Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 21
Apríl 1994 íslenski tölvumarkaðurinn Grein þessi er byggð á erindi sem flutt var á ET-degi SI, 10. desember 1993. Eftir Halldór Kristjánsson Árið 1993 hefur vafalaust verið mörgum tölvufyrirtækjum erfið- ara en árið á undan. Harðnandi samkeppni, minnkandi sala og vaxandi sparnaður hefur haft sín áhrif ekki síður í þessari grein en öðrum. Tölvusala í nýlegri samantekt Morgun- blaðsins um stöðuna hjá tölvu- sölum kenrur frarn að salan á þessu ári er eitthvað rninni hjá þeirn flestum en árið áður. Þó eru frá þessu undantekningar, sem betur fer. Nýlega ræddi ég við nokkra lykilmenn í íslenskum tölvuheimi um mat þeirra á stöð- unni hér á landi og hvernig árið hefði verið. Fram kom að þeir voru íusari að tjá sig um gengi annarraen sitteigið. Slíkt eroftast nær rnerki urn slærna afkomu. Því verður að telja að velta hafi minnkað nokkuð, rnargt bendir til 5-15% veltuminnkunar, og tap er fyrirsjáanlegt hjá einhverjum. Engu að síður telja flestir að sala tölva hafi verið urn 10-11.000 tölvur, eðaálíka og 1992.Munur- inn á milli ára er sá helstur að álagningin er mun lægri og af- raksturinn því minni. Af þessum markaði hefur Apple urn 25-30% og geta þeir þakkað það mikilli verðlækkun á Macintosh tölvum á alþjóðamarkaði. Apple fyrir- tækið líður nú fyrir það að hefð- bundnir viðskiptavinir fyrirtækis- ins halda að sér höndurn nreðan beðið er eftir nýrri tölvugerð, PowerPC. Meðan það ástand varir rekur hvert tilboðið annað, bæði hér og annars staðar. Kreppa framundan? Þá er ljóst að póstverslanamark- aðurinn heldur verði hér á landi niðri að einhverju leiti því fyrir- tæki og einstaklingar panta í vax- andi rnæli tölvur og búnað eftir póstlistum. Eftir nokkru getur verið að slægjast og skulu hér nefnd nokkur dæmi til fróðleiks: Stærstu tölvuframleiðendur heims hafa farið þá leið að selja tölvur sínar með þessum hætti t.d. IBM, Compaq, Digital og nú síðast Apple. Hefðbundin tölvu- sala yfir búðarborð á víða í vök að verjast af þessum sökum. Ekkert bendir til þess að slíkt hið sarna muni ekki gerast hér á landi og tölvusalar verða almennt að búa sig undir þessar breyttu aðstæður. Þess má reyndar þegar sjá merki, því einn tölvusalinn hefur um nokkurt skeið rekið eins konar póstverslun hér í Reykjavík. Vitað er að aðrir tölvusalar ætla sér í kjölfarið. Vinsæl fartölva frá Bretlandi 4/80 Sania fartölva frá íslenskum umboðsaðila Sparnaður PC 486/25 MHz, 4/170 tölva frá þekktum framleiðanda í USA Sama tölva frá íslenskum unrboðsaðila Sparnaður MS Office frá Bretlandi MS Office frá íslenskum umboðsaðila Sparnaður 133.000,- m/vsk 160.000,- stgr 27.000,- (17%) 126.000,- nr/vsk 140.000,- m/vsk 14.000,- (10%) 30.000,- m/vsk 69.270, - stgr 39.270, - (57%) Notandi sem pantar sinn búnað sjálfur getur því, með því að kaupa sér MS Office og tölvu frá póstverslun, sparað sér umtals- verðar upphæðir: Tölvan MS Office Samtals sparnaður 14.000,- 39.270, - 53.270, - Fyrir þann mismun gæti hann farið í helgarferð nreð nrakanum til London! 21 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.