Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLADIÐ&VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir SvarthÖfði Svo mælir Svarthöfði UNGVERJALANDSUMRÆÐUR UM PÓLLAND Nafnagjafir á íslandi: Jón og Gunna hafa hrapað úr fyrsta sætí Væri einhver spurður hvaða manna- nöfn hann teidi algengust á íslandi í dag, myndi sá sami vafalaust svara: Jón og Guðrún. Svoer þóekki. Nöfnin Þór og Kristín skutust upp fyrir hin tvö árið 1976 og eru ofarlega á lista enn, ef ekki efst. Þessar upplýsingar koma fram i skýrslu um nafntgjafir, sem Hagstofa íslands hefur unnið. Þar er gerð úttekt á tiðni mannanafna árin 1960 til 1979, ásamt eldri upplýsingum til saman- burðar. í skýrslunni kemur fram, að nöfnin Jón og Guðrún hafa verið algengust hér á landi allt frá 1703. Þá hétu 23.5% karlmanna Jón og 19.7% kvenmanna báru nafnið Guðrún. Tíðni þessara nafnafórsvo smáminnkandi Árið 1976 var nalnið Þór orðið algengast. í næsta sæti var nafnið Örn og loks Jón í þriðja sæti. Af kvenmannsnöfnum var Kristín algengast, síðan Guðrún og loks Björk. 7.1% karlmanna hétu Þór og 4.9% kvenmanna Kristín. Þá má í skýrslunni sjá sjaldgæf nöfn svo sem Dofri, Úa, Ögn, Hnikarr, Eiríkssína, Hörn, Hvönn, Jórlaug, Maidís, Ríkey og Draupnir. Mjög hefur færzt 1 vöxt á sama tíma- bili að börnum séu gefin fleiri nöfn en eitt. Árið 1703 þekktist ekki að menn bæru tvö nöfn. 1910 báru 24% þjóðar- innar tvö nöfn eða fleiri og 64% árið 1976. -JSS Menn hafa þurft að lýsa ýmsu yfir vegna ástandsins í Póllandi, sem eðli- legt er. Og I framhaldi af því var boð- að til umræðu í sjónvarpssal, sem endaði með miklum yfirlýsingum um ástandið í Ungverjalandi, sem menn virtust sammála um að væri nokkuð gott, og má það vera huggun harmi gegn. Janos Kadar, sem neglurnar höfðu verið slitnar af í fangelsi hjá kommúnistum, stjórnar þar rikjum með nokkurri mildi, eða öllu heldur fær leyfi til þess liklega i sárabætur fyrir þær pyndingar sem hann varð að þola þegar hann sá ljósið og hóf að þoka Ungverjum nokkuð á leið af vegi sósíaiismans. Þá var minnst á Chile í þættinum, sem var von, en hagsmunagæslumanni kommúnista í þættinum láðist alveg að minnast á El Salvador, m.a. vegna þess hve við- mælendur hans tóku vel í það að hæla ástandinu í Ungverjalandi. Áhorfendur fræddust mikið um hin fínni blæbrigði efnahagsiífsins í Ungó, og hvernig Kadar fengi að eiga nokkur viðskipti við Vesturlönd, sem virðist samkvæmt ástandinu í Ungó vera helsta forsenda þess að fólk þar hafi meira að éta en í öðrum löndum kommúnista. Var þetta huggunarríka tal léttir fyrir áhyggjufulla íslend- inga, sem biðu við tækin og héldu að ræða ætti Pólland. Undir lok þáttar- ins vildi Jón Baldvin vikja talinu aft- ur að heirlögum og undirokun, en þá var stjórnanda þáttarins alveg nóg boðið, svo hann sleit viðræðum með nokkru handapati. Hefur í raun sjildan verið efnt til jafnt upphefj- andi þáttar i sjónvarpi fyrir Ungó en einmitt i þetta sinn, og hefur þó sjón- varpið gert sitt til að láta fjalla um kosti stjórnarfarsins austan tjalds. í raun hefur þjóðkirkjan varðað leiðina i þessum efnum, enda stendur hún nú fast við hlið Alþýðubanda- lagsins 1 mótmælum, sem eru svo grandvarlega orðuð, að alræmdir ræðuskörungar þurfa að lesa mál sitt af blöðum. Og Ijóst er að ætli athygl- in að beinast um of frá lýsi og þurr- mjólk eða efnahagsástandinu í Ungó, verður hægt að taka upp fleiri skrif- aðar ræður til að andmæla herlögum pólskrar ríkisstjórnar, sem hún setur auðvitað alveg án tillits til þarfa og sjónarmiða valdhafa móðurríkisins, sem hefur allt frá árinu 1917 andskot- ast út í kirkju og trúarbrögð. Það er kannski þess vegna, sem nú á að taka krikjuna föstum tökum, eins og skólakerfið í iandinu, enda er betra 'að vera búinn að gera hana hliðholla eða óvirka áður en til stykkisins kem- ur. Hevrst hefur að vinstri menn séu meira að segja farnir að sækja tíma í guðfræðideild. Það mundi gleðja Stalín og Lúter, væru báðir á lífi. Á sama tima og tómur ruglandi ræður hér ríkjum er samt veriðað reyna að mótmæla og fallast þar skrítilega i faðma Sjálfstæðisflokkur- inn og