Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981. JÓLATILBOÐ LUX-VELOUR Neytendur Neytendur Neytendur Heimafólk (aö hluta) og gestir f Keilufeliinu. Frá vinstrí sonardóttirín Erla, dóttirin Guðrún Erla, húsmóðirín Gerður Erta, sonurínn Jón Gunnar, sonurínn Björn Helgi og tengdamóðirin Rósa. Rósa hampar straujárninu en grillið er á borðinu fyrir framan hópinn. DB-myndir Bj.Bj. Verðlaunafjölskylda okfóbermánaðar: 10% afsláttur til ióla Eigum ávallt fyrirliggjandi fjölbreytt úrval sætisáklæða fyrir flestar gerðir bifreiða á mjög hagstæðu verði! Sendum / póstkröfu Síðumúla 17, Reykjavík, Simi 37140 Byggingavörur Timbur • Flísar • Hreinlætistæki • Blöndunartæki • Gólfdúkar • Málningarvörur • Verkfæri • Baðteppi • Baðhengi og mottur • Spónn • Spónaplötur • Viðarþiljur • Einangrun • Þakjárn • Saumur • Fittings Ótrúlega hagstæðir greiðsluskilmálar allt niður í 20% útborgun og eftirstöðvar allt að níu mánuðum Við höfum flutt okkur um set, að Hringbraut 119, aðkeyrsla frá Framnesvegi eða inngangur úr Fatadeild JL-hússins I • Opið fimmtudaga til kl. 20, föstudaga til kl. 22 og laugardaga kl. 9 til 12 ATH.: Við opnum kl. 8 á morgnana — nema laugardaga kl. 9 - byggingavörur_______________ Hringbraut 119 - Símar: 10600 og 28600 „Þetta ár hefur ver ið sérlega erfiff „Ég hef haldið bókhald frá því að ég var 14 ára og fór að heiman í fyrsta sinn. Þá fór ég að skrifa niður allt sem ég eyddi. Allan minn búskap hef ég svo haldið bókahald, meira að segja i sumarfriunum. Þó að tölurnar' séu oft hrikalegar þá,” sagði Gerður Tómasdóttir, verðlaunahafi október- mánaðar. Gerður fékk í verðlaun grillofn af stærstu gerð frá Vörumarkaðnum og i kaupbæti fylgdi lítið straujárn. „Það er ægilega gaman að fá svona fínar gjafir rétt fyrir jólin,” sagði hún. Gerður er gift Björgvin J. Helga- syni, starfsmanni hjá Skeljungi. Þau eiga 5 börn. Tveir elztu synirnir eru reyndar farnir að heiman en í stað þeirra býr bróðir Gerðar hjá þeim og eina fósturdóttur eiga þau írá Þórs- höfn. Hún er hjá þeim á vetrum í skóla, en býr á sumrin og í skóla- fríum fyrir norðan hjá móður sinni. Þau Gerður og Björgvin eiga eitt af hinum skemmtilegu Viðlagasjóðs- húsum við Keilufell í Reykjavík. ,,Ég er Vestmanneyingur, en Björgvin Reykvíkingur. Við bjuggum fyrst i Eyjum em fluttusmt hingað eftir gosið,” sagði Gerður. Eins og gefur að skilja með allt þetta heimilisfólk er Gerður og hefur verið heimavinnandi öll sín búskap- arár. „É.g er bara húsmóðir,” segir hún hlæjandi þó ókunnum kunni að virðast að það sé ekkert bara í því sambandi. Verðhækkanir gífurlegar þetta árið „Mér finnst alveg nauðsynlegt að halda bókhald til þess að vita í hvað peningarnir fara. Ég hef oft þurft að spara með þetta stórt heimili og það er ekki hægt öðruvisi. Ég skrifa ævinlega allt niður þó ég sendi ykkur ekki annað en matarreikninginn. Mér hefur gengið ágætlega að fá eiginmanninn o^g börnin til samstarfs við mig um þettá. Ég rukka alltaf um kassakvittun þegar heim er komið og verð reið ef hún hefur gleymzt. Mér finnst þó æ erfiðara að spara í nokkrum hlut. Sérstaklega hefur þetta ár verið erfitt. Verðhækkanir hafa verið gífurlegar og peningarnir hreinlega fljúga út úr höndunum á manni. Ég held að við höfum verið plötuð með gjaldmiðilsbreytingunni. Það litla verðskyn sem við höfðum hvarf alveg. Nú tökum við ekki eftir því þó einhver hlutur hækki um krónu. En það eru bara hundrað gamlar krónur. Peningarnir endast mun verr þetta árið en þeir hafa gert undanfarin ár. Ég reyni þó að passa allt eins og ég get og sé að þó að ég eyði miklu er ég yfirleitt um meðaltaJ í bókhaldinu hjá ykkur,” sagði Gerður. Lítiö keypt í stórum eining- um ' Ég spurði Gerði hvernig hún hag- aði sínum innkaupum. „Ég kaupi lítið i stórum einingum. Það eina er eiginlega slátur. Ég tek alltaf 10 slátur á haustin. Það munar líka mikið um það að ég fæ stundum senda síld og annan fisk frá Eyjum. Þegar ég hef svo virkilega þurft að spara hef ég keypt hvalkjöt. Það er virkilega gott þegar það hefur legið í bleyti í mjólk, edikslegi eða krydd- blöndu. Hér borða það í það minnsta allir með góðri lyst. Ég held að það séu ekkert annað en fordómar þegar fólk segist finna eitthvert undarlegt bragð að hvalkjötinu.” Gerður sagðist yfirleitt ekki hafa heitan mat nema einu sinni á dag, á kvöldin. Strákarnir borða hádegis- mat áður en þeir fara í skólann klukkan ellefu og stelpan eftir að hún kemur heim klukkan eitt. Síðan er það sem börnin kalla drekku um miðjan daginn og þá er oft borðað hraustlega. „Þaðer slæmt með strák- ana að þeir vakna klukkan níu og eiga svo að fara að borða sig sadda klukkan ellefu. Þá er lystin oft lítil, en svo eru þeir glorsoltnir þegar þeir koma heim klukkan þrjú,” sagði Gerður. Þeir voru einmitt nýkomnir heim úr skólanum þegar okkur bar að garði. Tengdamóðir Gerðar, Rósa Einarsdóttir var í heimsókn svo og sonardóttirin, Erla. Það var því kátt við kaffiborðið enda í tilefni af komu okkar boðið upp á bragð af jólasmá- kökum og öðru góðgæd. -DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.