Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981. Mannlíf Mannlíf Mannlíf Mannlíf Jane Fonda: Ætíar að hella sór út / stjómmálin. Jane Fonda tekursér frí frá kvikmyndaleik Jane Fonda hefur ákveðið að taka sér frí frá kvikmyndaleik i heilt ár og helga sig í staðinn baráttunni fyrir stjórnmálaframa eiginmannsins, Toms Haydens. Annars hefur Jane haft meira en nóg að gera og lék á þessu ári í tveimur kvikmyndum. Var önnur nýlega frum- sýnd í Bandaríkjunum og hlaut hún af- ar góða dóma. Það er myndin ,,On Golden Pond”, þar sem Jane leikur á móti föður sínum, Henry Fonda, í fyrsta sinn. Er álitið að það verði einnig síðasta mynd gamla mannsins, sem orðinn er mjög heilsuveill. Hirt myndin heitir „Rollover” og þar leikur Jane á móti Kris Kristofferson. Þetta er spennandi krimmi sem fjallar um bankarán. Lygasögur um kynlíf okkar Johns hafa særtmigmjög — segir Yoko Ono, ekkja Johns Lennons Sá ófreski maður, John Green, hefur heldur betur gert sér mát úr því að koma við sögu þeirra hjóna Johns Lennons og Yoko Ono. Á þeim tíma sem John og Yoko voru á kafi í dul- rænum fræðum segir hann þau hafa sótt ráð til sín og nú hefur hann selt fjölmiðlum æsifregnir af kynlifi Johns. Segir hann John hafa verið haldinn , óseðjandi kynhvöt og hafi kona hans orðið að útvega honum vændiskonur til að sinna afbrigðilegheitum hans. Hafi Yoko reyndar bara verið fegin John og Yoko: Ósköp venju/egt kynlrf. þeirri lausn mála þar sem hún hafi sjálf ekki haft neinn áhuga ákynlífi! Yoko er að vonum afar óhress með frásagnir þessar, sem birtust um sama leyti og ár var liðið frá dauða Johns. — Ég hef orðið að taka margri lyg- inni og mörgum saurugum skrifunum um samlif okkar Johns, segir hún. — En 'ég held að þetta hafi sært mig hvað mest. Sannleikurinn er sá að kynlif okkar Johns var ósköp venjulegt. Hann var enskur en ég japönsk — og við vorum vön að hlæja að því að af þeim sökum værum við bæði fremur óframfærin og venjuleg í þeim málum. Green þekkti Lennon lítið sem ekkert — Við John höfðum á þessum tíma mikinn áhuga á dulrænum fræðum og stjörnuspeki. Það var ég sem sótti aðal- lega ráð til Johns Green, hann las úr tarot spilum fyrir mig. Hann þekkti manninn minn lítið sem ekkert og John hefði aldrei farið að ræða um kynlíf sitt við hann. John Lennon var eins og kunnugt er skotinn fyrir framan íbúðarhús þeirra hjóna í New York. Yoko hefur ekki i hyggju að skipta um íbúð heldur býr hún þar áfram með syni þeirra hjóna, Sean, sem sagður er lifandi eftirmynd föður síns. Hún lifir kyrrlátu lífi en þvertekur ekki fyrir að hún muni gift- ast aftur þótt nýtt hjónaband sé ákaf- lega fjarri huga hennar nú. Yoko hefur þungar áhyggjur af því að rithöfundurinn Albert Goldman hefur tilkynnt að hann vinni nú að bók um John Lennon. Albert þessi skrifaði ævisögu Elvis heitins Presleys sem kom út fyrir nokkru og voru þar'einmitt ófagrar lýsingar á afbrigðilegu kynlífi söngvarans. JÓla gera hdtíðina eftir mmmlega Lítið við í næstu blómabúð qpBlóma framleióendur Margir hafa tekið upp þann sið, að láta heimilið blómstra á jólunum með litmildum lifandi blómum Lifandi blóm eru þægileg í viðmóti og laða fram birtu og vellíðan Lifandi blóm setja einnig hátíðarsvip á heimilið, og nálægð þeirra eykur á gleðistundir jólahátíðarinnar Bjóðið gleðileg jól með blómum og njótið sjálf blóma um jólin V® GÓDA HEILSU Bandaríkjamenn lifa nú orðið lengur og við sífellt betri heilsu, en það kostar líka skilding. Að meðal- tali 1000 dollara á hvern íbúa, eftir þvi sem fram kemur í skýrslum þess opinbera. Þessi 337 síðna skýrsla, kölluð „Heilsa, Bandarikin 1981”, sýnir að tíðni nær allra helstu og algengustu dánarorsaka hefur minnkað. Sérlega hjartasjúkdóma. Bráðabirgðaskýrslur frá árinu 1979 sýna að Bandaríkjamaður nær að meðaltali 73,8 ára aldri, þó ekki blökkumenn. Þeir ná að meðaltali 68-69 áraaldri. Barnadauði meðai blökkufólks er tvöfalt meiri en hjá hvítum. Enn- fremur eru 7 sinnum fleiri blökku- menn myrtiren hvítir. Rómanfísk morðtilraun Afbrýðisemi leiðir oft til morðtil- rauna og er venjulegasta vopnið í slíkum tilfellum byssa. Svíi nokkur greip þó nýlega til mun óvenjulegra og rómantískara vopns: boga og örva. Það var þó ekki bara rómantíkin sem olli því að hann vaidi þetta vopn heldur er hann fyrrverandi meistari í meðferð þess. Enda tókst honum að sýna áð hann er snillingur I að beita, þvi. Aðdragandi málsins var sá að það slitnaði upp úr trúlofun hans og konu sem hann hafði búið með í mörg ár. Konan flutti í burtu en hann sat eftir í sameiginlegu húsi þeirra í Söder- mannland. Er konan kom til að sækja muni þá er hún hafði skilið eftir á gamla heimilinu sínu sagði hún fyrrverandi unnusta sínum að tveir kunningjar hennar kæmu á eftir i bíl til að flytja húsgögnin. Viö þau tíðindi varð unn- ustinn óðurafbræði. Er mennirnir komu stóð hann við glugga á húsiou með bogann spennt- an. Skaut hann örinni án frekari við- vörunar að manni þeim er hann áleit keppinaut sinn. Lenti 70 cm löng örin af miklum krafti í læri mannsins. Konan flúði í ofboði. Unnustinn fyrrverandi skaut ör að bíl hennar og lenti hún áafturbrettinu. Særði maðurinn skreiddist inn I bíl sinn, hann varð að brjóta örina I læri sínu til að geta setzt. Bogamaðurinn notaði tækifærið til að skjóta að honuni nýrri ör. í þetta skipti lenti örin í öxl mannsins. Félagi hans ók honum til sjúkrahúss, þar sem gert varaðsárum hans. Lögreglumenn komu í skotheldum vestum og vopnaðir byssum en það var enginn leikur að afvopna bog- manninn. Hann gafst ekki upp fyrr en eftir fjögurra tíma umsátur, en þá var hann svældur út úr húsinu með táragasi. ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.