Alþýðubandalagið. Heimdall- ur og Æskulýðsfylkingin. Þjóðkirkj- unni er því ekki nema vorkunn, þótt hún telji sig eiga samleið með þeirri tegund mótmælenda sem grípa hvert hálmstrá feginshendi, aðeins verði þeir ekki gerðir samábyrgir fyrir stjórnmálastefnu, sem hefur leitt efnahagslegt og andlegt skipbrot yfir heilar þjóðir siðustu sextíu og fjögur árin. Einn stendur þó upp úr þessu moði og lætur ekki herblástur né atvinnu- grátkonur koma sér úr jafnvægi. Það er tryggðartröllið Jón Múli Árnason, sem stígur nú fram til að segja hvað býr i brjósti þeirra sem skipta ekki um skoðun á sunnudögum. Einingar- samtökin, sem nú er verið að senda lýsi og þurrmjólk, eru „fasískur rusl- aralýður” í hans munni og skyldi enginn draga i efa að hann á skoð- anabræður víða. Þetta er gott fyrir þá að athuga, sem fylkja liði með Ai- þýðubandalaginu i hlægilegri leit þess að undankomu frá ábyrgð á pólitik, sem leiðir hörmungar yfir fólk. Svarthöfði Unnið er af kappi við svið og hljómsveitargryfju hinnar nýju óperu í Gamla bíói. Fyrsta verkið verð- ur tekið til sýninga um úramót, þannig að betra er að halda vel á spöðunum. D V-mynd Bjarnleifur Dýrtaö fá Ijósrítaf skattskýrslunni Verður barizt um brota járnið? Við munum fyrst og fremst bræða jámið —segirSigtryggurHallgrímsson hjá Stálfélaginu en veröum einnigmeö færanlega pressuklippu „Við verðum með færanlega pressu hjá okkur og með því getum við hreins- að allt landið,” sagði Sigtryggur Hall- grímsson hjá hinu nýstofnaða fyrirtæki Stálfélaginu í samtali við DV. „Rekst- urinn fer ekki í gang fyrr en eftir ára mótin og ennþá hefur ekki verið rætt hvenær þetta tæki kemur til landsins,” sagði Sigtryggur. Eins og fram hefur komið í blaðinu hefur Sindra-stái nú sett upp afkastamikla pressuklippu fyr- ir brotajárn. Sigtryggur var í framhaldi af því spurður hvaða áhrif það hefði fyrir Stálfélagið, sem einnig ætlar sér út í brotajárnsframleiðslu. „Það er kannski samkeppni um brotajárnið. Hins vegar höfum við fyrst og fremst rætt um að bræða járn- ið sem enginn aðili hefur gert hér á Iandi. Hingað til hefur allt brotajárn verið flutt úr landinu og síðan keypt hingáð aftur. Þar erum við að nota er- lent vinnuaíl sem við þurfum ekki á að halda,” sagði Sigtryggur ennfremur. „Það væri nær að ýta undir stál- bræðsluna,” sagði hann. Þá var Sig- tryggur spurður um hugsanlega sam- vinnu við Sindra, þannig að Stálfélagið keypti brotajárnið af Sindra-stáli. ,,Ég get ekki séð að það borgi sig að flytja út brotajárnið þegar hægt er að bræða það hérlendis. Við munum geta boðið sama verð og erlendir aðilar,” sagði Sigtryggur Hallgrímsson. -ELA ,,Mér þykir það anzi dýrt að þurfa að borga 16 krónur fyrir að fá ljósrit af mínu eigin framtali hjá Skattstofunni. Þetta er ekkert annað en okur,” sagði maður sem hafði samband við okkur í gær eftir að hann hafði heimsótt Skatt- stofuna við Tryggvagötu. Er við fórum að kanna málið kom í Ijós að sami maður hefði ekki þurft að borga nema í mesta lagi 6 til 8 krónur ef Tveir salir í Stjörnubíói? Stjörnubio hefur sótt um leyfi til bygginganefndar Reykjavíkurborgar tii að byggja nýjan kvikmyndasal. Er hug- myndin sú að byggja hæð ofan á skó- búðina við hlið bíósins og innrétta þar kvikmyndasal. Bygginganefnd frestaði að taka ákvörðun i málinu. Nefndin var frekar neikvæð gagnvart umsókn þessari, taldi ýmislegu ábótavant. -KMU. hann hefði fengið ljósritið hjá einka- aðila. Það kom einnig i Ijós, að þetta er ekki dýrasta ljósritunin hjá því opin- bera. Fasteignamatið tekur 9 krónur fyrir að ljósrita eitt blað, sem ljósritun- arstofur taka 2 til 3 krónur fyrir. ,, Við förum eftir gjaldskrá sem fjár- málaráðuneytigefur út,”,agði Gestur Steinþórsson skaltstjóri, er við spurð- um hann unt þetta háa verð sem stofn- un hans setti upp fyrir að Ijósrita fram- tal. „Það er sama verð yfir alla línuna. Vi' erðum ekkert vör við mikla óánægiu með þetta. Sumum finnst blóðugi að borgasvonamikiðfyrir ljós- rit af sínu framtali, en við förum aðeins eftir þeim reglum og verðskrám sem fyrir okkur eru settar.” -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.