Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 16
Apríl 1994
Breiðbandstækni - ATM
Eftir Magnús Hauksson
Á undanförnum árum hefur
komið fram breiðbandstækni á
viðráðanlegu verði sem býður
upp á mun fleiri notkunarmögu-
leika en áður þekktust. í töflu 1
niá sjá h ver bandbreidd flutnings-
kerfa þarf að vera í ýmsunr til-
fellum. I víðneti sem telst til
breiðbandsneta er samskipta-
hraði notanda minnst 2Mbit/s.
Eins og sjá má er ljóst að núver-
andi kerfi anna hvergi nærri fyrir-
sjáanlegri þörf og allt virðist
benda til þess að fljótlega verði
engin greinarmunur gerður á tali,
tölvugögnunr og myndefni. Því
hefur verið lögð mikil vinna í að
þróa nýja tækni sem getur annað
þörfinni og hafa Evrópulönd náð
nokkurri forystu á þessu sviði.
Hér á eftir verður leitast við að
skýra frá því helsta sem á sér stað
í þróun víðneta og sérstaklega í
símstöðvum í víðasta skilningi
þess orðs.
I meginatriðum er hægt að
skipta víðnetum í þrjá þætti. Það
er sambönd, símstöðvar og stýr-
ing. Til viðbótar þessu má nefna
þjónustu sem boðið er upp á, t.d.
Samnet eða Integrated Services
Digital Network; ISDN.
Með samböndum, sem aftur
nrá skipta í tvennt, er átt við þann
hluta sem tengir saman sím-
stöðvar annarsvegar og notendur
við sínrstöðvar hinsvegar. Þar
undir fellur kóðun upplýsinga,
fjölrásatækni, sendihraði og
sendimiðill. Með tilkomu ljós-
leiðara sem sendimiðils hafa
verið þróaðar nýjar aðferðir til
að nýta sem best flutningsgetu
hans. Ein hraðvirkasta aðferðin
sem hefur verið stöðluð kallast
SDH (Synchronous Digital
Hierarchy) í Evrópu en Sonet í
Ameríku. Þar er talað um flutn-
ingshraða upp að 2,4 gígabita/s
(um 300 milljarðar stafa á sek-
úndu), sem reyndar er fyrirsjánlegt
að verði hækkað upp í lOGbit/s.
Gert er ráð fyrir tveggja þrepa
fjölrásun, það er á samböndum
til notanda og síðan aftur á milli-
stöðva samböndum. Tengiskil
eru að rnestu stöðluð, sem ein-
faldar allar tengingar á búnaði
mismunandiframleiðenda. Núna
Iiggja í flest hús tveggja para sínra-
þræðir sem hingað til hafa haft
rnjög takmarkaða
burðargetu. En það
hafa verið þróaðar
nýjar aðferðir til að
nýta betur þessar
lagnir. Það eru
HDSL (High bit-rate
Digital Subscriber
Loop) og ADSL
(Assymetric Digital
Subscriber Loop)
sem eru aðferðir til
að kóða sendingu
þannig að hægt er
að nota venjulega
símaþræði án
magnara allt að 3,5
krn fyrir
flutningshraða allt
að 2Mbit/s heim í
hús. Og það er hægt
að hafa eftirlit með ástandi sam-
bands frá öðrum endanum sem
þýðir að auðvelt er að greina
bilanir. Núna er ekki hægt að
tengja slíka notendur beint við
Tegund Lýsing Nauðsynleg bandbreidd Ásættanleg seinkun
Tal Stafrænt 16-384Kpbs 10-150ms
Gagnasendingar Samtenging staðarneta 1.5-100Mbps 10-100ms
RT skráarflutningur 9.6-115kps 10-lOOs
Miðlari/biðlari 10-100Mbps 10-500ms
Tölvupóstur 1.2Kbps-1.5Mbps l-10s
Myndsendingar Myndsími 64kbps-2Mbps 150-350ms
Myndsímaráðstefnur 128Kbps-14Mbps 150-350ms
Sjónvarp 15-44Mbps 40ms
Háskerpusjónvarp 150-200Mbps 40ms
Fax af fjórðu kynslóð 64Kbps 4-10s
Sneiðmyndir 10-200Mbps 2s
Röntgenmyndir 1.5-10Mbps 2s
Tafla 1. Þörfá bandbreidd í nokkrum tilfellum (heimild DuBose og Kim, 1992)
16 - Tölvumál