Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 26
26
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981.
Húsnæði óskast
2 systkin, skólafólk utan af landi, óska eftir íbúð
frál.janúar ’82.
Upplýsingar í síma 75592.
Húsnæði óskast
Ungt par, í námi, óskar eftir 3ja herbergja íbúð í Vesturbæ
eða nálægt miðbæ.
Algjörri reglusemi heitið. Meðmæli ef óskaðer.
Upplýsingar í síma 15687 eða 19257.
Þið fáið jólagjöfina hjá okkur
FERÐAKASSETTUTÆKI
AKAI OG PHILIPS.
KENWOOD HUÓMFLUTNINGSTÆKI.
Mikið úrval af verkfœrum t.d.:
TOPPLYKLASETT, SKIL BORVÉLAR O.FL:
DREMEL FÖNDURTÆKI
FYRIR TÓMSTUNDAMANNINN
FISCHER SKÍÐI í MIKLU ÚRVALI.
ÚSVAL AUKAHLUTA Á REIÐHJÓL
VERZL SINDRI, ÓLAFSVÍK
Sími 6420
Opið laugardag til kl. 18.00.
SKÍÐAFATNAÐUR
Á ALLA
FJÖLSKYLDUNA
SKÍÐAGALLAR
VERÐ FRÁ KR. 395,
BARNA,
UNGLINGA OG
FULLORÐINSSTÆRÐIR
STRETCH SKÍÐABUXUR
SKÍÐAJAKKAR
SKÍÐAGLERAUGU
SKÍÐAHANZKAR
SKÍÐALÚFFUR
SKÍÐAHÚFUR
SKÍÐASKÓR
Þú færð jólagjöf
íþróttamannsins
hjá okkur
VATTERAÐAR
SKÍÐAHÚFUR
BARNASKÍÐASETT
DÚNÚLPUR
SKÍÐAVESTI
J6n Pálmason uppfinningamaður sýnir hvernig hausaseilingarvélin er útbúin þegar Christiansen forstjóri A/S Fiskeriauto-
matikk 1 Noregi tók vió 31 slíkri vél fyrir nokkrum dögum, að verðmæti um 1,7 milljónir króna. Norðmaðurinn er aftastur á
myndinni. Vinstra megin er Einar Kristinsson forstjóri Sjöstjörnunnar hf. í Njarðvík en næst Jóni er Sveinn Kjartansson
framkvæmdastjóri Kvikk sf. DV-mynd Friðþjófur.
Nýjar uppf inningar í f iskiðnaðartækni hrífa jaf nt
íslendinga og Norðmenn
Fiskhausarnir hertir í net-
pokum og á ekjugrindum
„Þetta er óneitanlega ævintýra-
legt. Fyrirtækið varð til fyrir hálfu
öðru ári er nú komið með eigin verk-
smiðju úti á Seltjarnarnesi og ryður
frá sér hverri nýjunginni af annarri á
sviði fiskiðnaðartækni sem tekið er
fegins hendi á markaðnum hér. Og
þegar pantanir streyma nú frá Noregi
hljótum við að líta á það sem rós í
hnappagatið,” sagði Sveinn Kjart-
ansson framkvæmdastjóri Kvikk sf.
sem byggir á uppfinningum ungs
manns, Jóns Pálmasonar.
„Einfalt og snjallt"
DV þefaði það uppi nú á dögunum
að norskur umboðsmaður fyrir fram-
leiðslu Kvikk sf. væri hér til þess að
taka við fyrstu sendingu af vélum
sem beitt er við að raða fiskhausum i
netslöngur til upphengingar og
herzlu.
„Galdurinn er að þetta er barna-
lega einfalt. Það er einmitl einkenni
allra snjallra uppfinninga að öllum
finnst eftir á að ekkert hefði verið
auðveldara en að láta sér detta þær i
hug,” sagði T. Christiansen, for-
stjóri A/S Fiskeriautomatikk, þegar
SV náði tali af honum í verksmiðju
Kvikk sf. — Ert þú þá hér til þess að
hefja stórviðskipti? „Það getur vel
farið svo. Þetta sem Jón Pálmason
og Kvikk sf. eru að bjóða er einfalt
og snjallt. V'ð tökum nú fyrst við 31
hausaseilingarvél og satt að segja hef-
ur allt það sem okkur var boðið hér
vakið verðskuldaða athygli hjá við-
skiptavinum okkar heima í Noregi.
Þessar einföldu nýjungar í gamal-
grónum fiskiðnaði leiða til vinnu-
sparnaðar og framleiðsluhraða sem
hreinlega er ekki hægt að hafna.”
Nýja tæknin
„Nýjungarnar eru bæði samstæð-
ar og sjálfstæðar, en það má segja að
frá okkar bæjardyrum séð sé kjarn-
inn í þessu öllu hausaseilingarvélin
sem raðar fiskhausum til uppheng-
ingar í netpoka eða slöngur,” sagði
Sveinn Kjartansson. „Fyrstu vélarn-
ar fóru frá okkur i febrúar og við
seldum 40 vélar strax. Það er talið að
hver vél skili 6—8 manna vinnu, hún
hefur undan hausingarvélum og nýtir
því hausana til fulls og netpökkunin
auðveldar meðferð hausanna bæði í
þurrkun og flutningum.
