Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 9
Apríl 1994 ákveðnum rafölum. Það er nokkuð flókið hvernig forritið velur hverjum þeirra eigi að stjórna, en í aðalatriðum tekur það tillit til MW óskgildis, sem hver rafali hefur. Hægt er að láta vatnsbúskaparforrit gefa raf- ölunum óskgildi með tilliti til vatnsmagns í miðlunarlónum og álagsspá. Þjálfunarhermir Það er hægt að tengja vara- tölvuna við þriðja diskinn, sem geymir hermilíkan af raforku- kerfinu. Hægt er að nota hvaða stjómborð sem er í stjórnstöðinni í Reykjavík fyrir þjálfunar- herminn. Bæði er hægt að flytja raunverulegt ástand frá raun- tínrakerfinu yfir á þjálfunar- herminn og eins er hægt að búa til dærni. Allar skjámyndir eru eins og í rauntímakerfinu og allar aðrar aðstæður eru eins. Þjálf- unarhermirinn er notaður til þjálfunarþeirra rnanna, sem sinna stjórnun raforkukerfisins. Stjórn raforkukerfisins Tveir menn, sem sinna rekstri raforkukerfisins, standa vaktir allan sólarhringinn í stjórnstöð- inni í Reykjavík. Stjómstöðin á Akureyri er ekki rnönnuð að staðaldri. Þeir, sem sinna fjar- gæslunni, eru yfirleitt rafvirkjar eða vélstjórar, senr hafa langa starfsreynslu að baki hjá Lands- virkjun. Aður fyrr voru staðnar sólarhringsvaktir í öllum virkj- unum Landsvirkjunar. Þær voru lagðar af smám sarnan, eftir að gamla fjarstýrikerfið á Geithálsi var tekið í notkun. Avallt eru þó menn til taks á hverju svæði, enda eru veruleg verðmæti fólgin í þeim búnaði, sem Landsvirkjun rekur. Ný kynslóð fjarstýrikerfa Miklar breytingar hafa orðið í uppbyggingu fjarstýrikerfa fyrir raforkufyrirtæki, síðan Lands- virkjun samdi við Harris urn þetta verk. Nú eru vinnslunni yfirleitt dreift á nrargar tölvur, sem eru nettengdar við öfluga stjórntölvu. Tölvur í stjómborðum vaktmanna geyma þá afrit af gagnagrunninum ásamt skjámyndum. I stað þess að fjölga skjám á stjórnborðum vaktmanna, hefur verið tekið upp gluggaumhverfi á grafískum skjánr. Það nýjasta er "intelligence alarming", þar sem tölvan er látin vinna úr miklurn fjölda viðvarana og mælinga til að geta sett fram skýr skilaboð til vaktmanna urn hvað sé að í raforkukerfinu og hvernig best sé að bregðast við því. Hörður Benediktsson er yfirverkfrœðingur raf- eindamála við stjórnstöð Landsvirkjunar. 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.