Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 5
Apríl 1994 Frá formanni Eftir Halidór Kristjánsson Af stjórnarfundum Á síðasta aðalfundi urðu að venju nokkurmannaskipti ístjóm- inni. Með nýju fólki koma ferskar hugmyndir og hefur nokkur tími stjórnar farið í unrræðu um stefnu og stöðu félagsins svo og skipu- lagningu verkefna framundan. Við erum sammála um að fél- agið sé á réttri leið eins og það hefur starfað en eins og alltaf má gera betur. Stjórn er að vinna að mörgum málum sem koma munu fyrir augu félaganna á næstunni. Þannig ernú í undirbúningi ráð- stefna urn öryggi tölvukerfa, viðamikil haustráðstefna og að líkindum verður gerð tilraun með morgunverðarfundi. Næst í tíma er þó ráðstefna urn hugbún- aðarmál. Þá er erlenda samstarfið alltaf til skoðunar og skriður er kominn á útgáfu nýs Orðasafns Skýrslu- tæknifélagsins. Að skoða garðinn sinn Frarn hafa komið hugmyndir urn að gera skoðanakönnun rneðal félaga Skýrslutæknifélags- ins um stöðu þess og stefnu svo og leita hugmynda að nýjuni sviðum sem félagið getur beitt sér á. Samhliða slfkri könnun mætti einnig kanna hver sérþekk- ing einstakra félagsmanna er. Þó vissulega gangi vel að finna fyrirlesara á ráðstefnur og fundi þá fer ekki hjá því að oft er leitað til sömu manna og því hætt við að aðrir fái ekki tækifæri til þess að rniðla þekkingu sinni til félagsmanna. Ef af verður mun þessi skoðanakönnun verða send með Tölvumálum. Uppsveifla á íslenska tölvumarkaðinum? Oformleg könnun bendir til þess að nokkur uppsveiila sé nú hjá þeimfyrirtækjum sem seljabúnað og þjónustu á tölvusviði. Er von- andi að svo sé og hér á landi séu fyrirtæki og einstaklingar á ný að öðlast bjartsýni og tiltrú á að við séurn að vinna okkur út úr kreppunni. Ný f járfestingarbylgja í vændum? Margt bendir til þess að á næstu tveimur til þremur árum muni stór hluti íslenskra tölvunotenda endurnýja tölvubúnað sinn. Tvær meginástæður eru fyrir því. í fyrsta lagi eru nýjar útgáfur forrita ákaflega frekar á minni og reikni- afl og í öðru lagi eru að koma frarn nýjir örgjörvar. Þessir nýju örgjörvar s. s. Alpha, Pentium og PowerPC hafa margföld afköst samanborið við forvera sína og því líklegt að hugbúnaðarhúsin rnuni færa sér þau í nyt með enn öflugari (flóknari?) forritum og nýjum notkunarsviðum. Má þar nefna sem dæmi margmiðlun, talskynjun, sýndarveruleika og alls konar hópverkfæri. Það er margt sem bendir til þess að menn eigi engra kosta völ í þessu og ef rniðað er við að skipt verði út 20-30.000 tölvum þá er hér unt að ræða 4-6 millj- arða tölvukaup! Eins og áður rnunu verða skiptar skoðanir um þessa útskiptingu en reynsla liðinna ára hefur sýnt að spurn- ingin er ekki h vort, heldur h venær þetta á sér stað. Vantar fólk til starfa? Tveir aðilar sem auglýstu ný- lega eftir fagfólki á tölvusviði hafa tjáð mér að sáraíaar umsókn- ir hafi borist og fæstar frá fólki með sérmenntun á tölvusviði. I boði voru góð laun og áhugavert starf. Getur verið að eftirspurn eftir fagfólki sé meiri en fram- boðið? Oddur Benediktsson prófessor leiddi að því rök í sjónvarps- viðtali nýlega að tvöföldun yrði á störfum á tölvusviði til alda- rnóta. Þetta þýðir, skv. viðtalinu, að það vantar 900-1.000 rnanns á næstu 7-10 árum, eða að með- altali 100-150 á ári. Er skólakerfið að skila þessum fjölda út á mark- aðinn? Þarf e. t. v. að gera átak í því að kynna tölvumenntun fyrir ungu fólki til þess að tryggja vöxt þessa sviðs á næstu árurn? Fjölmörg verkefni framundan Af þessu má ljóst vera að fjöl- rnörg verkefni eru framundan fyrir íslenskt tölvufólk en ekki síður Skýrslutæknifélagið, að fræða og upplýsa um það sem efst er á baugi hverju sinni. Við erunt vel undir það búin, en þú? 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.