Við lentum í nokkrum tæknilegum
erfiðleikum til að byrja með, sérstak-
lega með netin. Þau voru fyrst of veik
en síðan of þétt en loks fengum við
net sem hæfir mjög vel. Þá áttum við
í brösum við það opinbera á tímabili
sem var vantrúað á þessa tækni. Þeir
erfiðleikar ráku okkur hins vegar
strax til þess að leita á erlenda mark-
aði sem hefur skilað ótrúlegum
árangri.
Þá framleiðum við hausskurðarvél
sem klýfur hausa ýmist alveg eða
þannig að þeir hanga saman á gell-
unni. Þannig má flýta þurrkuninni
um allt að 50%, auðvelda matið og
ákvörðun um hæfilegan þurrktíma.
Enn eitt í sambandi við hausana er
grindakerfið sem hengja má hausana
beint í i staðinn fyrir að keyra þá í
hjalla. Grindarkerfið er á hjólum og
mjög meðfærilegt. Með því að blása
5—10 gráða hita á hausana í þessu
kerfi má setja þá í kör eftir aðeins 6—
7 daga.
Þá framleiðum við það sem við
köllum kör fyrir skreið og saltfisk. í
skreiðarvinnslu eru körin sett beint á
bíla og skreiðinni raðað i þau af
hjöllunum. Körunum er síðan raðað
upp eins og lofthæð leyfir í húsi með
lyftara og þegar kemur að vigtun og
pökkun er körunum ekið að. Körin
eru útbúin þannig að þau má nota í
saltfiskverkun til þess að fullnýta
lofthæð húsa. Einnig má setja poka í
þau vegna pækilsöltunar og er mjög
auðvelt að umstafla á þess að fiskur-
inn brotni.
Enn er að nefna lausfrystirekka til
þess að stafla í kössum í 2-4 hæðir,
sem til dæmis hentar ákaflega vel við
frystingu og útskipun á flatfiski.
Síðast en ekki sízt er að nefna
spyrðiklemmuna sem við höfum
hannað í samráði við Lamaiðjuna hf.
Klemman tekúr 6—10 fiska, hvort
sem er þorskur, ýsa, langa eða keila,
og af hvaða stærð sem er. Þessar
klemmur má bæði hengja i hjóla-
rekka sem við framleiðum, eða á
venjulegan hjalla. Hjólarekkarnir
taka tonn og notast bæði til inni-
þurrkunar og úti á plani.”
Mikil hvatning
í samtalinu viö Svein Kjartansson
vitnar hann óspart til þekktra fisk-
iðnaðarfyrirtækja hér á landi, sem
hafa reynt nýjungarnar frá Kvikk sf.:
Rafn hf. í Sandgerði, Bakki sf. í
Ólafsvík, Sjöstjarnan hf. i Njarö-
vík. . . og ýmis fleiri fyrirtæki eru
nefnd.
Góðar útflutnings-
horfur
„ Jú, við getum alls ekki metið þær
öðruvísi en að þær séu fullkomlega
raunhæfar,” svaraði Sveinn þegar
DV spurði hann um frekari útfiutn-
ingshorfur.
„Norðmennirnir hafa þegar keypt
Hjólagrind fyrir skreiö og hausa —
eða skreiðarekjugrind ööru nafni. —
arna er hengt 1 hana með klemmunni
sem Kvikk hefur hannað i samvinnu
við Lamaiöjuna hf. Hver grind tekur
léttilega tonn af fiski.
31 hausaseilingarvél og töluvert af
körum og rekkum. Spyrðiklemman
hefur vakið mikla athygli hjá þeim
enda sparar hún öll spyrðubönd og
mikla vinnu. Auk þess að þeir geta
notað klemmuna í skreiðarverkun
eins og við og er ætlun þeirra að nota
hana við reykingu og heilfrystingu á
þorskfiski. Þeir heilfrysta þorskfisk í
verulegum mæli, sker hann síðan í
þversneiðar og selja sem kótilettur í
fjölmörgum Evrópulöndum. Þeir
hafa þegar komið auga á að með
klemmufrystingunni heldur fiskurinn
nákvæmlega réttri lögun í kótilettur,
sem ekki næst með pönnufrystingu.
Klemman er þannig orðin eins konar
leynivopn okkar á erlendum mark-
aði þótt hausaseilingarvélin og allt
hitt standi fyrir sínu.”
Og nú kemur sem sagt ruðningur
af nýjungum i fiskiðnaðartækni af
Seltjarnarnesinu, úr verksmiðju
Kvikk sf„ „barnalega einfaldar”
uppfinningar Jóns Pálmasonar, sem
þeytast út um lönd og álfur fyrir til-
stuðlan þeirra Svans Þórs Vilhjálms-
sonar lögmanns og aðaleiganda
Kvikk sf. og Sveins Kjartanssonar
framkvæmdastjóra þar, svo og verk-
smiðju- og skrifstofuliðsins. Aðal-
sölumaðurinn er svo uppfinninga-
maðurinn sjálfur sem birtist jafnt hér
og í öðrum löndum veifandi með-
mælum forstjóranna í fiskiðnaðinum
— á báðar hendur.
HERB
_______________________________________