Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 14
14
frjálst, áháð daghJað
Útgáfufélag: Frjáls fjölmlðlun hf.
Stjórnarformaflur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjótfsson.
Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schrem.
Aflstoflarritstjóri: Heukur Helgason.
Fróttastjóri: Sœmundur Guflvinsson.
. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson.
Ritstjóm: Sfflumúle 12—14. Auglýsinger: Sfflumúie 8. Afgreiðsle, áskrfftir, smáauglýsingar, skrífstofa:
Pverholti 11. Sfmi 27022.
Skni ritstjórnar 86611.
Setning, umbrot, myrtde- og plötugerfl: Hilmir hf., Siðumúle 12.
Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10.
Áskriftarverfl á mánufli 100 kr. Verfl (lausasöiu 7 kr. Helgarblað 10 kr.
Þörfádrepa
Fjárlagafrumvarpið er nú til lokaafgreiðslu á þingi.
Ekkert eitt mál markast meira af stjórnarstefnunni.
Þar eru settar fram efnahagslegar forsendur, skattar
ákveðnir og áherslur í útgjöldum mótaðar. Það kemur
því ekki á óvart, þótt stjórnarandstaðan beini spjótum
sínum að fjárlagagerð stjórnarsinna og haldi uppi
gagnrýni um einstaka þætti jafnt sem heildarstefnu
frumvarpsins.
1 svo yfírgripsmiklum og flóknum umræðum fer
flest fyrir ofan garð og neðan. Hinar andstæðu fylk-
ingar hafa röksemdir og útskýringar á reiðum höndum
og niðurstöður eða staðreyndir kafna í löngum ræðu-
höldum.
Þrennt er það sem upp úr stendur í gagnrýni stjórn-
arandstöðunnar. í fyrsta lagi er vakin athygli á því, að
reiknitala fjárlagafrumvarpsins sé 33% á sama tíma og
allar verðbólguspár gera ráð fyrir hækkunum á bilinu
50—60%. Ríkisstjórnin þarf að vinna kraftaverk til að
reiknitala frumvarpsins standist, og ekki annað að sjá
eins og sakir standa en að hún sé algjörlega út í bláinn.
Forsendur frumvarpsins eru því veikar, ef ekki hrein-
lega rangar.
í öðru lagi hefur þeirri fullyrðingu stjórnarand-
stöðunnar ekki verið mótmælt, að skattar eru sífellt að
þyngjast og það fer saman við þriðju staðhæfíngu
stjórnarandstöðunnar, að frumvarpið dragi dám af
vinstri stefnu Alþýðubandalagsins. Þessu hafa Alþýðu-
bandalagsmenn sjálfjr haldið fram. Eitt megineinkenni
þeirrar stefnu er aukin skattheimta í kjölfar óhófsemi í
útgjöldum, vaxandi samneysla á kostnað einkaneyslu.
í ljósi þessara staðreynda flutti formaður fjárveit-
jngarnefndar, Geir Gunnarsson, þingmaður Alþýðu-
bandalagsins, afar merkilega ádrepu við aðra umræðu.
Geir varpaði fram þeirri spurningu hvort ekki væri
,,tímabært að huga að því hvert stefndi í þjóðfélaginu
með rekstrarútgjöld ríkissjóðs og lesa á þann mæli sem
fjárlög eru í þeim efnum.”
„Við höfum á undanförnum árum,” sagði Geir, „í
mjög ríkum mæli notað verulegan hluta af afrakstri
þjóðarbúsins til þess að byggja upp þjónustustofnanir
og efla hvers kyns þjónustu og félagsleg réttindi. í þeim
efnum hefur markið verið sett hátt og fyrirmyndir
verið sóttar til þeirra þjóða, sem ríkastar eru og gera
mestar kröfur.”
Síðan sagði Geir: ,,Ef við leggjum fjármagnið fyrst
og fremst í þjónustustofnanir án þess að efla grund-
vallarframleiðsluna, þá verkar þessi sístækkandi yfír-
bygging fyrr eða síðar neikvætt, hversu nauðsynlega og
óhjákvæmilega sem menn telja hana. Hún stendur
ekki ein sér.”
