Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 12
Apríl 1994
tölvupóstkerfi, s.s. MHS, Da-
Vinci, Lotus Notes og SNA, ef
áhugi reynist á tengingum fyrir
þessi kerfi.
Pósthólfaþjónusta
fyrir einstaklinga og
smærri fyrirtæki
Einstaklingunr og fyrirtækjum
sem ekki eru með tölvupóstkerfi
stendur til boða að fá tölvupóst-
hólf í tölvumiðstöðinni. Með
því móti geta þeir einnig nýtt sér
kosti löl vupóstsamskipta og kom-
ist í samband við alla aðra aðila
í tölvupóstmiðstöðinni. Póst-
hólfaþjónustan byggist á tölvu-
póstkerfinu OpenMail og fá not-
endur pósthólfanna OpenMail
biðlara til tengingar við póst-
hólfin hjá ÍSGÁTT. OpenMail
biðlarar eru grafískir og eru til
fyrir Windows, Mac og Unix.
Notkun þeirra er hliðstæð notkun
þróaðra tölvupóstkerfa hvað
varðar viðmót og notkunar-
möguleika.
Niðurlag
Það hefur verið áætlað að
tölvupóstkerfum í höfuðstöðv-
um og útibúum 2.000 stærstu
fyrirtækja Bandaríkjanna hafi
fjölgað úr 94.000 árið 1991 í
180.000 í fyrra og að notendum
ljölgi unr 17-19% árlega. Sam-
hliða aukinni notkun innan fyrir-
tækja hefur eftirspurn eftir tölvu-
póstsamskiptum milli fyrirtækja
vaxið hröðum skrefum. Islensk
fyrirtæki og stofnanir eru byrjuð
að feta tölvupóstslóðina og þau
sem þegar eru komin nokkuð
áleiðis vita að ekki verður aftur
snúið. Kostir tölvupóstsamkipta
eru ótvíræðir og frekari fram-
þróun á því sviði hér á landi mun
án efa verða til mikilla hagsbóta
og hagræðingar í fyrirtækjarekstri
og starfsemi opinberra stofnana.
Dagný Halldórsdóttir er
rafmagn s v erkfrœ ðingur
og framkvæmdastjóri
Skímu hf.
Punktar...
Þjónustunúmer
"Ég hef ýtt og ýtt á litla fót-
stigið með hnappnum en
ekkert gerist" sagði ringlaður
lölvunotandi þegar hann
hafði samband við þjónustu-
deild tölvusalans. Það kom
seinna í ljós að "fótstigið"
varmúsin. Núnaþegartölvu-
salar einmenningstölva eru
farnir að leggja síaukna
áherslu á að selja einstakling-
um tölvur þá kemur í ljós að
það getur verið erfitt að
þjónusta notendur sem vita
álíka rnikið um tölvur og
kínversku.
Alll upp í 70% þeirra sem nú
hringja í þjónustunúmer eru
nýir notendur. Því eru spurn-
ingar eins og það hvar þessi
"any" lykill sé, svo algengar
að sumir framleiðendur velta
fyrir sér að breyta textanum
"Press Any Key" í "Press
RetumKey". Músinereinnig
vandamál. Einn viðskipta-
vinur hringdi til tölvusalans
og sagði að það væri svo
erfitt að nota músina með
rykhlífinni á. Rykhlífin reynd-
ist vera plastið sem músinni
var pakkað inn í. Annar
beindi músinni að skjánum
og þrýsti ítrekað á hnappinn
án þess að nokkuð gerðist.
Einn notandi gat ekki lesið
gömludisklinganasína. Hann
reyndist líma merkimiða á
disklinginn, setja hann í rit-
vélina og vélrita nafnið síðan
á. Annar var beðinn um að
senda afrit af disklingi sem
hann gat ekki lesið, til frekari
skoðunar. Stuttu seinna barst
ljósrit af disklingnum. Enn
annar gat ekki sent fax með
tölvunni sinni. Hann reyndi
að halda pappír framan við
skjáinnogýtaásendilykilinn.
Svo var það einn sem kvarl-
aði undan því að lykla-
borðið virkaði ekki lengur
þó hann væri nýbúinn að þvo
það. Hann hafði sett það í
sápuvatn og látið það liggja
yfir nóttina. Að síðustu var
það sá sem kvartaði yfir því
að tölvan héldi því fram að
hann væri vitlaus og einskis
nýtur. Þjónustumaðurinn
sagði honum að "bad
command" og "invalid" væri
ekki meint persónulega.
12 - Tölvumál