Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 36

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 36
Apríl 1994 stjórinn sjálfkrafa að koma teng- ingunni á aftur og tekst það í flestum tilvikum. Á landsbyggðinni eru þrjú nær- net, eitt í hvem af stærstu skoð- unarstöðvunum. Auk netþjóns eru á hverju þessara nærneta, einn brúarstjóri, sambærilegur við þann í Reykjavík og 4 -5 út- stöðvar. Þær skoðunarstöðvar sem ekki hafa nærnet, 8 alls, hafa hver um sig eina 386 einkatölvu sem tengd er við gagnanetið með Eiconspjaldi. Allar tölvur á lands- byggðinni eru því tengdar inn á víðnet Bifreiðaskoðunar og hafa aðgang að netþjóninum í Reykja- vík og aðgang að Skýrr í gegnum Skýrrstjórann í Reykjavík. Teng- ing við landsbyggðina er alls staðar á hraðanum 9600 bit/sek. Stýrikerfi netsins er Netware 3.11, en á útstöðvum er stýri- kerfið DOS. Skráarvinnslukerfið er Btrieve 6.0. Gögn kerfisins eru dreifð um netið og liggja ýmist á netþjónum nærnetanna eða á föstu diskum stöku vélanna, þar sem ekki eru net. Ymis hjálpar- forrit eru inn á netinu en það sem mest er notað er forritið Net- Remote. Það gerir tölvustjóm- endum í Reykjavík kleift að "horfa á" hvað er að gerast á hvaða skjá sem er, á landsbyggð- inni og yfirtaka skjáinn þegar notandi þarf á hjálp eða kennslu að halda. Notkunarlýsing Þegar unnið er með forrita- samskipti skiptir það notenda- forritið litlu máli hvar gögnin eru geymd og koma fleiri en einn möguleiki til greina í því máli. Hjá Bifreiðaskoðun eru í gangi þrjár mismunandi útfærslur á gagnageymslu eftir því hvaða verkefni er verið að vinna. I fyrsta lagi er um að ræða undirkerfi þar sem öll gögn eru geymd hjá Skýrr en forritið sem vinnur með þau er keyrt á tölvuneti Bifreiðaskoð- unar. Dæmi um þetta er skráning ökumælaálestra. í öðru lagi geta ólík gögn legið hjá sitthvoru fyrirtækinu. Dæmi um þetta er afgreiðslukerfið sem les og upp- færir gögn í tekjubókhaldskerfi ríkisins hjá Skýrr, á sama tíma og það uppfærir eigin sölu- og greiðsluskrár. I þriðja lagi er um að ræða að sörnu gögn liggi báðum megin í "spegluðu" gagnasafni. Dæmi um slíkt er ökutækjaskráin. Hin opinbera ökutækjaskrá er vistuð hjá Skýrr eins og áður sagði, en í hvert skipti sem hún er uppfærð er einnig uppfært vinnuafrit af skránni í tölvukerfi Bifreiða- skoðunar. Vinnuafritið er síðan notað af innanhúskerfi Bifreiða- skoðunar og það tryggir að Bifreiðaskoðun geti notað öku- tækjaupplýsingar þótt samband til Skýrr rofni tímabundið. Rofni sambandið við Skýrr geymir Skýrrstjóri allar þær breytingar sem þurfa að berast til Skýrr og sendir þær jafnskjótl og samband kemst á aftur. Uppfærsla gagna yfir forrita- samskiptin fara oftast fram sam- stundis, dæmi um það eru eig- endaskipti, greiðsla á opinberum gjöldumogbreytingaráökutækja- upplýsingum. Þó fara ákveðnar tegundir af uppfærslum fram í runuvinnslu utan álagstíma. Þannig sendir Bifreiðaskoðun skoðunarniðurstöður í runu- vinnslutil Skýrrákvöldin. Einnig eru upplýsingar unr trygginga- stöðu og opinber gjöld þeirra ökutækja sem pantað eiga í skoðun daginn eftir, sótt á hverju kvöldi til Skýrr. Þetta flýtir fyrir afgreiðslu og eykur rekstrar- öryggi Bifreiðaskoðunar. Að lokum eru forritasamskiptin notuð á hverju kvöldi til þess að sækja upplýsingarum tollafgreidd ökutæki og breytingar sem orðið hafa á þjóðskrá Hagstofunnar yfir daginn. Dæmi um afgreiðslu Hugsum okkur ökutæki sem er að koma til skoðunar á skoð- unarstöðinni á Isafirði. Á stöð- inni starfar bara einn maður sem bæði afgreiðir og skoðar öku- tæki og hann hefur einungis eina 386 einkatölvu til umráða. Hann skráir númer ökutækisins í upp- hafsmynd afgreiðslu og tölvan byrjar á því að leita á fasta diskinum ("C-drifi") hvort þetta ökutæki sé þar að finna. Jú, eig- andinn er búsettur á Isafirði og Mynd 2. Forritasamskipli viö Skýrr eru notuð til aö senda fyrirspurnir eöa uppfœrslur á gögnum til Skýrr, eftir því sem við á í hverju verkefni. 36 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.