Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 23

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 23
Apríl 1994 Tæki til þess að árita CD-ROM diska kosta nú innan við 3.000$ en með þeirn opnast ódýr leið til dreifingar á rniklu magni gagna. Dreifing alls konar kynningarefnis með þessum hætti er spennandi leið til þess að ná til viðskipta- vina svo og dreifing á vörulistum. Þannig bárust mér á þessu ári tveir geisladiskar í pósti sem kynn- ing. I öðru tilvikinu frá Word- Perfect sem kynnti þannig fjóra nýja hugbúnaðarpakka, en í hinu tilvikinu var urn að ræða kynn- ingu á ráðstefnu og fylgdu henni nokkur hundruð MB af efni, jafnt textar sem myndakynningar. LOUIS óþarfi? Merkilegasta nýjungin verður þó sú að nú verður hægt að keyra UNIX, Windows og Mac- intosh hugbúnað á einni og sörnu tölvunni. Notendur geta því valið þann hugbúnað sem hentar verk- efninu best en töl van verður keypt af þeim sem mest afköst býður fyrir hverja krónu. Apple og IBM rnunu bjóða tölvur með nýjurn örgjörva, PowerPC, sem munu geta gert þetta en þessi möguleiki verður ekki bundinn við þessa fram- leiðendur né PowerPC örgjörv- ann. Til er Windows hermir fyrir t.d. Sun tölvur og Apple hefur hafið flutning Systern 7.0 með Macintosh hermi yfir á fjölmargar UNIX tölvur en það mun gera þeim kleift að keyra Macintosh hugbúnað. Spurning vaknar urn þörfina fyrir LOUIS þeirra Softís manna. Bæta má við að IBM er að skoða þann möguleika að setja PowerPC örgjörvann í AS/400 tölvulínu sína og spanna allt svið- ið frá borðtölvum og uppfyrir stórtölvur. Með samhliðateng- ingu allt að 12 örgjörva má ná áður þekktum afköstum. Fjarskiptamarkaðurinn Spennandi verður að sjá hvort innganga okkar í EES mun leiða til samkeppni á tölvufjarskipta- markaði. Ekki er ólíklegt eða einkaaðilar rnuni bjóða aðgang að víðnetum sem byggð verða upp innanlands í samkeppni við Póst- og símamálastofnun. Þá bendir allt til þess að ISDN þjón- usta muni verða í boði frá Póst- og símamálastofnun í lok næsta árs eða byrjun 1995. Þá opna textaboðtæki, sem stefnt er að að taka í notkun, fyrir þann nröguleika að senda skrifleg skilaboð til notenda slíkra tækja, beint frá tölvu. Tölvur- og búnaður Það sem mun setja mark sitt á árið verður fyrst og fremst vél- búnaðurinn. Nýjar öflugar tölvur munu líta dagsins ljós á verði sem menn eiga ekki að venjast. Þetta mun koma við þá sem selja hefðbundnar UNIX vinnustöðv- ar og þrýsta á verulega lækkun þein'a. Windows NT er nú komið fram og virðist ekki höfða til almennra notenda og Microsoft talar nú um að það muni aðeins verða á 5-20% tölva. Þær breytingar senr eru að verða á ritvinnsluforritum, töflu- reiknum og öðrurn notendafor- ritunr munu á hinn bóginn hafa rnikil áhrif á það hvernig við nýtum afl tölvanna. Notendur munu í vaxandi nræli leysa sér- þarfir sínar með myndrænum gagnagrunnum og forritunarmál- um sem auðvelda rnjög og stytta þróunartímann. Með aukinni greind og hjálp senr verður byggð inn í notendaforrit og meiri sam- verkun þeirra fæst rneiri fram- leiðni hvers starfsmanns. Það er enda verðugt verkefni að auka hana. Snotra '95 Þegar horft er til þeirra þróunar sem nú á sér stað í fjarskipta- og tölvutækni er ekki fráleitt að ætla að þess verði ekki langt að bíða að tölvur verði hluti af því sem við berum með okkur alla daga, líkt og úr eða peningaveski. Fjölmargir aðilar í Banda- ríkjunum eru að vinna að því að koma uppgerfihnattasímkerfi sem spannar alla jörðina. Með litlu rafhlöðuknúnu símtæki er hægt að hringja hvaðan sem er á jarð- kringlunni, en einnig að ná sam- bandi við notanda tækisins í sama númerinu, hvar sem hann er staddur í heiminum. Með tilkomu fistölva með inn- byggðri gerfigreind, eins og New- ton, sem skilja handskrift og síðar mælt mál er konrið sarnan mikið reikniafl sem hægt er að taka með sérhvert sem er. Þróun slíkra tölva á eftir að verða mjög ör og nú þegar er farið að byggja þær inn í farsíma eða borðsíma nreð mótaldi. Með því opnast auðvitað teng- ing við símkerfi heimsins svo og til sendingar og móttöku á sím- bréfum og tölvuboðunr hvaðan sem er. Talskyn jun og gerfigreind gerir það að verkunr að tölvan verður eins konar einkaþjónn not- andans senr hlýðir boðum hans og sér um að afla upplýsinga eða koma þeirn áleiðis, sér um að hringja og önnur slík viðvik meðan notandinn einbeitir hug- anum að öðru. Að sjá það sem aðrir sjá ekki! Nýlega var frá því greint að tekist hefði að koma 64 stýran- legum laserum fyrir á eina litla kísilllögu. Nefnt varaðhugsanleg 23 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.