Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 10
Apríl 1994 ISGATT - tölvupóstmiöstöö Skímu Eftir Dagnýju Halldórsdóttur Tölvupóstur Tiltölulega stutt er síðan not- endureinmenningstölva kynntust tölvupósti og þeim ákjósanlegu samskiptamöguleikum sem hann býður upp á. Tölvupóstur í sinni einföldustu mynd er hins vegar ekki nýrafnálinni. Tölvunotendur í fjölnotendastýrikerfum hafa lengi getað sent orðsendingar sín á milli þótt í tiltölulega einföldu formi væri. Gert er ráð fyrir þessum möguleika í stýrikerfum fjölnotendavéla, s.s. í UNIX, VMS og VM. Þótt þessi mögu- leiki standi enn fyrir sínu er hann engan veginn fullnægjandi þegar tölvupóstsamskipti verða mikil- vægur þáttur í starfi einstaklinga. I þeim tilvikum þarf tölvupóstkerfi að bjóða upp á góða ritvinnslu, kerfisbundið utanumhald um sendan og móttekinn póst, öiluga leitarmöguleika, möguleika til að senda fylgiskjöl úr ritvinnslu og töflureikni með póstorðsending- um, möguleika til að senda afrit til annarra aðila, möguleika til að sendandi fái að vita þegar móttakandi hefur lesið póstorð- sendingu, utanumhald um vist- föng, möguleika á stöðluðum skeytum, möguleika á dreifilist- um, svo nokkrir af mikilvægum eiginleikum öflugra tölvupóst- kerfa séu nefndir. Þegar eru á markaði tölvupóstkerfi fyrir ein- menningstölvur (staðarnet) og fjölnotendavélarfráýmsumfram- leiðendum sem uppfylla allar helstu kröfur sem gera verður til slíkrakerfa. Þróuninhefurreyndar fremur verið í þá átt að tölvupóst- kerfin eru sett upp á nettengdum einmenningstölvum en á fjölnot- endavélum. Sívaxandi útbreiðsla tölvupóstkerfaá íslandi Á undanförnum misserum hafa tölvupóstkerfi náð vaxandi út- breiðslu hér á landi. I sumum fyrirtækjum er án efa um ómark- vissa notkun að ræða og nánast tilviljunum háð til hvers tölvu- póstur er notaður. I öðrum er um markvissa notkun að ræða og kostir þessa samskiptaforms nýttir til hins ýtrasta. I þeim tilvikum er nánast um að ræða byltingu á samskiptum innan fyrirtækis og tölvupóstur verður sá burðarás sem þau byggjast á. Til að svo megi verða virðist nauðsynlegt að stjórnendur taki tölvupóstinn upp á sína arma og notfæri sér kosti hans til hlítar. Upplýsingar um starfsemi fyrirtækis, fundi, símaboð, verkefni, áætlanir, ákvarðanir, fundargerðir, beiðn- ir, svör við fyrirspurnum, úthlut- anir sumarhúsa, matseðill í mötu- neytinu og ótal margt fleira berst um fyrirtækið í tölvupósti. Onæði starfsmanna af völdum lítt mikilvægra símhringinga innan húss minnkar sem og pappírsilóðið. I þessu sambandi má t.d. benda á að einn helsti vaxtarbroddur í samskiptabúnaði á næstu misserum er talinn verða hugbúnaður sem gerir fjarstödd- um starfsmönnum kleift að kom- ast í samband við tölvupóstkerfi fyrirtækis síns þannig að þeir geti sinnt daglegum samskiptum þótt í órafjarlægð séu. Auk þess að vera burðarás í samskiptum manna á milli er tölvupóstur einnig kjörinn grunnurfyrirýmsa sjálfvirkni í samskiptum s.s. upp- lýsingadreifingu og sjálfvirka svörun við fyrirspurnum þar sem sérhæfð forrit sjá þá um að dreifa upplýsingum til notenda eða að svara fyrirspurnum frá notendum. EDI samskipti eru orðin nokkuð þekkt hérlendis en EDI skjöl mætti senda á einfaldan hátt á milli fyrirtækja með tölvupósti. Samtenging tölvupóstkerfa Þeir sem hafa kynnst kostum tölvupósts innan fyrirtækis eiga iðulega þá ósk heitasta að geta komist í tölvupóstsamband við aðila utan fyrirtækisins. Á sama hátt og tölvupóstsamband eykur hagræðingu og gæði í samskipt- um innan fyrirtækis gildir það einnigmilli fyrirtækja. Hins vegar er samtenging tölvupóstkerfa af mismunandi tegundum vanda- söm. Tölvupóstkerfin eru mjög ólík og því vandasamt að tengja þau þannig sanran að kostirþeirra njóti sín til fulls í innbyrðis sam- skiptum. Samtengingar af þessu lagi krefjast sérhæfðs búnaðar 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.