Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 22
Apríl 1994
TölvuBónus
Það sem verður hins vegar
mesta ógnunin við íslensku tölvu-
salana á næsta ári verður land-
ganga erlendra tölvusala sem
munu opna hér útibú. Tölvusalar
sem nýtasértil hins ítrastanútíma-
tækni í sölu og samgöngunt og
lágmarka þannig álagningu og
kostnað. Þeir munu leggja aðal-
áherslu á búnað sem hefur há-
marksveltuhraða nteð lágmarks-
tilkostnaði og þjónustu - eins
konarTölvuBónus verslanir. Slík
fyrirtæki hafa átt mikilli velgengni
að fagna í Bandai íkjunum og nú
eru þau að færa út kvíarnar til
annarra landa. Góðar samgöngur
við Island og þroskaður tölvu-
nrarkaður gera landið að mjög
álitlegri tilraunastöð fyrir slíkar
verslanir.
Þá mun það líka hafa mikil
áhrif á tölvusölu á næsta ári að
endurnýjun tölvubúnaðarmun al-
mennt verða frestað eins lengi
og hægt er. Því má búast við
allnokkrum samdrætti.
Hugbúnaðarhús
Gengi íslenskra hugbúnaðar-
fyrirtækja hefur verið þokkalegt
á árinu þó flestir tali um að verk-
efnalistinn sé nú styttri en oftast
áður. Að mínu mati verða hug-
búnaðarhúsin að sækja inn á nýja
markaði hér heima og erlendis.
Að mörgu leiti getur það orðið
þeim erfitt því fæst þeirra státa af
sterkum sjóðum eða reynslu á
þessu sviði. Eg held hins vegar
að þekkingin til þess að spjara
sig á þessum markaði sé til staðar.
Mörg hugbúnaðarhús og for-
ritarar þurfa nú að tileinka sér
þau nýju verkfæri sem til boða
standa til kerfisgerðar. A ég þar
við myndrænu forritunarverk-
færin. Hætt er við að á næstu
árum fjari undan þeim sem ekki
hafa yfir þekkingu á þessu sviði
að ráða, því stór hluti tölvunot-
enda situr við tölvur með nrynd-
rænum notendaskilum og ekki er
frambærilegt að bjóða forrit sem
eru með textaásjónu, hversu góð
sem þau kunna annars að vera.
Þá opna verkfæri eins og Notes
nýja möguleika í hagræðingu og
skipulagi vinnuferla í fyrirtækjum
og því verður í vaxandi mæli
þörf fyrir þekkingu þeirra sem
geta nýtt öll þessi nýju tól og tæki
sem eru að koma fram.
Kröfur um aukna
nýtingu
Á árinu 1994 munu fyrirtæki
almennt gera auknar kröfur til
starfsmanna sinna um að tölvu-
kerfin verði nýtt mun betur til
hagræðingar og vinnusparnaðar.
Því munu þeir sem geta aðstoðað
þau á þessu sviði eiga góða daga
framundan á næsta ári.
Veltan í
tölvugeiranum
Mjög erfitt er að festa hendur á
heildarveltunni hjá tölvufyrir-
tækjum en tölur sem ég hefi undir
höndum benda til þess að:
- Tölvuseljendur velli á bilinu
4,5 - 5 milljarðar króna
- Hugbúnaðarhús velti á bilinu
1- 1,2 milljarðar króna
- Önnur þjónustufyrirtæki á
tölvusviði
2- 2,5 milljörðum króna
Eða samtals:
7,5-8,7 milljarðar króna
Búast má við að innri tölvu-
kostnaður fyrirtækja sé á bilinu
3-6 milljarðar króna og heildar-
stærð ntarkaðarins því um 10-15
milljarðar.
Framtíöarsýn
Á síðasta ET degi spáði ég því
að verð á tilbúnum hugbúnaði
myndi fara lækkandi á þessu ári.
Það hefur gengið eftir í Banda-
ríkjunum og Evrópu, en í minna
mæli hér. Mjög auðvelt er að
kaupa töflureikni, ritvinnslu eða
gagnagrunn fyrir 100-200 $, eða
um 50% af því sem hann kostaði
almennt á síðasta ári. Sé keyptur
samsettur pakki fást 3-5 forrit fyrir
2-400$. Slíkir pakkar eru mjög
vinsæliren 50% af veltu Microsoft
á notendahugbúnaði á þessu ári
kom frá sölu slíkra pakka.
Þegar kaupendur hér á landi
fara að átta sig á þeinr verðmun
sem er á milli íslands og annarra
landa má búast við því að verð
fari lækkandi hér á landi til
samræmis við það sem gerist
annars staðar, eða þá að
hugbúnaðarsalan ílyst úr landi til
póstverslana.
Þjónusta hækkar
Samfara lækkun hugbúnaðar
fer þjónusta við hann að kosta
þiggjendur hennar meiri peninga.
Þannig mun það almennt ætlun
söluaðila í Svíþjóð að hætta að
veita ókeypis símaþjónustu við
eigendur hugbúnaðarpakka. Ein-
hvers staðar hlýtur það að koma
fram að verðið á hugbúnaðinum
lækkar.
Geisladrifum fjölgar
CD-ROM geisladrif náðu, á því
ári sem er að líða, inn á enn fleiri
skrifborð en nokkru sinni áður.
Sala drifa á þessu ári, á heims-
markaði, er tugföld sala síðust
fimm ára samanlagt. Margt bendir
til að þessi bylting sé að ná hing-
að til lands, enda bjóða helstu
tölvuseljendur nú tölvur með
innbyggðum CD-ROM drifum.
22 - Tölvumál