Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981. Spurningin Ertu búin(n) að ákveða jólasteikina? Ásgrímur Jónsson: Ég hef bara ekki hugmynd um það hvað ég mun borða á jólunum. Dögg Pálsdóllir: Ég er nú eiginlega ekki búin að ákveða það alveg. Sennilega hef ég þó hamborgarhrygg. Pálina Jónsdóttir: Nei, það hef ég ekki ákveðið. Mig grunar nú samt að það verði kjúklingar, eins og undanfarin ár. Jóel Jóelsson: Já, ég er nú hræddur um það. Það verður kalkúnn eins og und- anfarin ár. Ásta Gunnarsdótlir: Ég hugsa að ég verði með lambakjöt fyllt með ávöxt- um og ýmsu öðru góðgæti. Lesendur Lesendur Lesendur Um sjónvarpið: Betur má ef duga skal Dallas-þættirnir eiga upp á pallboróið hjá Guðjóni Einarssyni sem einnig telur Húsið á sléttunni vera dágott sjónvarpsefni. Annars er hann enginn aðdáandi sjónvarpsins. Guðjón Einarsson, Mýnesi, S-Múl, skrifar: Ég get ekki á mér setið að láta heyra frá mér smágagnrýni um blessað sjónvarpið okkar. Það er að verða mest punt í stofum hjá fólki en sannarlega er hægt að fá ódýrara stofustáss. Bezt að byrja á stundinni okkar (sem ég kalla núna Laddatíma Bryndisar). Það sem af er þessum vetri finnst mér þeir þættir hafa verið lélegir, og er það mikil breyting frá því sem var í fyrra. Þá voru þetta næstum undantekningarlaust góðir tímar. Ég vona að fleiri hafi tekið eftir þessu, en það horfa kannski ekki margir foreldrar á bnrnatíma með börnum sínúm, þótt ég geri það mjög oft. Það fer lítið fram í þessum tíma hvort það eru 50 eða 60 mín. Spurningaleikurinn er góður, en ekki nauðsynlegt að vera með hann í hverri stund. Ósköp hlýtur að vera litið um að vera i höfuðborginni að ekki skuli vera hægt að fá neitt efni núna í vetur, eins og stundum hefur verið. Hvað skyldi þessi Þórður (Laddi) eiga að tákna? Ætli hann eigi að tákna gamalmenni? Hvað er fyndið við það? Ég held að ætti að gefa honum gott jólafrí. Ég hef alltaf litið svo á að þessi stund sé fyrst og fremst fyrir yngstu krakkana, svona frá því þau fara að horfa og upp i 10—11 ára aldur. Það er gott að hafa teiknimyndir en ekki margar í sama þætti. Ég skora á stjórnanda þessa þáttar að bjóða upp á barnatíma, það er ekki til mikíls mælzt, í þessum kassa er ekkert annað fyrir yngstu kynslóðina. En þetta er sjálfsagt smitandi, því sjónvarpið finnst mér vera lélegt. Tökum dæmi eina viku, nýliðna. Sunnudagur: helgistund, gott með það. Húsið á sléttunni.dágott, orðið dálítið langdregið, endirinn alltaf fyrirfram vitaður; æviminningar Veru, það var góð mynd, skilur svolítið eftir og mætti vera meira í þeim dúr. Mánudagur: þrautfúll, þó sérstaklega leikritin, þau eru yfirleitt ömurleg. Þriðjudagur: Lélegur. Miðvikudagur fer skánandi meðan Dallas er, fyrir þá sem á það horfa. Alveg sæmilegir þættir, sýnir hvað fólk er illgjarnt ef það getur höndlað nógu mikið (gott til umhugsunar fyrir suma). Föstudagar og laugardagar ættu aö vera miklu betri en þeir eru, sér- staklega laugardagskvöldin, það mætti lengja dagskrána með góðum bíómyndum, en ekki endursýna frá í sumar. Það er óþarfi. íslenzk leikrit eru hætt að sjást og sama máli gegnir um almennilega spurningaþætti. Þátturinn Spurt og spurt og spurt, alveg þrautfúll, finnst mér. En ég get glatt Guðna Kolbeins með því, að ég slekk. ekki. Ég slekk sjaldan, þó mér finnist það þynnkulegt sem á skerminn kemur, eitthvað verða menn nú að hafa í dreifbýlinu. Sumir liðir eru auðvitað sjálf- sagðir, eins og fþróttir, Fréttaspegill og fl. En það er alveg nóg að hafa einn Fréttaspegil í viku. Það eru margar fréttir á dag um það efni sem er í þeim. Mér hefur ofboðið hvað fólk hefur verið lélegt að gagnrýna sjónvarpið. Það sem ég hef séð í blöðum hefur mér fundizt veikburða gagnrýni. Svo að lokum þetta: Því að vera að eyða tíma í að blaðra um þessa videovæðingu. Þetta lélega sjónvarpsefni kallar einfaldlega svona rekstur yfir sig, það er greinilega til fólk, sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Nóg er af hinum sem eiga sjónvarp til að horfa á fréttir og veður og slökkva svo. Ef svona heldur áfram verður vídeo- væðingin að taka við, eða kannski sjónvarpið gæti fengið leigt efni. Athugasemdir vegnabréfs