Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 24
24 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981. íþróttir íþrótt íþróttir íþróttir íþróffamaður mánaðarins hjá Adidas og DV: Jón Páll maður mánaðarins í annað sinn í ár Hlaut 6 atkvæðum meir en Ingi Þór Jónsson í kjörinu um „íþróttamann növembermánaðar” Kraftlyftingamaðurinn úr KR, Jón Páll Sigmarsson, var kjörinn „íþrótta- maður nóvembermánaðar” i atkvæða- greiðslu DV og Adidas. Þeir Jón Páll og sundkappinn frá Akranesi, Ingi Þór Jónsson, börðust um sæmdarheitið að þessu sinni og hafði Jón Páll betur — hlaut 42 stig en Ingi Þór 36 stig. Dregizt hefur að ganga frá atkvæða- greiðslunni að þessu sinni, m.a. vegna sameiningar Dagblaðsins og Visis. Strax var þá ákveðið að þessi vinsæla atkvæðagreiðsla héldi áfram í nýja blaðinu og yrði með óbreyttu sniði. Hinir tíu sérfræðingar sem sjá um að útnefna þá fimm beztu í lok hvers mánaðar hafa nú allir skilað listunum sínum. Þar kom í ljós að þeir voru nokkuð samhuga þvi mikið til sömu nöfnin eru á öllum listunum. Fá aðeins 8 manns atkvæði og hafa nöfnin aldrei verið svo fá siðan byrjað var á þessu fyrir liðlega einu og hálfu ári. Jón Páll er ofarlega í hugum manna fyrir frábæran árangur sinn á heims- meistaramótinu í kraftlyftingum á índlandi, þar sem hann hlaut brons- verðlaunin. Honum voru síðan dæmd silfurverðlaunin þegar í ljós kom að sá sem þau hreppti hafi neytt örvandi lyfja á mótinu Þetta er i annað sinn sem Jón Páll er kosinn „íþróttamaður mánaðarins”. Hann hlaut líka útnefningu í apríl sl. Ingi Þór Jónsson hafði líka verið kjörinn „íþróttamaður mánaðarins” áður. Hann setti nú í nóvember 5 íslandsmet á bikarsundmótinu í Vest- mannaeyjum — og hlaut aðeins 6 at- kvæðum minna en Jón Páll í þetta sinn. Akureyringurinn Gylfi Gíslason varð í þriðja sæti en hann varð Norður- landameistari á NM unglinga í lyftingum fyrsta dag nóvember- mánaðar. í fjórða sæti kom Sigurður Matthíasson sem setti nýtt íslandsmet í hástökki án atrennu og náði þar fjóða bezta árangri í heiminum í þeirri íþrótt. Þar á eftir komu Skúli Óskarsson, lyftingamaður, júdóparið úr Ármanni, Bjarni Friðriksson og Margrét Þráins- dóttir, sem var eina daman sem fékk at- kvæði í þetta sinn. í 7.-8. sæti komu Guömundur Baldursson markvörður úr Fram, varð íþróttamaður mánaðarins í september. Hér sést hann taka við verðlaunum sínum frá ADIDAS. Það var Stefán Örn Sigurðsson (t.v.) sem færði honum þau. DV-mynd: Friðþjófur KRISTJAN MEÐ BÆÐIDRENGJA- OG UNGLINGAMET — í langsfökki á fyrsta innanhússmótinu Hinn bráöefnilegi langstökkvari, Krístján Harðarson, setti bæði nýtt drengja- og unglingamet í langstökki á fyrsta innanhússmóti vetrarins í frjálsum íþróttum sem haldið var á dögunum. Kristján, em er 17 ára gamall, stökk þar 7,06 metra. Er það 16 senti- metrum lengra en drengjametið (17— 18 ára), sem Stefán Þ. Stefánsson ÍR átti og 12 sentimetrum lengra en unglingametið (19—20 ára) sem Jón Oddsson HVÍ átti. < Kristján hefur að undanförnu keppt fyrir Breiðablik en hann mun vera um það bil að skipta um félag og ganga yfir til Ármanns. Þá mun Rut Ólafsdóttir ætla að skipta yfir úr KR í FH fyrir áramótin. -klp- svo þeir Páll Ólafsson handknattleiks- maður og Einar Bollason sem skoraði 66 stig i einum leik með FH í körfuboltanum í nóvember. Atvkæðin féllu annars þannig: 1. Jón Páll Sigmarsson, kraftlyftingar 42 2. Ingi Þór Jónsson, sund 36 3. Gylfi Gislason, lyftingar 26 4. SigurAur Matthíasson, frjálsaríþr. 14 5. Skúli Óskarsson, kraftiyflingar 12 6. Bjarni Ág. Friðriksson júdó.............10 7. -8. EinarG. Bollason, körfuknattl. 1 7.