Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 25

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 25
Apríl 1994 PowerPC fjölskyldan IJ MPC601 u MPC603 I H MPC604 LS MPC620 32 bita útfærsla af PowerPC höguninni 32 bita "vistfangabraut" (Address bus), 64 bita gagnabraut Markaður / ódýrar einmenningstölvur - arftaki 486? Staða.: Kominn á markað Sömu eiginleikar og 601 Þarf mjög litla orku Sérstakur orkuspörunarbúnaður Markaður / Ferðatölvur Staða.: Mitt ár 1994 32 bita vistfangabraut, 64 bita gagnabraut Stærri pípur/ meiri samshliðavinnsla (parallelism) Markaður / næsta kynslóð ET Staða.: Mittár1994 64 bita vistfanga- og gagnabraut Mörg þrep (levels) samshliðavinnslu Markaður / öflugar vinnustöðvar og netþjónar Staða.: Síðlaárs1994 Mynd 2. Þarna opnaðist nýr markaður sem fjöldamargir vildu eiga hlut að. Sú saga var sögð að næði fyrirtæki 5% markaðshlutdeild myndi það verða stórveldi. Þar sem hátt á annað hundrað fram- leiðendur voru nákvæmlega þess- arar skoðunar hlaut einhver að gefa eftir. En það er illvéfengjan- leg staðreynd að með PC tölv- unni hitti IBM á rétta vöru á réttum tíma. IBM PC varð eins konar staðall eða mælikvarði sem aðr- ar einmenningstölvur voru mið- aðar við. En því sem fórnað var á altari fjöldaframleiðslunnar reyndist vera sjálft fjöreggið. IBM gaf eftir örgjörvan og stýri- kerfið. Afleiðingarnar urðu stór- kostlegar brey tingar á tölvumark- aðnum. Því það voru fleiri stór- veldi en IBM sem urðu að gefa eftir. Ákostnað stórfyrirtækjanna Digital og IBM, og margra fleiri óx öðrum sérhæfðari fyrirtækj- um fiskur um hrygg. Hér má merkasta kalla til framleiðendur Intel örgjörvans, DOS stýrikerf- isins og Novell netstýribúnaðar. Mynd 3. Síðla árs 1986 fórum við að sjá frumútgáfur stýrikerfisins CP- DOS sem síðar varð OS/2. Hér er rétt að staldra aðeins við. OS/ 2 var rétt stýrikerfi á röngurn tíma. enda hefur saga þess verið hálf- gerð þrautarganga. En samlík- ingin við ljóta andarungann er nærtæk. Vart hefur nokkurt stýri- kerfi fengið aðra eins endurreisn (come back) og OS/2, eins og raunar má lesa í flestum erlendum tölvublöðum þessa dagana. Ástæður þessa eru eins og flestir vita að OS/2 er raunverulegt fjöl- verkastýrikerfi. Það sem rneira er, OS/2 keyrir á þeim einmenn- ingstölvum sem algengastar eru í sölu í dag. Og það sem ef til vill er mest urn vert, notendur vilja og þurfa fjölverkastýrikerfi, sem keyrir jöfnum höndum og sam- hliða DOS, Windows og OS/2 viðföng. Snúurn okkur að örgjörvunum. Samanburður á örgjörvum var ogermjögvinsæll.Fyrirnokkrum árurn, segir sagan, að vísinda- rnenn frá helstu iðnaðarríkjum veraldar hafi hittst til skrafs og ráðagerða. Gjörvar voru ræddir og hversu hraðvirkir þeir væru orðnir. Vísindamaður nokkur frá ríki sem frarn til þessa hafði verið þekktara fyrir þungaiðnað en raf- eindaiðnað þagði þunnu hljóði og hlustaði á. Að lokum gat hann ekki orða bundist yfir raup- inu í félögum sínum og sagði.: "Það má vel vera að við eigurn ekki hröðustu örgjörva í heim- inum, en ég þori að fullyrða að við eigum þá lang stærstu". Svo mörg voru þau orð. 1 raun er það svo að það er mikill kostur að hafa gjörva eins smáa og frekast er unnt. Því styttra sem er milli eininga gjörv- ans þeim mun hraðvirkari er hægt að gera hann. Því smærri í snið- um þeim mun minni orku notar hann að öllu jöfnu. Orkunotkun er ekki meginmálið heldur sá varrni sem af henni lciðir. Því minni orka þeirn mun minni hiti og þar með kæling. En kæling [ raun er 601 lí -jöldi smára 3.1 millj. 16.7 mm Pentium 17.6 mm Fjöldi smára 2.9 millj. 11 mm 601 H 11 mrn Orkunotkun - 13 W Verð $898 bJ Orkunotkun -7 W Verð $455 25 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.