um Kennaraháskóla íslands Á.E.A., 0501-0403 (1. árs nemi við K.H.I.) skrifar: J.G. sem ritaði bréf það (DV, 8. des. *.sl.), er ég geri að umtalsefni, virtist sérstaklega í nöp við það sem hún kallaði erlendar slettur í okkar ylhýru tungu. Málinu til stuðnings var nefndur ákveðinn fyrirlestur sem haldinn var í Kennaraháskóla ís- lands, nánar tiltekið í þemanámi (vel að merkja, hvernig á að þýða orðið „Þema”) á fyrstu önn fyrstaárs- nema. Eru þar fyrirlesari og nokkrir ágætir kennarar skólans gagnrýndir fyrir óhóflega notkun erlendra fræði- orða. Ekki man ég í svipinn hver þessi orð voru og mun því ekki á nokkurn hátt reyna að bera blak af þeim. Heldur vil ég í tilefni af þessu minnast lítillega á almenna notkun fræðiorða, íslenzkra og erlendra. liIFPftillRll IIÍllllllííí iiliiiiiiili llllÍPFIIIII ÍEÍÍlíIljíl Á.E.A. tekur upp hanzkann fyrir skólann sinn, Kennaraháskóla tslands. Lesendur Franzisca Gunnarsdóttir íslenzka tungu vilja margir - líta á sem hreina óspjallaða mey, sem eng- an ljótan blett megi hljóta, og ljótasti bletturinn er oft eitthvert slanguryrði (gott orð, komið af enska orðinu „slang”). Hafa menn því sezt niður og reynt að koma sér saman um það sem þeir vilja meina góða þýðingu. Þessar þýðingar hafa margar hverjar verið mjög góðar, og orð eins og „sími” og ,,útvarp”sannaþað vel. En oft á tíðum vilja þessar þýðingar fara út í afbakanir á öðrum orðum og upptöku gamalla útdauðra orða i nýrri mynd. Þetta á ekki hvað sízt við í þýðingu erlendra fræðiorða, þegar sama erlenda orðið getur fengið margar merkingar eftir að búið er að þýða það. Máli mínu til stuðnings ætla ég að velja af handahófi nokkur orð úr „Orðaskrá úr uppeldis- og sálar- fræði”, fjölritað sem handrit K.H.Í. 1979. Enska orðið „resignation” fær undirstrikuðu þýðinguna „bölró” (ég hef aldrei heyrt það áður). Enska orðið „impression” fær þýðinguna „íhriF’ (hvaða orð er það?) Orðið „heterosexual”, sem merkir mann/konu sem aðhyllist gagnstætt kyn, fær þýðinguna „kynvís” (ef til vill skylt orðinu ratvís). Örðið „glia” fær þýðinguna „taugatróð”, orðið „cell” fær þýðinguna „fruma”, en orðið „gliacells” fær þýðinguna „fylgdarfrumur”. Orið „function” fær undirstrikuðu þýðinguna „starf- semi”, sem er gott orð, en ef aðeins allir gætu verið sammála um þýðingu þessa orðs. Orðið „functional”, sem er lýsingarorð dregið af orðinu „function”, fær sex mismunandi þýðingar, eftir því með hvaða orði það stendur. Orðið „conformity” fær þýðinguna „samsnið” (ja, hérna), ég heyrði þó betri þýðingu á þessu orði hjá einum af kennurum okkar J.G., þ.e. orðið „norm- hlýðni”. En hvað segir orðaskráin um orðið „norm”, jú, það fær hvorki meira né minna en fjórar und- irstrikaðar þýðingar. Nei, við megum ekki hræsna svona fyrir íslenzkri tungu. Við getum aldrei þýtt öll orð svo gott þyki og við verðum að sætta okkur við að erlend orð eru ol't á tíðum einu orðin sem við getum notað yfir það efni sem við ræðum í okkar daglegu umræðu. Við skulum frekar krydda mál okkar heil- brigðum erlendum orðum, ef islenzk- an ræður ekki við þau, heldur en að setja ljótan blett á okkar „ylhýru tungu” með því að sletta vansköpuð- um orðskrípum sem hvergi eiga ann- ars staðar heima en í ruslakörfunni með öðrum leirburði. Lausn á vandamálum Sjálfsfæðisflokksins — hugarfarsbreyf ing og ný andlif Gamli Dagur skrifar: Vandamál Sjálfstæðisflokksins undnafarin ár, sem leitt hefur til stöðnunar, klofnings og margvíslegra ósigra, er að áliti margra tvímæla- laust sú staðreynd, að þar hafi á vant- að örugga forustu, rismikla og virðu- lega. Hinsvegar hafi sú skoðun þró- azt innan raða þingmanna flokksins og annarra áhrifamanna han.s, að þar væri enginn einn öðrum fremri né betur til forustu fallinn. Ef Sjálfstæðisflokkurinn á í fram- tiðinni að verða stærsti og áhrifa- mesti stjórnmáiaflokkur landsins og másvari allra stétta þjóðfélagsins, eins og hann var eitt sinn, verður að koma til hugarfarsbreyting og ný andlit meðal framámanna flokksins, fastmótuð af skörungsskap, reisn og virðuleika. Tvískinnungur og meðalmennska eru atkvæði til handa Alþýðubanda- laginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.