Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Grænland: Bindindishreyfingin á erfitt uppdráttar. Grænland: DÝRT AÐ VERA BINDINDISMAÐUR Það er orðið svo dýrt, að vera félagi í bindindishreyfingu Grænlendinga, Bláa krossinum, að fjöldi félaga hefur núsagt sig úr henni. Forsaga málsins er sú að Blái krossinn hefur bannað meðlimum sínum að sækja skömmtunarkort sín sem veita þeim rétt til að kaupa vissan skammt af áfengi mánaðarlega. Auðvitað hafa bindindismennirnir ekki drukkið þennan skammt sinn, en hins vegar hafa þeir selt þorstlátari sam. borgurum sínum skömmtunarkortin. Hefur mánaðarkortið selst á 1200 dkr. En nú hefur Blái krossinn tekið fyrir þessa verzlun og meðlimirnir eiga bara um tvennt að velja: Að missa af 1200 kr. skattlausum tekjum á mánuði eða segja sig úr hreyfingunni. Annars hefur áfengisskömmtunin á Grænlandi valdið því að áfengissalan hefur minnkað um 40%. Sala á hrá- efnum til heimabruggs hefur hins veg- ar aukizt til muna — sykursalan um 46% og ger um 242%. Jackie: A enn i útistöðum við Ijósmyndara. SAMI UÓSMYNDARINN 0F- SÆKIR JACKIE ÁR 0G SÍÐ Jacqueline Kennedy Onassis kom fyrir rétt í New York i gær vegna máls ljósmyndaraT sem hún sagði að hefði hrætt hana með tilburðum til þess að taka af henni nærmyndir. Sakaði hún Ron Galella um að hafa margbrotið dómsúrskurð frá því 1975 þar sem honum hafði verið gert að halda sig í minnst 8 metra fjarlægð frá Jackie. Sagði hún að hann hefði oftsinnis plagað hana með skripalátum á al- mannafæri svo að safnazt hefði að henni múgur. Hefði hann veitt henni eftirför í nokkrum tilvikum, ýmist fót- gangandi eða í bifreið og ýmist einn eða með fleiri í fylgd með sér. HRIKALEG SKULDABYRDI PÓLLANDS Bandarískir bankar hafa tekið kuldalega beiðni Póllands um 350 milljón dollara lán til þess að mæta afborgunum af hrikalegum erlendum skuldum. Þessar afborganir féllu í gjalddaga á þessu ári. Sex bandarískir bankar eru meðal þeirra 23 banka á Vesturlöndum, sem borizt hefur svipuð beiðni frá seðlabanka Póllands. Barst beiðnin á telex-skeyti. Það er vitað um 1 banka að minnsta kosti sem mun neita Pólverjum um lánið, og raunar er búizt við þvi að flestir hinna dauf- heyrist einnig við. Bandarískir bankar hafa verið tregari en aðrir Vesturlandabankar til þess að veita Pólverjum gjaldfresti áafborgunum. Um 460 alþjóðlegir bankar, sem lánað hafa Póllandi alls um 16 milljarða dollara, hafa krafizt þess að vaxtagreiðslum verði gerð skil áður en gengið verði að þvi að semja um greiðslufrest áafborgunum. Meðal bankamanna ríkja efasemdir um að Pólland geti staðið undir erlendum skuldum sínum. Jafnvel þótt leyst verði úr skulda- skilum ársins 1981 bíða Pólverja 1,3 milljarða dollara vaxtagreiðslur af lánunum á næsta ári. Ljóst er að áframhaldandi við ræður við lánardrottnana bíða Pólverja því að þeir þurfa að endur- semja um lánin. Raunar hafa þeir allt þetta ár átt í slíkum viðræðum og hafði verið ætlunin að ganga frá nýju samkomulagi undir áramót. 9 drepnir í Póllandi, 45 þúsund handf eknir? Edmond Maire, einn af leiðtogum franskrar verkalýðshreyfingar, segist hafa það eftir Pierre Mauroy forsætis- ráðherra að 9 manns hafi verið drepnir 1 Póllandi og 45 þúsund handteknix síðan herlög tóku gildi þar um síðustu helgi. Hafði forsætisráðherrann sagt honum að þessar upplýsingar hefði hann frá diplómötum í Varsjá. — En í forsætisráðuneytinu var blaðamönnum í París í gær neitað um staðfestingu þessara ummæla. Né heldur fékkst staðfest að upplýsingarnar væru komnar fráfrönskum diplómötum. Landsins mesta úrval af útvarpsklukkum. Mikið úrval af útvarpsklukkum með og án segulbands. Mjög gott verð. Attt tíl hljómflutnings fyrir: HEIMILIO - BÍUNN OG DISKÓTEKIÐ \ ..................... D 1X0010 ÁRMÚIA 38 (Selmúla megirtl 105 REVKJAVIK SIMAR: 31133 83177 POSTHÖLF1366

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.