hljómar, hvaða
nótu/nótur á að spila, hvenær,
hve sterkt og hve lengi. Vegna
MIDI hefur orðið hröð þróun í
gerð hljóðfæra og hugbúnaðar
tengdum hljóðfærum og tónlist.
Hljóðfæri
MIDI hljóðfæri eru samsett úr
einingum (t.d. minni, stjórnborð,
hljómborð) sem tengdar eru í
gegnum örgjörva. Það að eining-
arnar eru ekki fasttengdar gerir
hljóðfærin mjög sveigjanleg:
einingarnar þurfa ekki að vera í
sama kassanum, snúra á milli
eininga nægir; hægt er að breyta
þeim röddum sem fylgja með frá
framleiðandanum (en þær geta
skipt hundruðum), eða búa til
nýjar raddir frá grunni; hægt er
að stjórna hljóðfærunum (leika á
þau) á marga mismunandi vegu,
t.d. Ifktogumhefðbundinhljóð-
færi væri að ræða, frá tölvu,
jafnvel með hreyfingu eða dansi.
Mörg hver búa þessi hljóðfæri
yfir miklum hljóm/tóngæðum.
Almennt hefur þróunin verið:
a) aukin gæði og sveigjanleiki,
b) auðveldari notkun, minni þörf
á sérfræðikunnáttu og
c) lækkandi verð.
Tónlistarforrit
Hvað tónlistarforrit varðar má
nefna "sekvenser" ("sequence"
= röð) sem skrá og geyma
skipanir frá MIDI hljóðfærum.
Ólfkt segulbandi, sem skráir
hljóðið sjálft, skráir "sekvenser"
upplýsingar eins og hvaða rödd
hljómar, hvaða nóta, hvenær,
hve sterkt, o.s.ffv. Þegar upplýs-
ingamar eru komnar inn í forritið
er hægt að skoða þær á ýmsa
vegu (t.d. sem hefðbundnar nótur,
lista, eða á annan myndrænan
hátt) og meðhöndla, ekki ólíkt
því sem gera má við texta í
ritvinnsluforriti. Síðar er svo
hægt að spila upplýsingarnar í
gegnum MIDI hljóðfærin aftur.
Nótnaforrit ýmiss konar eru
einnig fáanleg, þar sem unnið er
með hefðbundna nótnaskrift. Sum
þessara nótnaforrita virka í báðar
áttir, þ.e. hægt er að heyra það
sem skrifað er (nóturnar) eða
láta forritið skrá það sem spilað
er. Að sjálfsögðu má einnig
breyta og bæta líkt og í ritvinnslu.
Að frágangi loknum má svo prenta
út afraksturinn með gæðum sem
áður voru aðeins möguleg í
prentsmiðju.
Loks má nefna almiðlun eða
margmiðlun ("Multimedia"). Hér
28 - Tölvumál