Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.04.1994, Blaðsíða 15
Apríl 1994 dalsjökul svo hægt væri að vakta þessi virku jarðskjálfta- og eld- virknisvæði. I desember síðast- liðnum var lokið uppbyggingu 6 stöðva nets á Norðurlandi til að fylgjast með skjálftavirkni á brotabeltinuútifyrirNorðurlandi. Þessi tvö -net eru samtengd og nreð þeim er hægt að fylgjast með smáskjálftavirkninni á þess- um tveimur megin brotabeltum. Næmnin er þó enn rnest á Suður- landsskjálftasvæðinu, þar sem þéttleiki stöðva er mestur. Þar eru nú skráðir flest allir skjálftar niður í stærðina 0 á Richters- kvarða og jafnvel í sumurn til- vikum skjálftar niður í stærð -1. FyrirNorðurlandi nærskráningin niður í stærð 0,5-1,0. Til saman- burðar má nefna að með gamla landsnetinu, þar sem skráning fer fram ápappír, greinast vart skjálft- ar undir 1,7-2,0 og í stað þess að mæla u.þ.b. 10 skjálfta á ári á Suðurlandsundirlendi mælast nú u.þ.b. 1000. Þetta þýðir að upp- lýsingastreymi um spennuástand skorpunnar margfaldast og þar með þekking á eðli skoipunnar og skorpuhreyfinga. Þetta er grundvöllur þess að í framtíðinni verði hægt að segja fyrir um stærri skjálfta. En það segir sig líka sjálft að úr þessu gagnamagni er ekki hægt að vinna nema með aðstoð sjálfvirkni og undirstaða sjálfvirkni er auðvilað stafræn skráning á tölvur. Sjálfvirkt j arðskj álftamælanet eins og hér um ræði, sem stað- setur skjálfta nær samstundis, gerirkröfurtil aukinnarvöktunar. Eðlilegast er að láta tölvurnar sjá um þessa vöktun og því hafa verið skrifuð forrit sem fylgjast með skjálftavirkninni og láta vita ef virknin eykst, þ.e. ef skjálftum fjölgar til muna eða varl verður stærri skjálftaen vanalega. Land- inu er skipt upp í vöktunarsvæði (mynd 3) og er hægt að hafa mismunandi viðmiðun á skjálfta- virkni á mismunandi svæðurn. Efviðvörunargildi fer yfir ákveð- inn þröskuld kalla vinnustöðv- arnar í Reykjavík upp viðvör- unargildi og -svæði. Fon itin sjá einnig um að hringja þessar sömu upplýsingar í símaboða og skrifa viðeigandi upplýsingar út á prent- ara fyrir eftirlitsfólk. Heimildir: RagnarStefánsson, H. Bungunr, Reynir Böðvarsson, J. Hjelme, E. Huseby, H. Johansen, H. Korhonen og R. Slunga (1986). Seismisk datainsamlingssystem för södra Islands lagland. Veður- stofa Islands, 72 síður. Ragnar Stefánsson, Reynir Böðvarsson og J. Hjelme (1989). The SIL-project, the second general report. Veðurstofa Islands, 34 síður. Ragnar Stefánsson, Reynir Böðvarsson, Ragnar Slunga, Páll Einarsson, Steinunn Jakobsdóttir, Hilmar Bungum, Sören Greger- sen, Jens Havskov, Jörgen Hjelme og Heikki Korhonen (1993). Earthquake prediction research in the South Iceland seismic zone and the SIL project. Bull. Seism. Doc. Am. 83, 696-716. Reynir Böðvarsson (1987). Design of the data acquisition system for the South Iceland Lowland (SIL) project. Veður- stofa Islands, 18 síður. Steinunn JakobsdóttirogReynir Böðvarsson (1991). Can Icelandic scientists predict earth- quakes? News form Iceland, júní 1991, 6B. Steinunn Jcikobsdóttir er Jarðeðlisfrœðingur við jarðeðli sfr æ ð i d e i I d Veðurstofu Islands. Fyrst og fremst 15 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.