Hér talar alþýðubandalagsmaður eins og sannur
íhaldsmaður. Og kannski er hann það. Enda þótt þessi
ádrepa komi úr óvæntri átt, þá á hún erindi, ekki
aðeins til þess þingmeirihluta, sem stendur að núver-
andi ríkisstjórn, heldur alls þingheims, hvar í flokki
sem er.
Flestir þingmenn eru undir þá sök seldir að þrýsta á
auknar fjárveitingar og þenja út ríkisbáknið, sem
auðvitað kallar á hærri skatta.
í ræðu sinni varaði Geir Gunnarsson við þeirri til-
hneigingu ýmissa þingmanna að ganga erinda hags-
munasamtaka. Hann telur það ekki heppilegt að þing-
menn gerist „framámenn í einstökum hagsmuna-
hópum” og vill að þeir séu algerlega óháðir og án
beinna tengsla við einstaka aðila og samtök.
Þessi orð taka þeir til sín, sem eiga. Þettavargóð
ræða og tímabær.
ebs.
DAGBLADID&VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981.
Framlög til mál-
efna fatlaöra
þá einkaneyslu um leið. Eg er þvert á
móti talsmaður meiri samfélags-
neyzlu, minni einkaneyzlu, því
þjóðarheild er það fyrir beztu og
ekkert jafnar raunveruleg lífskjör
þegnanna eins vcl. En áfram með
málefni fatlaðra og þroskaheftra.
Árið 1979 voru tveir sjóðir sem
fjármögnuðu þessar framkvæmdir
og hvað sögð j fjárlög þá?
Styrktarsjóður vangefinna
fékk......... 150 millj. kr.
Erfðafjársjóður
fékk......... 144 millj. kr.
Byggingarstyrkir aðrir námu
samtals....... 21 millj. kr.
Skólar fyrir þroskahefta
fengu......... 90 millj. kr.
Ef við framreiknum þetta til ársins
1981 með 55% verðbólgu bæði árin
og er þá ríflega reiknað, einkum í ár,
þá er samtala þessara liða í fjárlögum
eða ætti að óbreyttu að vera nú 975
Miklar umræður hafa átt sér stað í
útvarpi að undanförnu um framlög
til málefna fatlaðra. Öll umræða um
þessi brýnu mál er þörf, en þá er
nauðsynlegt að hafa allar staðreyndir
I huga. Allt of margt er enn ógert og
fjármagnsþörf er mikil, þó eflaust
megi betra skipulag ríkja.
Mikið er um skerðingu fjármagns
talað og gætu menn haldið, sem ekki
þekkja til mála, að fjármagn síðustu
ára og þó einkum þessa árs sé eitt-
hvað skert miðað við það sem áður
var.
Þó vissulega mætti fjármagnið
vera meira þá kalla mörg fleiri verk-
efni að í okkar þjóðfélagi og eru þar
svið menntamála, félagsmála og heil-
brigðis- og tryggingamála fjárfrek-
ust, enda við í sókn á öllum þessum
sviðum sem betur fer. Ekki er ég tals-
maður þess að úr sé dregið, síður en
svo, en verkefnin kalla á fjármagn og
það vill oft standa í fólki, jafnvel
Helgi Seljan
þeim kröfuhörðustu að það þurfi þar
að leggja til aukinn skerf og skerða
SAMNINGAR
EDA VERKFALL
Enn einu sinni hafa kjarasamning-
ar verið á döfinni í þjóðfélaginu og
undanfarnar vikur hafa tekizt
samningar við vel flest launþega-
samtök landsins án þess að til alvar-
legra átaka hafi komið á
vinnumarkaðinum.
Að svo komnu máli skal ekki farið
nánar út í það hvað veldur hógværð
og raunsæi margra forystumanna,
launþega nú, en vissulega væri það
verðugt rannsóknarefni.
Hvað opinbera starfsmenn varðar
er endanleg niðurstaða I þeirra
samningamálum ekki enn fengin því
félagsmenn innan BSRB hafa síðasta
orðið. Þeir munu gera upp hug sinn í
allsherjaratkvæðagreiðslu nú næstu
g „Valið er: samningar eða verkfall,” segir Þórhall-
ur Halldórsson um þá kosti sem opinberir starfs-
menn eiga og telur skammtímasamninginn óviðunandi.
daga, ríkisstarfsmenn til samningsins
við fjármálaráðherra frá 11.
desember og bæjarstarfsmenn munu
taka afstöðu til samninga við sín
sveitarfélög sem væntanlega verða
einnig gerðir einhverja næstu daga.
