Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 32

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 32
Apríl 1994 nú unnið að stækkun þess í 56 línur, sem er ofurlítið til bóta. Búist er við verulegri aukningu notkunar vegna gjaldtöku banka á fyrirspurnum til gjaldkera í bönkum, auk þess sem fyrirhugað að bæta við þjónustumöguleika bankasímans, m.a. með milli- færslumöguleikum, greiðslu gíróseðla, afborgunum skulda- bréfa o.fl. Reiknistofan hefir óskað eftir að fá að endurnýja bankasímakerfið, einkum þar sem ljóst er að núverandi kerfi mun aldrei geta annað aukinni notkun, en einnig þar sem kerfið er orðið mjög gamalt og úrelt, óstöðugt og dýrt í rekstri. Akvarðanir um slíkt liggja hjá bönkum og spari- sjóðum. Hraðbankakerfið Hraðbankarnireru tengdiiIBM S/36 vél hjá reiknistofunni um SDLC línur. Vélin er tengd af- greiðslukerfum reiknistofunnar, en getur sinnt hraðbönkunum þó kerfi RB séu ekki virk. Línurnar tengjast sérstökum tengibúnaði hjá RB, en lil að nýta línurnar betur eru nokkrir hraðbankar tengdir sarnan á línu í nokkurs konar hring. Það getur þó haft það í för með sér að ef einn þeirra missir samband við netið, verður allur hringurinn óvirkur, og þar með allir hraðbankar sem á honum eru. Nokkuð hefir borið á bilunum í hraðbankakerfinu, en unnið er að endurnýjun á stórum hluta kerfisins. Hraðbankarnir vinna á svip- aðan hátt og bankasíminn að því leyti að búnaðurinn tekur við upplýsingum frá notandanum, og framkvæmir ákveðnar aðgerðir í afgreiðslukerfum RB í samræmi við þær. Nú eru um 26 hraðbankar á landinu, flestir í Reykjavík. Færslufjöldi hraðbankanna er um 45.000 á mánuði og fer vaxandi. Heimildakerfi debetkorta Heimildakerfi debetkorta er staðsett hjá RB. Kerfið virkar á þann hátt að kortalesarar (posar) í verslunum hringja í búnað hjá RB, tengdan afgreiðslukerfum reiknistofunnar, sem athuga stöðu á tékkareikningi viðkomandi korthafa. Sé heimild til úttektar fyrir hendi, færist úttektin sam- stundis á reikning korthafa. Posarnir hringja í reiknistofuna um upphringilínur eða Gagnanet Pósts og síma. Nú eru í notkun 10 innhringilínur og 8 tengirásir við X.25. Fyrirhugað er að fjölga innhringilínum við aukna notkun debetkorta. Heimildakerfið er tengt Visa og Euro vegna notkunar Debet- korta erlendis. Notkun kortanna erlendis er því einungis möguleg ef heimild er til úttektar af ávísanareikningi korthafa hér heima. X.400 og EDIFACT RB skoðar nú hvaða kostir bjóðast til þess að koma upp X.400 póstþjónustu og samskipt- unr samkvæmt EDIFACT staðli. Ekkert hefir þó verið ákveðið í þessu efni þegar þetta er skrifað. Líklegt er þó að RB gangsetji X.400 pósthús, sem yrði tengt Gagnaneti Pósts og síma (X.25) og háhraðanetinu. Auk þess yrði búnaður til að þýða nokkrar gerðir af EDIFACT skeytum. Með þessum búnaði er fyrirhug- að að bankar og sparisjóðir geti boðið viðskiptavinum sínum þrenns konar þjónustu: Millifærsla frá einum banka- reikningi til annars. Þetta væri einkum notað til að greiða fyrir vöru eða þjónustu. Greiðsla frá einum reikningi til margra. Þetta væri notað fyrir launagreiðslur o.þ.h. Millifærslur af mörgum reikningum inn á einn reikning. Þetta myndu veitustofnanirog slík fyrirtæki nota til að innheimta afnotagjöld og áskriftir. Að undanförnu hefir hópur á vegum ICEPRO nefndarinnar skoðað þá staðla sem til eru fyrir skeyti vegna bankavið- skipta. Hópurinn hefir valið nokkur stöðluð skeyti og stað- fært þau. ICEPRO nefndin mun væntanlega kynna þau fljótlega. Neteftirlitskerfi Hér að ofan hefir verið talið upp það markverðasta í Gagna- neti Reiknistofu bankanna. Auð- velt er að sjá að meðhöndlun kerfisins væri vonlaus ef ekki kæmu til öflug neteftirlitskerfi. SNA netkerfi grundvallast á hugbúnaði sem nefnist VTAM (Virtual Telecommuncations Ac- cess Method). VTAM fylgist með stöðu á öllum tækjum (skjáurn, prenturum o.fl.) sem skilgreind hafa verið í netinu og reynir jafn- framt að halda öllum tækjum netsins í því ástandi sem óskað er eftir. Hægt er að koma á eða rjúfa tengingu við ákveðin tæki í netinu með því að gefa VTAM skipanir þar um, og einnig má þannig sjá stöðu tenginga við tæki. VTAM heldur þannig utan urn öll samskipti á netinu, en miðlar auk þess upplýsingum til NelView, kerfis sem reiknistofan notar til eftirlits með öllu netkerfi bankakerfisins. NetView heldur saman upplýsingum um stöðu netsins í heild á skipulagðan hátt og skráir í gagnagrunna allar upp- lýsingar um truflanir, samskipta- villur o.þ.h. í netinu, tengitíma o.fl. Hægt er láta NetView bregð- ast á ákveðinn hátt við atvikum sem eiga sér stað í netinu. A þennan hátt má byggja upp mikla sjálfvirkni í netinu, og einfalda alla vinnu við eftirlit með því. 32 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.