Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 35

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 35
Apríl 1994 Skýrr þróað svokallaðan þjón- ustumiðlara sem getur haft for- ritasamskipti við ólík tölvukerfi margra fyrirtækja og stofnana á sama tíma. Fyrstu kerfin sem nýta sér þennan möguleika verða gangsett á næstu vikum og eflaust eiga mörg eftir að fylgja í kjöl- farið. Með víðneti Bifreiðaskoð- unar hefur tekist ágætlega að tryggja rekstraröryggi einstakra skoðunarstöðva sem geta unnið sjálfstætt þótt sambandsrof verði. Þetta kemur sér oft vel, eins og t.d. þann 17. febrúar fyrir hádegi, var gagnanetið á Austurlandi bilað. Tölvukerfið í einkatölv- unni ískoðunarstöðinni íFellabæ var þó í gangi og sinnti um 70% af þeim verkefnum sem það annars sinnir þegar samband við Reykja- vík er í lagi. Það er erfiðara að segja til um hvort einhver sparnaður hafi í raun orðið með því að valið var einkatölvuvíðnet í stað milli- tölvu. Stofnkostnaður í tölvu- búnaði var vissulega mun lægri en ella, en á rnóti kemur mikill þróunarkostnaður þar sem um rnikla tilraunastarfsemi var að ræða. Þá hafa afnotagjöld af gagnaneti orðið talsvert hærri en gert var ráð fyrir. I vissum til- fellurn hefur einnig gengið illa að fá viðunandi svartíma á lands- byggðinni. Þetta má laga með hraðvirkari gagnanetssambandi, en við það hækka jú afnota- gjöldin. Tæknileg lýsing Hin opinbera ökutækjaskrá er geyrnd í ADABAS gagnasafni Skýrr. Hátt á annað þúsund not- endur Skýrr hafa aðgang að skránni til uppflettingar. Upp- færslurá skránni koma hins vegar eingöngu í gegnum LU6.2 for- ritasamskipti við tölvukerfi Bif- reiðaskoðunar. Uppfærslurnar eru um 2000 á dag. Samskiptin fara unr lcigða símalínu ámilli SkýrráHáaleitis- braut og aðalstöðva Bifreiða- skoðunar á Hesthálsi á hraðanum 56000 bit/sek. Þar er samskipt- unurn stjórnað af sérhönnuðu forriti í einni 386 einkatölvu sem kölluð er Skýrrstjóri. Sú tölva er tengd inn á Token Ring nærnet sem nær urn alla bygginguna að Hesthálsi. A þessu nærneti eru 3 netþjónar og urn 40 útstöðvar. Aðalnetþjónninn er 486 einka- tölva með 64 Mb vinnsluminni og 5 Gb diskaplássi. Netþjónn númer 2 er sarns konar og aðal- netþjónninn og hefurþað hlutverk að taka við ef aðalnetþjónninn bilar. Allt gagnasafnið á aðal- netþjóni er afritað yfir á netþjón núrner 2 á hverri nóttu lil þess að hann sé ávallt tilbúinn ef á þarf að halda. Talningar og útskriftir eru einnig unnar á þessu afriti til að nrinnka álag á aðalnetþjón. Ut- stöðvarnar eru ýmist 286, 386 eða 486 einkatölvur. Token Ring netinu er skipt upp í tvo hringi til að dreifa umferðinni, en hraðinn á netinu er 4 Mbit/sek. Auk Skýrrstjórans eru 4 aðrar sérhæfðar tölvur á netinu. Ein kallast Hreyfingastjóri, en hún annast rauntínra afritun af öllum hreyfingum íkerfinu. Hreyfingar íkerfinuöllueruum 18000ádag. Önnur sérhæfð tölva kallast NemoQstjóri en hún annast sam- skipti afgreiðslukerfis og tölvu- vædds biðraðakerfis. Sú þriðja er gátt vegna símalínunnar til Skýrr og sú fjórða senr kallast Brúarstjóri sér um gagnanetsteng- ingu við nærnet og stakar tölvur á iandsbyggðinni. I Brúarstjóranum er hugbún- aður og kort fyrir X.25-samskipti frá fyrirtækinu Eicon í Kanada. Brúarstjórinn er því eiginlega hjartað í víðneti Bifreiðaskoð- unar. A skjá hans er ávallt uppi Islandskort sem sýnir hvaða stöðvar á landsbyggðinni eru tengdar á hverjum tíma. Þegar tenging rofnar, en það vill gerast öðru hvoru, þá reynir Brúar- Mynd 1. Brúarstjóri. A skjámynd brúarstjóra sést staða gagnanetstenginga cí hverri stundu. Hér eru allar stöðvar Bifreiðaskoðunar tengdar nema Hvolsvöllur. Verið er að atlwga tengingu við Egilsstaði. 35 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.