Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Varsiá
Ofurefli herliðs og lögreglu
bolaði verkfallsvörðum
úf úr verksmiðjum
Hvar er Walesa?
Engar fréttir hafa borizt af afdrifum Lechs
Wa/esa. Orðrómur segir hann í stofufangelsi,
en hvar?
Herstjórn Póllands virðist hafa
brotið á bak aftur að miklu leyti and-
spyrnu verkalýðshreyfingarinnar gegn
herlögunum. Herma fréttir að verkföll
séu strjálli.
Pólska sjónvarpið sagði að nær allar
verksmiðjur hefðu verið starfandi í
gaer. „Það hafa verið fáar tilraunir til
þess að spilla friðnum,” sagði i fréttum
þess. Getið var óróa í námum í Lubin
og í verksmiðju i Lodz.
Richter
bfl-
Dr. Charles Richter (81 árs), jarð
skjálftafræðingurinn sem hinn marj
nefndi Richterskvarði er kenndur við,
fannst í gili einu við Los Angeles í gær.
Hafði hann lent í bifreiðarslysi.
Komið var að dr. Richter þar sem
hann eigraði um og vissi lítið eða
ekkertaf sér.
Hjólbarði hafði sprungið á bifreið
doktorsins og hann lent út af veginum
og niður í gil. Komst hann ekki upp úr
þvi og mun hafa verið þar í efnar sex
klukkustundir áður lögregluþjónn kom
auga á hann.
Ricther var lagður inn á sjúkrahús og
er líðan hans sögð eftir atvikum.
SJÚN ER SifGU
RÍKARI
Hvernig væri að
kíkja í Manhattan
í kvöld.
Um þessa helgi
er síðasti sjens
að sletta úr
klaufunum
áður en jólarólegheitin
byrja.
i
Mætum í jólaskapinu.
Flæmdu verk-
fattsverði burt
Vestrænir diplómatar sögðu að her-
flokkar hefðu öll tögl og hagldir í
Varsjá, enda hefðu þeir flæmt verk-
fallsmenn frá öllum lykilstöðum and-
stöðunnar. Virðist það hafa gengið
fyrir sig blóðsúthellingalaust.
Fréttir sem bárust til Bonn frá Pól-
landi gáfu til kynna að stuðningsmenn
Einingar héldu enn uppi andófi í
öðrum borgum Póllands, þótt mótþrói
væri fallinn niður í Varsjá.
Herinn er nú sagður hafa nær alla
foringja Einingar í gæzlu. Hafa ráða-
menn hamrað á loforðum um að
haldið skuli áfram lýðræðislegum
endurbótum þótt herlög hafi verið sett
á. Þvi hefur einnig verið heitið að ekki
skuli snúið aftur til sömu stjórnar og
lífshátta eins og var fyrir ágúst 1980.
Það var í ágúst í fyrra sem baráttu
hinna óháðu verkalýðssamtaka,
Einingar, hófst fyrir lýðræðislegunt
umbótum.
Mótstaðan gegn
hervaldinu er meiri
í Póllandi en
stjórnin vill vera
láta, en þó hefur
ofurefli hers og lög-
regluliðs tekizt að
bola verkfalls-
vörðum úr verk-
smiðjum í Varsjá.
Mótmæ/agöngur
bannaðar í dag
í gærkvöldi vöruðu stjórnvöld stúd-
enta og unga verkamenn við því að fara
í mótmælagöngur í dag. Var bent á að
við því lægi fangelsis- og jafnvel
dauðarefsing. Áður en herlögin voru
leidd í gildi hafði Eining boðað til úti-
funda og göngu til þess að minnast þess
að 11 ár eru liðin frá óeirðunum í
Gdansk sem urðu vegna verðhækkana.
Þær leiddu til falls stjórnar Gomulka.
Fréttaritari Reuters í Varsjá segir í
síðustu fréttaskeytum sínum að um sex
þúsund manns hefðu verið handtekin
þegar komið var fram á þriðjudags-
kvöld. Fjölgaði stöðugt þeim hand-
teknu.
Staðfestir hann fréttir þess opinbera
um að verkföllin hafi víðast í Varsjá
verið brotin á bak aftur. Verkamenn
hefðu ekki getað staðizt fjölmenni hers
og lögreglu. Víða hefði verkfallsvörð-
um verið bolað burt úr verksmiðjum i
áhlaupum og hefði í mörgum tilvikum
komið til barsmíða.
He/ztu foringjar í
haidi
Pólska sjónvarpið birti í gærkvöldi
lista yfir helztu „öfgamenn” sem hand-
teknir hefðu verið. Þar voru meðal
margra nöfn þeirra þriggja manna
sem voru i framboði gegn Walesa í
formannskjöri Einingar, leiðtogar
KOR-andófshreyfingarinnar sálugu og
nokkrir kaþólskir menntamenn.
Ein frétt Varsjárútvarpsins gaf til
kynna að sundrung væri komin upp
innan verkalýðshreyfingarinnar. Einn
af foringjum Einingar i Slupsk (milli
hafnarborganna Gdansk og Stettin)
hafði skorað í útvarpinu á félaga í
Eininguað hætta alveg við verkfallsað-
gerðir.
Öryggisráðið
ræðir Gólan-
hæðir og ísrael
Fullvíst þykir að Öryggisráðið sam- vikum liðnum um viðbrögð ísraels.
þykki — og þá sennilega í dag — álykt-
un, þar sem skorað verði á ísrael að
fella úr gildi nýju lögin sem gerðu
Gólanhæðir að annexiu í ísrael.
Drög að ályktuninni gera ráð fyrir að
Öryggisráðið lýsi þessa lagasetningu
ísraelska þingsins ógilda og að engu
hafandi. — Gólanhæðir hafa verið á
valdi ísraels síðan þær voru hernumdar
í sex daga-stríðinu 1967.
Ennfremur felur ályktunartillagan i
sér að framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna skili ráðinu skýrslu að tveim
Ekki síðar en 5. jan. er ætlazt til þess
að ráðið komi saman aftur til þess að
fjalla um refsiaðgerðir gegn ísrael, ef
áskoruninni verður ekki hlýtt.
Um afstöðu Bandaríkjastjórnar til
þessarar ályktunar er ekki vitað, en
Bandaríkin hafa löngum beitt neitunar-
valdi sínu í Öryggisráðinu ísrael til
hlífðar. — Þó báru ísraelsmenn
Washingtonstjórnina ráðum, þegar
þeir gerðu Gólanhæðir að héraði i
ísrael.
HRIKALEGUR SÍMARÐKNINGUR
Zaire hét því formlega i gær að
greiða 26 milljón dollara simareikning
sem landið hefur skuldað Belgiu í
tuttugu og tvö ár. Zaire var nýlenda
Belga fram til 1960.
Reikningur þessi er fyrir not á fjar-
skiptum Belga og átti að greiðast 1959
en það hefur farizt fyrir éinhverra hluta
vegna, þrátt fyrir marggefin loforð.
Sendiherra Zaire í Belgíu undirritaði
í gær samkomulag um að hefja
greiðslur á reikningnum frá og með
september á næsta ári.
Hinn ógreiddi reikningur varð til
þess að Belgía lokaði símalinum frá
Zaire í gegnum Brussel fyrr í þessum
mánuði. Urðu af því sárindi milli ríkj-
anna.
Verkföllin brof-
inábakaffurf