-8. Páll Ólafsson, handknattleikur 1 Jón Páll mun fá verðlaunin sem sæmdarheitinu fylgir við fyrsta tækifæri, en það sér Adidasumboðið, Björgvin Schram hf., um eins og áður. Hér á eftir fylgja svo atkvæðaseðlar frá hinum 10 sem sjá um valið og lita þeir þannig út: Haraldur Bjamason prentari Akanesi: 1. Ingi Þór Jónsson 2. Jón Páll Sigmarsson 3. Gylfi Gíslason 4. Sigurður Matthiasson 5. Margrét Þráinsdóttir. Sigmundur O. Steinarsson íþróttafréttamaður DB & Visis: 1. Jón Páll Sigmarsson 2. Gylfi Gíslason 3. Sigurður Matthíasson 4. Ingi Þór Jónsson 5. Einar G. Bollason. Stefán Jóhannsson sundhallarvörður Reykjavik: 1. Gylfi Gislason 2. Jón Páll Sigmarsson 3. Skúli Óskarsson 4. Sigurður Matthíasson 5. Ingi Þór Jónsson Guðmundur Sveinsson kennari Hafnarfirði: 1. Ingi Þór Jónsson 2. Jón Páll Sigmarsson 3. Bjarni Friðriksson 4. Skúli Óskarsson 5. Gylfi Gíslason. Lárus Loftsson, matreiðslumaður Reykjavík: 1. Jón Páll Sigmarsson 2. Gyifi Gíslason 3. Ingi Þór Jónsson 4. Skúli Óskarsson 5. Margrét Þráinsdóttir Bárður Guðmundsson, verzlunarmaður Selfossi: 1. Jón Páll Sigmarsson 2. Ingi Þór Jónsson 3. Gylfi Gislason Jön Púll Sigmarsson, lytlingamaðurinn sterki. 4. Sigurður Matthíasson 5. Skúli Óskarsson Guðjón Arngrímsson, blaðamaður Reykjavik: 1. Ingi Þór Jónsson 2. Jón Páll Sigmarsson 3. Margrét Þráinsdóttir 4. Sigurður Matthíasson 5. Páll Ólafsson Elma Guðmundsdóttir, húsmóðir Neskaupstað: 1. Ingi Þór Jónsson 2. Bjarni Friðriksson 3. Sigurður Matthiasson 4. Jón Páll Sigmarsson 5. Margrét Þráinsdóttir. Kjartan L. Pálsson, iþróttafréttamaður I)B& Vísis: 1. Ingi Þór Jónsson 2. Jón Páll Sigmarsson 3. Bjarni Friðriksson 4. Gylfi Gislason 5. Skúli Óskarsson. Gylfi Krístjánsson blaðamaður Akureyrí: 1. Jón Páll Sigmarsson 2. Gylfi Gislason 3. Skúli Óskarsson 4. Margrét Þráinsdóttir 5. Ingi Þór Jónsson. -klp- Islenzk knattspyrna '81 í máli og myndum - Snjöll bók í samantekt Sigurðar Sverrissonar í útgáfu Bókhlöðunnar, sem einnig hefur sent frá sér bækur um Man.Ufd og Pele ,,Það hefur lengi verið draumur knaltspyrnuforustunnar að gefa út bók, nokkurs konar annál hvers árs um knattspyrnuna, leiki, úrslit og helztu viðburði. Slík útgáfa tíökast viðast hvar erlendis og er til fyrirmyndar. Nú hefur Bókhlaðan h/f ráöizt í þetta verkefni. Fyrir það á hún þakkir skild- ar og það er einlæg von að útgáfan heppnist, svo hún geti orðið árlegur viðburöur i framtiðinni,” segir Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusam- bands íslands, í formála bókarinnar ís- lenzk knattspyrna ’81, sem nýlega er komin út. Mjög myndarlega er staðið að útgáf- unni hjá Bókhlöðunni. Bókin er í stóru broti, prýdd fjölda mynda. Meðal annars éru litmyndir af íslandsmeistur- um Víkings og bikarmeisturum Vest- mannaeyja svo og íslandsmeisturum Breiðabiiks í kvennaflokki. Einnig af meisturunum í 2. og 3. deild og nokkr- um yngri flokkum. Sigurður Sverrisson blaðamaður hefur haft veg og vanda af útgáfunni, tekið saman efnið og annazt uppsetn- ingu bókarinnar. Farizt hvoru tveggja prýðilega úr hendi. Helztu atburðir í knattspyrnu okkar i sumar eru raktir í stuttu fréttaformi með fyrirsögnum. Er byrjað í apríl og síðan haldið áfram til loka keppnistímabilsins og endað á hinum fræga leik við Wales í HM. Þessi bók er nauðsynleg öllum knatt- spyrnuunnendum, prýðilegt verk og maður myndi gefa mikið fyrir ef slík handbók væri til um íslenzka knatt- spyrnu síðustu 30—40 árin, jafnvel lengra aftur. Vonandi verður þetta ár- legur viðburður og ef til vill mætti einnig faraaftur i tímann. Þá hefur Bókhlaðan einnig sent frá sér Sögu Manchester United, eins frægasta knattspyrnufélags heims í þýðingu Sigurðar Sverrissonar. Bobby Charlton, einn kunnasti leikmaður fé- lagsins fyrr og síðar, ritar formála. Derek Hodgson skrifar sögu United ít- arlega og bókin er prýdd fjölda mynda. .....:: Ísland~Tékköstóvakía 1:t Utmyndlr al álguivegurunum f islandsmdö og Blkariioppnl 1981 I ööum fiokkum. Vissulega áhugaverð bók fyrir hina fjölmörgu unnendur enskrar knatt- spyrnu hér á landi. Þá hefur Bókhlaðan einnig sent frá sér bók um knattspyrnu- snillinginn brasilíska, Pele, í þýðingu Ásgeirs Ingólfssonar. Pele — líf mitt og knattspyrna nefnist bókin og þar er rakin saga þessa mikla snillings, sem af mörgum er talinn bezti knattspyrnu- maðurheimsfyrrogsíðar. -hsim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.