Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Side 34

Tölvumál - 01.04.1994, Side 34
Apríl 1994 Víðnet Bifreiðaskoðunar íslands Eftir Högna Eyjólfsson Þegar Bifreiðaskoðun íslands tók til starfa árið 1989 var ákveð- ið að hanna frá grunni nýtt tölvu- kerfi fyrir fyrirtækið. Astæðan var tvíþætt. í fyrsta lagi var þá- verandi bifreiðakerfi hjá Skýrr orðið 10 ára gamalt og úrelt, þótt það væri búið að skila sínu hlut- verki vel fram að því. I öðru lagi kallaði endurskipulagning öku- tækjaskoðunar á ný tölvukerfi, eins og t.d. tímapantanakerfi, númerapantanakerfi og sérhann- að afgreiðslukerfi. Akveðið var frá byrjun að hanna eitt heildar- kerfi sem héldi ulan um því sem næst alla starfsemi Bifreiða- skoðunar. Forritasamsklpti við Skýrr Það vandamál sem bar hæst við hönnun kerfisins í upphafi var sú mótsögn sem fólst í því að kerfið átti bæði að fullnægja innanhússþörfum Bifreiðaskoð- unar og á sama tíma að halda utan um opinbera ökutækjaskrá sem allt þjóðfélagið þarf aðgang að. Til að fullnægja innanhússþörfum var eðlilegast að setja upp innan- hússkerfi á eigin tölvu Bifreiða- skoðunar en til að halda utan um opinbera ökutækjaskrá var eðli- legast, og reyndar skylt sam- kvæmt samningi við dómsmála- ráðuneytið, að setja upp kerfi hjá Skýrr. Lausnin var því sú að gera hvort tveggja, og tengja síðan þessi tvö tölvukerfi saman. Þróað var nýtt kerfi urn öku- tækjaskrána hjá Skýrr á sama tíma og þróað var nýtt innanhúskerfi hjá Bifreiðaskoðun. Þar að auki voru þróuð forrilasamskipti á milli þessara tveggja kerfa, til þess að þau gætu skipst á upplýs- ingum sín ámilli í sívinnslu. Þessi tegund af forritasamskiptum hafði ekki verið prófuð hjá Skýrr áður og var því hér um braut- ryðjendaverkefni að ræða. Kerf- in vorii skrifuð af Verk- og kerfis- fræðistofunni, hugbúnaðardeild Skýrr og Tölvuþjónustunni í Reykjavík, en tölvudeild Bif- reiðaskoðunar hannaði kerfin, stjórnaði verkinu og hafði eftirlit með samræmi á milli verkþátta. Einkatölvuvíðnet Við val á vélbúnaðarlausn fyrir innanhúskerfi Bifreiðaskoðunar stóðu menn frammi fyrir tveimur valkostum. Annars vegar að festa kaup á fjölnotendatölvu af milli- stærð sem skoðunarstöðvar á landsbyggðinni myndu tengjast með skjáhermisambandi, eða að setja upp einkatölvunet sem næði um allt land, þ.e. svokallað víð- net. Seinni kosturinn varð fyrir valinu og voru þessar ástæður helstar: a) minni stofnkostnaður, b) aukið rekstraröryggi á lands- byggðinni þar sem slakar tölvur, eða nærnet á hverri skoðunar- stöð geta unnið sjálfstætt þótt samband rofni við aðalstöðv- arnar. Eins og með forritasam- skiptin við Skýrr var Bifreiða- skoðun einnig í þessu máli að fara lítt troðnar slóðir í tölvu- væðingu. Reynsla af nýjungum Hönnun og þróun töl vukerfanna hófst árið 1990 og tók samtals 2 ár. Hver er svo reynslan af þessum nýjungum, nú þegar eitt og hálft ár er liðið frá gangsetningu? Lítum fyrst á forritasamskiptin við Skýrr. Ekki er nokkur vafi á því að þar var fundin heppileg lausn. Þessi samskipti hafa gert Bifreiðaskoðun kleift að með- höndla gögn hjá Skýrr úr sínu eigin tölvukerfi á margvíslegan hátt, eins og lýst er hér að neðan. A sama tíma stendur tölvukerfi Bifreiðaskoðunar sem algerlega sjálfstætt kerfi og er í raun er óháð tengingu við Skýrr. Lítið hefur verið um vandamál í þessum samskiptum og svartími er oftast mjög góður. í framhaldi af þessari vinnu hafa 34 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.