Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 43
Apríl 1994
eyri, Egilsstöðum, Höfn í Horna-
firði og Vestmannaeyjum auk
þess sem Isafjörður verður tengd-
ur fljótlega. Búnaður sá sem var
notaður og er enn, eru sérstakir
bókunarskjáir á leigðum síma-
línum sem eru dýrar. Þessir skjáir
eru notaðir í afgreiðslu innan-
landsflugs Flugleiða hf. á Reykja-
víkurflugvelli auk þess sem við
erum með PC net fyrir hluta af
starfseminni. Með því að fara
3270 leið opnast möguleikar að
nota öll tölvukerfi sem eru í
notkun hjá Flugleiðum hf.
Keflavík
Þar sem mjög stór þáttur af
starfsemi Flugleiða hf. fer fram í
Keflavík, bæði í flugstöð og flug-
skýli, var ákveðið að leigja 2
megabæta línu milli Reykjavíkur
og Keflavíkur. A þessari línu eru
32 rásir sem eru notaðar bæði
fyrir síma og til þess að flytja
tölvugögn. Sá hluti sem notaður
er fyrir síma er tenging á milli
símstöðva til þess að auðvelda
innanhússhringingarmillideilda.
I Keflavík eru fjögur PC staðar-
net, tvö í flugstöð og er annað af
þeim eingöngu notað fyrir inn-
ritunarkerfið, eitt í flugskýli og
eitt í þjónustubyggingu þar sem
meðal annars er flugeldhús Flug-
leiða hf. Net þessi eru síðan
tengd PC neti, sem er í aðalskrif-
stofu Flugleiða hf. í Reykjavík,
með beinum (Router). A þessum
netum erum við með 3270 skjá-
hermi en auk þess er fjöldi af
3270 skjáum í flugskýli.
Aðalskrifstofa
Á aðalskrifstofu Flugleiða er
PC net með 3270 skjáhermi auk
fjölda af 3270 skjáum. PC net
Flugleiða hf. keyra Novell
Netware 3.11 á etherneti og sam-
tengjast með beinum. Flugleiðir
eru með SNI tengingar innanlands
við SKYRR, RB,VISA OG
EURO. Á aðalskrifstofu er einnig
keyrt afgreiðslukerfi fyrir bíla-
leigu og er tækjabúnaður, sem
þar er notaður, á leigulínum.
Hótel
Á Flugleiðahótelum eru PC net
og eru þau samtengd á milli Hótels
Esju og Hótels Loftleiða með
beinum.
Söluskrifstofur
Flugleiða hf. og
ferðaskrifstofur
Söluskrifstofa Flugleiða hf. í
Kringlunni er með PC net og eru
samskipti við aðaltölvu á leigu-
línu með beinum. Aðrar sölu-
skrifstofur eru ennþá með bók-
unarskjái og mun verða skipt um
hjá þeim á næstunni. Ferðaskrif-
stofur eru yfirleitt að koma sér
upp PC netum og skipta út bók-
unarskjáum. Fyrir ferðaskrif-
stofur, sem eru aðeins með eina
tölvu, notum við X.28 innhringi-
samband.
Símon Krisíjánsson er
deildarstjóri fjarskiptasviðs
tölvudeildar Flugleiða hf.
Innkaupahandbók um
upplýsingatækni
Ráðgjafanefnd um upplýsinga- og tölvumál vekur athygli á því
að Innkaupahandbók um upplýsingatækni 1994 er komin út og
fæst hjá Ríkiskaupum og í Bóksölu stúdenta.
Bókin er handhægt hjálpartæki við útboð, samningsgerð og
innkaup á hverskonar hug- og vélbúnaði á sviði
upplýsingatækni.
43 - Tölvumál