Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 42

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 42
Apríl 1994 Fjarskiptanet Flugleiða hf. Eftir Símon Kristjánsson I þessari grein ætla ég að kynna fjarskiptanet Flugleiða hf. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve fjarskipti hafa mikið að segja fyrir flugfélög sem eru í sam- keppni á alþjóðlegum flugleið- um. Allarfarþegabókanir, innritun á farþegum, upplýsingar um flug- leiðir, brottfarir og komutíma flugvéla þurfa að berast á milli landa og tölvukerfa fljótt og ör- ugglega. Útlönd Ég mun fyrst gera grein fyrir hvernig Flugleiðir hf. eru tengdir við útlönd. Flugleiðir hf. eru með símalínu á leigu til London. Lína þessi er tengd fyrirtæki sem heitir SITA og er fjarskiptamiðstöð í eigu flugfélaga um allan heim. Höfuðstöðvar þess eru í París og er öll yfirstjórn þar. Samskipti Flugleiða hf. við SITA er um London. Fjarskiptanet SITA er gríðarlega stórt og er tengt um allan heim og eru alltaf nokkrir möguleikar að komast á milli landa ef upp koma bilanir. Lína þessi er með X.25 staðal og er henni skipt upp í sýndarrásir sem hafa ýmist sérstakan sam- skiptastaðal fyrir bókunarkerfi eða SNI staðal (SNA Network Interconnection) vegna tenginga við önnur flugfélög eða fyrirtæki tengd flugrekstri. Þau SNI sam- bönd sem Flugleiðir hafa og eru með 3270 skjásamskipti eru eftir- farandi: - Samband við Aer Lingus, þar sem innritunarkerfi Flugleiða hf. er staðsett, og hafa allir skjáir og prentarar, þar sem Flugleiðir hf. sjá um innritun, beint samband við tölvu Aer Lingus í Dublin. - Samband við fraktbókunar- kerfi Ficaro sem SITA rekur og er staðsett í London. - Samband við Antadeus í Munchen (varaleið). Auk þess eru á þessari leigulínu allar söluskrifstofur Llugleiða í Evrópu og USA. Á söluskrif- stofum eru notaðir sérstakir bók- unarskjáir, sem eingöngu erhægt að nota fyrir bókunarkerfi, og eru þeir tengdir á staðarnetum og með leigðri símalínu að næstu fjarskiptastöð SITA, en þær eru í flestum löndum heims, og þaðan til London og síðan til Reykja- víkur. Auk þess eru á öllum okkar skrifstofum PC tölvur með X.25 upphringimöguleika til að hafa samband við önnur tölvukerfi sem eru í aðaltölvu Llugleiða hf. hér heima. Nú er unnið að því að koma upp PC staðarnetum á skrifstofum okkar erlendis og skipta út görnlu bókunarskjáun- unt, sent hefur í för með sér að allir starfsmenn, hvar sem þeir eru í heiminum, geta komist í samband við öll okkar tölvukerfi. Þetta er komið að hluta á nýju skrifstofunni í Baltimore þar sem við erum með bæði PC net og bókunarkerfisnet. Um þessa línu fara einnig allar skeytasendingar sem eiga sér stað á milli Flugleiða hf. og annara flugfélaga. Þetta er sérstakt lokað kerfi þar sem félög tengd flugrekstri hafa sinn koda t.d. Flugleiðir hf. sem FI og er úthlutað 7 stafa vistföngum eftir ákveðnu kerfi hjá SITA. Ef senda á t.d. skeyti til okkar í tölvudeild væri sent á REKCDFI. Þetta er mjög ódýr leið til þess að hafa samskipti við önnur flugfélög hvar sem er í heiminum og er hægt að senda á rnörg vistföng í einu. Við eruni einnig með síma- línu á leigu til Munchen í Þýska- landi og er hún tengd við tölvu- kerfi sem heitir Amadeus og er dreifikerfi fyrir hvers kyns ferða- upplýsingar, svo sem farbókanir, bílaleigur, hótel, fargjaldaútreikn- inga o.s.frv., milli flugfélaga og ferðaskrifstofa. Þetta kerfi er eitt af stóru dreifikerfunum í heim- inurn og rná segja að flugfélag, sem er ekki tengt dreifikerfi, geti varla verið með í þeirri sam- keppni sem ríkir, því ferðaskrif- stofur um allan heint hafa aðgang að þessum dreifikerfum. Önnur dreifkerfi eru t.d Gallileo í Evrópu og í Ameríku eru það Sabre og System One. Innanlands Farþegaafgreiðslur Flugleiða hf. úti á landi eru tengdar rnóður- tölvu um gagnanet P/S með 3270 búnaði. Skjástýritæki er IBM 3174 og skjáir eru IBM 3192. Þessi búnaður er kominn á Akur- 42 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.