Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 18
18 r v. • Leiðisgreinar • Krossar • Kransar • Stormkerti (Jrvals • Rauðgreni • Eðalgreni • Kanadískur balsamþynur sem heldur barrinu Miklatorgi — Opið kl. 9—^21 — Sími 22822 s Tryggjum öryggi barnanna í bílnum, með Klippan barnabílstólum Sænski Klippan barnastóllinn hef- ur staðist próf umferðaryfirvalda og slysavarnarmanna með á- gætiseinkunn. En við hönnun stólsins var ekki einungis hugsað um öryggi og þægindi, heldur einn- ig um útlit og notagildi. Klippan er fáaniegur í allar tegundir bifreiða. Klippan er festur eða losaður á örskammri stundu. Með Klippan má fá leikboð fyrir börnin. Klippan kostar aðeins 888,75.- með festingum. Komdu og kynntu þér Klippan og annan öryggisbúnað í barnahorninu hjáokkur. Fæst einnig á bensínstöðvum Olís. VELTIR HF Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 DAGBLAÐ1Ð&VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981 „Við erum beittar kúgun og ofbeldi” — Linda Lovelace skrifar bók um reynslu sína af klámiðnaðinum Linda Lovelace hefur skrifað bók um reynslu sina af klámiðnaðinum og kallar hún bókina Martröð. — Eini munurinn á mér og öllum ' þeim þúsundum kvenna sem klámiðn- aðurinn hefur kúgað og notað er sá að ég er enn á lífi og mér hefur tekizt að snúa aftur til eðlilegs lífs, segir hún. — Hinar eru annaðhvort látnar, lokaðar inni á geðveikrahælum eða eyðilagðar af eiturlyfjaneyzlu. Linda Lovelace varð m.a. heimsfræg fyrir leik sinn í klámmyndinni Deep Throat og nýtur sú kvikmynd enn mikilla vinsælda viða um heim. Linda á því engan möguleika á að sleppa undan fortíð sinni. Bókin sem hún hefur nú skrifað lýsir þeirri kúgun, ofbeldi og niðurlægingu sem þær konur verða fyrir er láta nota sig í klámiðnaðinum. — Ég álit að þessi bók segi heimin- um sannleikann um þá misþyrmingu og það ofbeldi sem við erum beittar án þess að nokkur kippi sér upp við það, segir Linda. — Þegar lögreglan kemst 'loks í svona mál er það of seint. Viðkomandi kona er þá orðin eitur- lyfjasjúklingur, vændiskona eða geð- sjúklingur. Og engum finnst taka þvi að garfa neitt meira í málunum úr þvi svona er komið. Linda er nú gift kona og eiga þau hjón tvö börn. Hún segir að hún og eiginmaðurinn hafi kviðið dálítið fyrir útkomu bókarinnar þar sem hún er mjög opinská. — En það var alveg óþarfi. Allir hafa tekið bókinni af miklum skilningi og harma aðeins að svona hlutir geti gerzt. Meira að segja hafa margirkarl- menn hringt í mig til að tjá mér að þeir geti aldrei framar hugsað sér að sjá klámmynd. Margrét Danadrottning hélt nýlega upp á það að nú eru 10 ár liðin frá þvl að hún tók við hásætinu. Engin cpinber hátiðahöldfóru þó fram I tilefni atburðar þessa en um sömu mundir kom út bók um drottninguna, skrifuð af blaðamanninum Viktori Thomas. Einnig var tekin ný fjölskyldumynd I tilefni dagsins og send út til fjölmiðla. Og hér kemur hún sem sagt: Margrét og Hinrik með sonum sínum tveim, Friðrik og Jóakim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.