Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981.
25
Verður Ungmennaf élag Svarfdæla lagf niður?
Undirtektir við starfi
félagsins ekki verið góðar
—segja
sfjórnarmenn
félagsinssem
vil ja losna úr
sfjóm
„Þá kom einnig fram, að þrátt fyrir
að starf UMFS hafi verið allgott síðan
núverandi stjórn tók við, hafa undir-
tektir bæjaryfirvalda og bæjarbúa al-
mennt við starfsemina ekki verið góðar
og sér stjórnin ekki fram á miklar
breytingar í þeim efnum, en starfsemin
muni halda áfram að byggjast nær ein-
göngu á starfi stjórnar og verði því ekki
mjög áhugavert að standa í þessu
áfram og hefur því komið til tals að
leggja UMFS niður.”
Þannig er komizt að orði í bókun frá
fundi með stjórnarmönnum Ung-
mennafélags Svarfdæla og fulltrúum
íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkurbæj-
ar. UMFS boðaði til fundarins vegna
þess að Magnús Guðmundsson, for-
maður félagsins og fleiri úr stjórn,
.,,telja sig ekki hafa tíma eða tækifæri
til að sinna félaginu eins og þyrfti og
vilja þess vegna losna úr stjórn” segir í
fundargerðinni. Jafnframt er því bætt
við að engir hafi fundizt i stjórnina í
staðinn.
Nokkrar umræður urðu um þetta
mál á fundinum. Meðal annars var
bent á nauðsyn þess að á Dalvík væri
íþróttafulltrúi, svo sem tíðkast í mörg-
um öðrum bæjarfélögum. Kæmi hann
til með að létta undir með stjórnun
hinnaýmsu félaga.
Þetta mál kom til umræðu á fundi
bæjarstjórnar. Var því vísað til bæjar-
ráðs því bæjarstjórnarmenn vildu ekki
kannast við að hafa lagt stein í götu
Ungmennafélagsins, að sögn Valdi-
mars Bragasonar bæjarstjóra. Hafa
stjórnarmenn félagsins nú verið boðað-
ir á fund bæjarráðs til viðræðna.
íþrótta- og æskulýðsmál voru einnig
til umræðu'á fundi með fulltrúum
íþrótta- og æskulýðsráðs Dalvíkur og
forráðamönnum félaga á staðnum'. Var
þar rætt um vetrarstarfið.
Þegar forráðamenn félaganna höfðu
kynnt starfsemi sinna félaga var rætt
um ýmis skipulagsatriði í æskulýðs- og
íþróttamálum á Dalvík. Kom þar fram
í máli Guðmundar Inga Jónatanssonar
að ráðið hefði farið fram á 100.000 kr.
á fjárhagsáætlun bæjarins til íbúðar-
kaupa eða leigu. Taldi hann nauðsyn á
öðru húsnæði en skólanum til félags-
starfsemi fyrir unglinga. Sagði Guð-
mundur að þessari beiðni hefði verið
hafnað athugasemdalaust.
í fundarlok var eftirfarandi tillaga
samþykkt samhljóða: „Það er sam-
dóma álit manna að húsnæðisskortur
standi félagsstarfi unglinga hér í bæ
mjög fyrir þrifum. Hér er átt við hús-
næði sem komið gæti til viðbótar fé-
lagsstarfi i skólanum. Fundurinn fer
þess á leit við Æskulýðsráð og bæjar-
stjórn að hið fyrsta verði eitthvað gert
Stjórn Ungmennafélags Svarfdæla er ekki ánægð með undirtektir bæjaryfirvalda á
Dalvík og bxjarbúa við starfsemi félagsins. Myndin er frá Daivik.
Rúmteppi, dýnuhlífar
og
teygjulök í miklu úrvali.
„Rúm "-bezta verzlun lundsins
INGVAR OG GYLFI
CRtNSASVICI 1 108 Rf VKJAVIK SIMI 11144 OG 33SJ0
Sérverzlun með rúm
til úrbóta í þessum málum.”
Valdimar Bragason sagði það rétt að
ekki væri í önnur hús að venda með
félagsstarf fyrir unglinga en skólabygg-
inguna. Tók Valdimar undir óskir um
að úr þessu þyrfti að bæta. Sagði hann
að þetta mál yrði skoðað við gerð fjár-
hagsáætlunar bæjarins fyrir næsta ár.
GS/Akureyri
ÞÆTTIR UM NÝJA TESTAMENTK)
29 ritgerðir um Nýja testamentið og Kristfræði eftir dr. Jakob Jónsson.
ÞRÍR LEIKIR UM HETJUR
Þrjú sígild forngrísk leikrit í þýöingu dr. Jóns Gíslasonar.
LITLI PRINSINN
Hin sígilda bók fyrir unga sem aldna, ein vinsælasta saga sem þýdd hefur
verið úr frönsku.
FERÐIR UM ÍSLAND Á FYRRI TÍÐ
Fróðlegir og skemmtiiegir ferðaþættir sem lýsa vel muninum á ferðalögum
fyrr og nú.
ANDVARI
Aðalgrein í Andvara er æviþáttur um Þórberg Þórðarson eftir
Sigfús Daðason skáld.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS
Skálholtsstíg 7 — Reykjavík
JSLENSK
BOKAMENNIMG
ERVERÐMÆTI
BÆKUR MENNINGARSjÓDS