Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 19
Apríl 1994 Tölvutengingar Strengs hf. Eftir Hauk Gardarsson og Snorra Bergmann Frá árinu 1987 hefur Strengur hf rekið upplýsingakerfið Flafsjó, sem frarn til þessa hefur einkurn verið ætlað aðilum í sjávarút- vegi. Nú eru vel á annað hundrað fyrirtæki tengd kerfinu þar sem á milli fjögur og fimmhundruð not- endur hafa aðgang. Upplýsinga- kerfi eins og Hafsjór byggist á því að fá upplýsingar frá utanað- komandi aðilum sem nýtist mörg- um áskrifendum. Samhliða Hafsjó er notendum nú boðinn aðgangur að gagna- safni Morgunblaðsins þar sem er að finna allt efni að auglýsingum undanskildum, sem birst hefur í blaðinu frá miðju ári 1986. Hægt er að gera fyrirspurnir um orð, en kerfið finnur á svipstundu allar greinar þar sem það hefur komið fyrir. Ekki skiptir máli í hvaða rnynd orðið stendur þar sem kerfið sér um að finna öll hugsan- leg lilvik orðsins. - Hafsjór og gagnasafn Mbl. er keyrt á HP 9000 tölvu módel G40 og notar Informix gagnagrunn. A síðasta ári hóf Strengur hf. markaðssetningu á fjármálaupp- lýsingum frá DowJones/Telerate. Ymsar upplýsingar eru nú fluttar úr Dow Jones kerfinu yfir á tölvu Strengs og staðbundnar upplýs- ingar til baka. Rekstur upplýsingakerfis eins og að framan er lýst krefst flókins samskiptabúnaðar, en kerfinu verður lýst nánar hér á eftir. Dow Jones er stórt alþjóðlegt útgáfufyrirtæki sem m.a. gefurút Wall Street Journal. Dow Jones keypti Telerate fyrir fjórum árum og rekur það nú undir eigin nafni. Dow Jones/Telerate er tölvuvætt fjármálaupplýsingakerfi en áskrif- endur að kerfinu eru um 100.000. Upplýsingar berast úr öllum heimshornum. Helstu upplýs- ingagjafar eru verðbréfahallir, bankar, fréttastofur og önnur fjár- málafyrirtæki. í kerfinu eru um 60.000 mismunandi upplýsinga- síður og 200.000 tímaraðir. Strengur rekur dreifistöð fyrir not- endur en auk þess er tekið á móti gengisskráningu í alþjóðavið- skiptum á klukkutínra fresti yfir á tölvu Strengs. Gengisskráningin er hluti af þeim upplýsingum sem er aðgengilegur Hafsjávarnot- endum. Frá tölvu Strengs eru sendarupplýsingarfrá Verðbréfa- þingi íslands og rnagn og verð á íslensku fiskmörkuðunum. - Tölvumiðstöð Dow Jones fyrir Norðurlönd er í Kaupmannahöfn. A síðastliðnu vori setti Strengur upp kerfi vegna reksturs textavarps RUV. Sendar eru upp- lýsingar úr Hafsjó um eitt og annað sem stöðugt er að breytast. Þannig eru nú sendar upplýsingar unt færð á vegunr, verð á fisk- ntörkuðum, gengi og flugáætlun frá Keflavík og Reykjavíkur- flugvelli. Notkun kerfisins getur verið mjög fjölbreytt. Þannig var það t.d. notað í tengslunt við Brigdehátíð sent haldin var á Loftleiðahótelinu nýlega. Mót- stjórn hátíðarinnar tengdist tölvu Strengs og fékk upp skjámynd, sem rúmaði nákvæmlega jafn mikið og hægt er að birta á einni textavarpsmynd. Slegin var inn mótsstaða og hún send yfir í texta- varpið og birtist þar samstundis. Upplýsingar um viðskipti og tilboð sem berast Verðbréfaþingi Islands eru sendar áfram til Strengs um pósthólfakerfi P&S (X.400). Tölva Strengs les reglu- lega pósthólfið og færir gögn þaðan og skráir í Informix gagna- grunninn. Aform eru uppi um að senda þessi gögn um Almenna gagnanetið (X.25). A síðast- liðnu ári hefur verið unnið að viðamiklu verkefni í samstarfi við Morgunblaðið. Verkefnið felst í því að flytja allar fréttir og greinar sem birst hafa í blaðinu allt aftur til ársins 1986 úr gagna- grunni Morgunblaðsins yfir á tölvu Strengs og veita almenningi leitaraðgang í kerfið eftir orðum. Kerfið var opnað til notkunar í byrjun febrúar síðastliðin og fyrstu notendurnir hafa nú tengst kerfinu. Að kvöldi dags eru grein- ar, sem birst hafa í blaðinu um morguninn sendar um Háhraða- netið yfir á tölvu Strengs. Forrit taka við greinunum og hlaða inn í Informix gagnagrunninn. I lok dags eru sendar upp- lýsingar yfir á Morgunblaðið t.d. gengisskráning og fiskmarkaðs- verð. Send er skrá með stýri- táknum fyrir ritvinnslu og því tilbúin til birtingar í blaðinu. Hafsjávarnotendur fá upp- 19 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.