Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 28
Apríl 1994 Gagnanet Reiknistofu bankanna Eftir Ólaf Halldórsson Reiknistofa bankanna er annað tveggja stærstu tölvufyrirtækja landsins. Reiknistofan er að stærs- tum hluta í eigu banka og spari- sjóða og annast rekstur ýmissa kerfa fyrir bankakerfið. Ber þar helst að nefna afgreiðslukerfi og sameiginlega gagnagrunna. Allir afgreiðslustaðir banka og sparisjóða eru tengdir reiknistof- unni á einn eða annan hátt og myndar bankakerfíð í heild þannig víðfeðmt tölvunet, sem spannar landið allt. Hér á eftir fer lýsing á helstu hlutum þessa tölvunets, sem hér er nefnt Gagnanet Reiknistofu bankanna. Uppbygging netsins Netkerfí reiknistofunnar hefir frá upphafí byggt á hugmyndafræði frá IBM, sem nefnist SNA (Systems Network Architecture). SNA net RB samanstendur í aðal- atriðum af einni megintölvu sem tengd er línutölvu, með mjög hraðvirku sambandi. Frá línutölv- unni liggja síðan mishraðvirkar leigulínur til stjómstöðva í bönk- um og sparisjóðum, og eru ein- stakir skjáir og prentarar tengdir stjómstöðvunum. A þessum leigu- línum er notaður SDLC (Syn- chronous Data Link Control) samskiptaháttur. Nokkrar banka- afgreiðslur eru þó tengdar um Gagnanet Pósts og síma, X.25. Öllum tækjum í netinu má stjóma með hugbúnaði í megintölvunni. Vélbúnaður er að mestu leyti frá IBM en þó er töluvert um stjóm- stöðvar frá öðmm framleiðend- um, svo sem Kienzle og DEC. Einnig eru víða notaðar einmenn- ingstölvur með skjáhermibúnaði í stað hefðbundinna 3270 skjáa. Meginhluti netsins er afgreiðslur banka og sparisjóða um land allt. Helsta vinnsla á netinu er hefð- bundin bankaafgreiðsla og fyrir- spumir. A undanfömum árum hefir verið lögð mikil áhersla á beinlínu- væðingu bankakerfisins þannig að bókanir eigi sér stað samtímis, auk þess sem þjónusta hefir aukist í bankakerfinu. Þetta hefír leitt þess að sífellt er verið að auka hraða á línum tengdum RB. Staðarnet Á undanförnum árum hefir notkun einmenningstölva aukist mjög í bankakerfinu, eins og annars staðar, og eru staðarnet orðin býsna algeng þar. Notkun skjáherma á einmenningstölvum hefir víða leyst hina hefðbundnu SNA skjái af hólmi. Einmenn- ingstölvur á staðametum tengjast SNA netinu um svonefndar gáttir, en það eru í flestum tilfellum einmenningstölvur, sem líkja eftir SNA stjómstöðvum. Ymsir möguleikar opnast við notkun einmenningstölva í SNA netum. Merkilegastur er sennilega möguleikinn á að ná upp sam- skiptum á milli fonits í megin- tölvu og forrits í einmennings- tölvu, svonefnt APPC (Application Program to Program Com- munication). Gott dæmi um slíkt er kerfi sem RB hefir skrifað í tengslum við debetkortakerfið. Þar talar Windowsforrit, skrifað í C, við afgreiðsluforrit (CICS) í megintölvunni. Hægt er að senda fyrirspurn úr'Windowsforritinu um ákveðinn aðila, t.d. með kenni- tölu. Megintölvuforritið sendir þá umbeðnar upplýsingar til Windowsforritsins, t.d. nryndina á debetkorti viðkomandi, og birtist myndin þá á skjánum. Til að mæta þeirri þróun sem á sér stað í uppbyggingu staðameta í bankakerfinu og aukinni notkun einkatölva, hefir reiknistofan kornið sér upp búnaði til að bein- tengja staðarnet bankakerfisins við megintölvu RB um beina eða brýr. Sú leið, sem reiknistofan hefir valið að fara í tengingum við staðarnetin, býður upp á sveigjanlegra utanumhald og þægilegri og nútímalegri aðferð- ir við skilgreiningar á tækjurn en tíðkast í hefðbundnum SNA skil- greiningum. Mynd 1 sýnir í grófum dráttum Gagnanet Reiknistofu bankanna. Hinar svokölluðu hefðbundnu SNA tengingar eru efst á mynd- inni en tengingar við staðarnet má sjá neðst. 28 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.