Atkvæðagreiðslan hjá opinberum
starfsmönnum er þýðingarmikil
vegna þess, að valið er milli
skammtímasamnings annars vegar og
sáttanefndar hins vegar sem í reynd
gætiþýtt verkfall.
Athugum stöðuna örlítið nánar.
Skammtimasamningurinn sem
VSÍ telur ígildi sprengiefnis er svo
sem enginn samningur til að hrópa
húrra yfir en er þó fullkomlega
viðunandi að minu mati, miðað við
Vér mótmælum
allir - enafhverju
Á síðdegi síðastliðinn sunnudag
flykktist hópur fólks að húsi nokkru
vestur á Melum í Reykjavík og hélt
útifund undir húsvegg. Þeir voru að
mótmæla, og héldu sumir ágætar
ræður. Þar mátti kenna menn, sem
heigað hafa líf sitt baráttu fyrir krist-
inni trú og mannúðarstefnu hennar,
og hafa hreinu merki uppi að halda. •
Þar mátti líka kenna göngulúna
atvinnumótmælendur, sem aldrei
láta sig vanta, þegar þeirra er þörf.
Þar mátti ennfremur kenna dillibossa
mesta her- og einræðisríkis mann-
kynssögunnar, sem bergmála kröfur
höfðingja þess til annarra, hvenær,
sem á þarf að halda. Svo var þarna
fólk, sem heitt var í hamsi af
hugsjónaástæðum, og hélt að það
væri að styðja góðan málstað.
Hverju var svo
mótmælt?
En hverju var svo mótmælt? Jú,
því var mótmælt, að pólska ríkis-
stjórnin hafði gripið til þess örþrifa-
ráðs að beita hervaldi til þess að tak-
marka enn þau takmörkuðu mann-
réttindi, sem nýrri og öflugri verka-
lýðshreyfingu hafði á skömmum
tíma tekist að knýja fram til handa
pólsku þjóðinni. En var ástæða til
þess að mótmæla þessu á þeim stað
og stundu, sem það var gert? Nei,
og aftur nei. Mótmælin við pólska
sendiráðið voru því miður hreint út
sagt pólitískur, innlendur loddara-
leikur, enda þótt það skuli endur-
Kjallarinn
Magnús Bjamfreðsson
tekið að sumir þeirra, sem þar voru
staddir, hafi haldið uppi hreinu
merki, og því haft fulla ástæðu til
þess að vera þar.
Nú' má enginn skilja orð mín
þannig að ég gleðjist yfir því að
mannréttindi séu ekki í heiðri höfð i
Póllandi. Hins vegar er ég það raun-
sær maður og man það langt aftur í
samtímasögu okkar að ég kættist
fremur en hitt, þegar ég heyrði um
viðbrögð pólskra stjórnvalda á
sunnudag. Mér hefur allan timann
verið Ijóst að pólska dæmið gæti ekki
gengið upp. Það hefur allan tímann
mátt vera öllum mönnum ljöstað
Sovétríkin myndu ekki líða frelsi
pólsku þjóðarinnar.
Engum hefir verið þetta Ijósar
en pólskum stjórnvöldum, sem hafa
verið í þeirri slæmu aðstöðu að geta
hvorki viðurkennt staðreyndir fyrir
sinni eigin þjóð né umheiminum. í
lengstu lög hafa þau sjálfsagt vonað
að hin nýja verkalýðshreyfing myndi
sjálf gæta þess að ganga ekki svo
langt að aðgerða yrði þörf. En þegar
það gerðist áttu þau einskis annars
úrkosti en gera það sem þau gerðu.
Og það sem þau gerðu var ekkert
annað en örvæntingarfull tilraun til
þess að koma í veg fyrir blóðbað í
landinu, koma í veg fyrir að hinar
sósiölsku hetjur Sovétríkjanna
„Tilefnið til mótmælanna var þvi rangt. Nær heföi
verið að sýna pólskum stjórnvöldum samúð á
sunnudaginn var,” segir Magnús Bjarnfreðsson í þess-
ari grein. Hann telur pólsk stjórnvöld ekki hafa átt
annars úrkosti en gera það, sem þau gerðu...