Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 39

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 39
Apríl 1994 turnvélar af gerð 520. Stýrikerfið er einnig frá IBM en það er IBM útgáfa af Unix "AIX v.3.2.x". Fjöldi vinnustöðva verður í allt um það bil 22 og turnvélar verða 3. Til viðbótar eru svo ýmis jaðartæki, eins og móttakari fyrir klukkumerki frá gervitunglum, mótöld fyrir ytri samskipti auk almennra tækja eins og band- stöðva, harða diska o.s.frv. Að auki eru tengingar við fjarskipta- net eins og X.25, Aeronautical Fixed Telecommunications Net- work (AFTN) og Common ICAO Data Interchange Network (CIDIN). Tvö síðastnefndu eru fjarskiptanet sem notuð eru í tengslum við flug. Allur vélbún- aður er staðlaður aðkeyptur búnaður en hugbúnaðurinn er sérhannaður. Kerfið skiptist í grófum dráttum í tvennt, annars vegar er það virki hluti þess, þ.e. sem sér um daglega flugumferða- stjórnun, og hins vegar viðhald, þjálfun ogþess háttar. Þessirhlutar eru algerlega aðskildir en hægt er að tengja staðarnetin fyrir þessa tvo hluta saman, t.d. þegar upp- færa þarf hluta hugbúnaðar. Samskiptastaðlar Þó svo að þetta kerfi sé "on- line" þá er ekki um að ræða eiginlegt rauntímakerfi sem gerir það að verkum að rýmri kröfur eru um svartíma og samskipta- staðla. Vélbúnaðarhluti netkerf- isins byggir á Ethernet staðlinum með CSMA/CD, en ofan á það er síðan notaður TCP/IP, UDP/ IP samskiptastaðlar. Þetta eru hinir velþekktu Unix "de facto protokol" staðlar sem náð hafa mikilli útbreiðslu hin síðari ár. Stærsta krafa á netkerfið er rekstraröryggi og því var valin sú leið að hafa tvö aðskilin netkerfi, sem á að tryggja að sambands- leysi verði ekki milli tölva. Dreifð vinnsla byggð á miðils/biðils hugtakinu Þar sem óhjákvæmilegt er að útreikningarát.d. árekstrarhættu, kerfisumsjón og kerfisheilsu- gæsla fari fram miðlægt eru miðlar hafðir í þessu hlutverki. I virka kerfinu eru tveir starfandi miðlar ásamt breytilegum fjöldi biðla. Grunnurinn að öryggi kerfisins er byggður á dreifðri vinnslu eða miðils/biðils hug- takinu með miðlægum gagna- grunni. Biðlarnir skiptast í tvo flokka, vinnustöðvar sem er vinnustaða flugumferðarstjórans og inn/út skjái þar sem aðstoðar- menn munu slá inn ýmsar upp- lýsingar inn í kerfið. Miðlarnir sjá um annars vegar gagnagrunn og útreikninga og hins vegar um samskipti við önnur kerfi (Gufu- nes Radíó, Veðurstofan, að- liggjandi flugstjórnarmiðstöðvar o.s.frv.). Við gangsetningu eru aðgerðir staðsettar á ákveðnum vinnustöðvum eða miðtölvum, síðan er sent út boð (e. Broadcast) til að kalla á þessa þjónustu. Af þeim sökum þarf ekki að halda utan um hvaða hlutverk hvertölva hefur heldur svarar sú sem veitir þjónustuna. Ef viðkomandi tölva er ekki virk af einhverjum or- sökum flytur kerfið sjálfvirkt þessa þjónustu yfir á aðrar tölvu, en einnig er hægt að flytja hlut- verk á milli tölva með ákveðnum skipunum. EXTERNAL COMMUNICATION LINES X.25 Mynd 1. Skemcitísk uppbyggingFDPS sem sýnir samspil virkahluta kerfisin ogþróunarlþjálfunar hlutaþess. 39 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.