Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 24
Apríl 1994
Fámæli um gjörva
Grein þessi er byggö á erindi semflutt var á ET-degi SI, 10. desember 1993.
Eftir Guðmund Hannesson
í þessari grein mun ég fara um
víðan völl. Aðallega mun ég
fjalla um gjörva, en einnig stýri-
kerfi og fleira.
Mannskepnan er níi einu sinni
þannig gerð að hún leitar sífellt
að eða býr sér til tímamót eða
merkisdaga. Með þessu móti er
auðveldara að lyfta sér upp úr
flötu landslagi hversdagsleikans.
Þetta er aðferð til þess að tala
um hvernig ástandið var fyrir og
eftir ákveðinn atburð eða uppá-
kornu. Dæmi um þetta er tímatal
okkar "fyrir og eftir Krists burð"
eða eins og sagt er í Vestmanna-
eyjum, "fyrir og eftir" gos. Menn
greinir á um það hvort kristni-
taka hér á landi hafi í raun og veru
átt sér stað árið 1000 en eins og
sagt er í kennslubókum "þetta er
þægilegt ártal sem auðvelt er að
muna". Hér er dæmi sem gaman
er að hugleiða: Þegar 1999 lýkur
og 2000 byrjar eru liðin 1999 frá
upphafi tímatals okkar. Við mun-
um því halda upp á byrjun síðasta
ársins í árþúsundinu en ekki fyrsta
árinu í því næsta. Þetta eru því
ekki raunveruleg aldamót í strang-
asta skilningi þess orðs. En árið
2000 er hugguleg og skemmtileg
tala sem auðvelt er að muna, við
köllum þetta því aldamót og not-
um væntanlega tækifærið til þess
að skemmta okkur. Með áþekk-
um röksemdafærslum er oft sagt
að einmenningstölvubyltingin
hafi byrjað með IBM PC sem
kom fyrst á markaðinn haustið
1981. Auðvitað voru einmenn-
ingstölvur til fyrir þennan tíma en
með IBM tölvunni og Lotus 1-2-
3 töflureikninum má með
nokkrum rétti segja að tölvan
hafi orðið almenningseign.
íslenski tölvumarkaðurinn frh.
not fyrir slíkt tæki væri að varpa
nryndum á augnbotn notandans
en kísilflagan yrði þá hluti af
gleraugnaspönginni. Hægt væri
að fylgjast með umhverfinu jafn-
hliða því að fylgst væri með
upplýsingum frá tölvunni eða því
tæki öðru sem tengdist slíkri
flögu. Hvort þessi framtíðarsýn
verður staðreynd getur tíminn
einn leitt í ljós en óneitanlega eru
þetta spennandi hlutir.
Spennandi
markaður '94
Ljóst er að ekki verður logn-
molla á þessu sviði fremur en
síðustu 15 árin - það verður því
áfram spennandi að vera á þessum
markaði.
Halldór Kristjánsson er
verkfrœðingur og rekur
Tölvu- og verkfrœðiþjón-
ustuna.
24 - Tölvumál