Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 31

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 31
Apríl 1994 Einnig kemur til greina að setja upp beina sem tengst geta megin- tölvunni beint, þ.e. á sama hátt og 3172 og 3745. Nú er unnið að prófunum á búnaði sem gerir það kleift að tengja hefðbundnar stjórnstöðvar inn á staðarnet í bönkunr og spari- sjóðum. Þannig gætu t.d. Kienzle stjórnstöðvar, sem áður var ein- göngu hægt að tengja RB með SDLC línum um 3745, tengst reiknistofunni um Háhraðanet Pósts og síma. SNI sambönd Nokkur fyrirtæki og stofnanir, sem einnig búa í stórtölvuum- hverfi, eru tengd reiknistofunni. Sem dæmi má nefna Visa Island, Skýrr, Flugleiðir og Húsnæðis- stofnun. Þessar tengingar nefnast SNI-sambönd (SNA Network Interconnection). Visa er einn af eigendum RB og eru ýmis verkefni fyrir Visa unnin hjáreiknistofunni. Tengingin við RB er nýtt í ýmsum forritum Visa, sem sækja gögn ýmist í gagna- grunna Visa eða RB. Skýrsluvélar ríkisins og Reykja- víkurborgareru um margt áþekkar reiknistofunni hvað stærð, bún- að og nethögun varðar. Tenging RB við Skýrr er m.a. notuð fyrir launagreiðslur ríkisins inn á launareikninga ríkisstarfsmanna og greiðslur barna- og húsnæðis- bóta. Um þessa tengingu fara einnig upplýsingar vegna inn- heimtu bankakerfisins fyrir ríkið, þ.e. gíróseðlar sem greiddir eru í bönkum. Um 24 ríkisstofnanir, senr nýta sér fyrirtækjaþjónustu bankanna, tengjast RB um þessa tengingu þar sem þær eru þegar tengdar Skýrr. Með tengingu við Skýrsluvélar hafa ýmsir í banka- kerfinu aðgang að kerfum þar, svo sem fasteignamatsskrá, skipa- skrá o.fl. Fyrirtækjatengingar Um árabil hefir viðskiptavinum banka og sparisjóða boðist að tengja tölvur sínar reiknistofunni með svonefndri fyrirtækjateng- ingu. Yfir 400 fyrirtæki eru nú tengd reiknistofunni á þennan hátt, og geta þau sinnt ýmsum bankaviðskiptum sínum beint frá tölvuskjánum, svo sem millifært rnilli reikninga og greitt laun og gíróseðla. I athugun er að bjóða upp á skráaflutning til reikni- stofunnar, t.d. úr launakerfum fyrirtækja fyrir sjálfvirkar launa- greiðslur. Notendur kerfisins tengjast reiknistofunni um Gagnanet Pósts og sírna. Með skjáhermi og sam- skiptaforriti, sem reiknistofan leggur til og setur upp, næst sam- band við samskiptaforrit hjá RB, og tengist notandinn þannig afgreiðslukerfi reiknistofunnar. Boðið er upp á skjáherma fyrir DOS og Macintosh og væntanleg er útgáfa fyrir Windows. SWIFT SWIFT (Society for Worldwide Interbank Financial Telecom- munications) er fyrirtæki, sem annast samskipti milli banka um allan heirn. Höfuðstöðvarnar eru í Belgíu og þar eru samskipta- tölvurnar. SWIFT netið, sem er mjög víðfeðmt, er talið eitt ör- uggasta tölvunet í heimi, enda eru samskiptareglumar mjög strangar. Gagnabrenglun er notuð á öllum línum og ítarlegar staðfestingar ganga fram og til baka vegna allra skeyta. Islenskir bankar og sparisjóðir nota sérstakan hugbúnað hjá RB til samskipta við erlenda banka um SWIFT netið. Hugbúnaður- inn er sérhæft póstkerfi, sem fram- kvænrir stífa villuleit og leitar eftir staðfestingum áður en boð- in eru sett í skeyti og send til SWIFT. RB tengist netinu um fasttengda línu, sem liggur til Irlands og þaðan til Belgíu. Teng- ingin er aðallega notuð fyrir pen- ingamillifærslur og fyrirspurnir. Þjónustusími banka og sparisjóða Bankasínrinn er eitt af þeim kerfunr reiknistofunnar sem er að- gengilegt allan sólarhringinn, nema þegar eðlilegt viðhald eða bilanir hindra það. Notkun kerfis- ins er nrikil og hefir vaxið jafnt og þétt frá upphafi. Þjónustu- sínrinn afgreiðir nú unr 200.000 sínrtöl á mánuði, senr annars væri sinnt af afgreiðslufólki banka og sparisjóða. Bankasínrinn er annað gott dæmi um notkun forritasamskipta (APPC). Kerfið vinnur þannig að þegar hringt er næst samband við talkort í einmenningstölvu hjá RB. Á RAMdiski í vélinni eru geymdar talupptökur á stafrænu fornri, svokallaðirfrasar, senr eru ýnrist stök orð eða setningar. Vélin sendir frasa á hliðrænu (analog) formi út á símalínuna gegnunr talkortið, sem er í raun A/D og D/A breytir. Eftir að hafa tekið við upplýsingum um banka- ogreikningsnúmerfránot- anda tónvalssínrans sendir vélin fyrirspurn til afgreiðslukerfis RB og tekur við svari. Forrit vélar- innar vinna því næst úr upplýs- ingunum og raða saman frösunr í samrænri við þær, sem sendir eru út á sínralínuna. Mestur tínri fer í að senda út frasana eða talið, en þess nrá geta að ekki er þörf á að bíða eftir að talinu Ijúki áður en banka- og reikningsnúmer eru slegin inn. Núverandi kerfi Þjónustu- sínrans annar40 símalínum í einu. Kerfið annar sjaldnast eftirspurn, og aldrei unr nránaðanrót. Því er 31 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.