Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 44
Tillögum um olíukaup frá Saudi Arabíu hafnað:
Hefðu sparað okkur
90 milljónir króna
„Verða menn alltaf að glápa niðu,
á tærnar á sér?” spurði Albert Guð-
mundsson alþingismaður í samtali
við DV i gær. Albert skýrði frá því,
að íslenzk stjórnvöld hefðu vísað á
bug „þreilingum” sendimanns Saudi
Arabíu. Sendimaðurinn gerði tillögur
sem hefðu getað sparað íslendingum
90 milljónir nýkróna í olíukaupum
hefðu islenzk stjórnvöld samþykkt og
dæmið allt gengið upp.
Albert sagði að frönsk hjón hefðu
haft samband við sig í London í októ-
ber i fyrra og sagt að „ráðgjafi” í
olíuviðskiptum, dr. Arak Tingi, vildi
ræða við íslenzka ráðamenn og gera
þeim boð. Albert ræddi við dr. Tingi
og síðan við forsætis-, utanríkis- og
viðskiptaráðherra hér. Albert kvaðst,
að loknum fundi með ráðherrum,
hafa hringt til dr. Tingis úr skrifstofu
forsætisráðherra. Sendimaðurinn
kom hingað um miðjan desember í
fyrra og ræddi við íslenzka ráðherra.
Hann hafði í fórum sínum tillögur
um að ísland fengi ákveðinn kvóta til
oliukaupa hjá olíuframleiðslurikjun-
um í OPEC. Gætu íslendingar keypt
20 þúsund tunnur á ári af óhreinsaðri
oliu frá Saudi Arabíu og látið hreinsa
þar sem hagstæðast væri, í Þýzka-
landi, Hollandi eða Belgíu. Kaup-
verðið yrði það lágt að árlegur sparn-
aður íslendinga, miðað við fullunna
olíu, yrði 10 milljón dollarar. Það
samsvarar um 90 milljónum nýkróna
á núverandi gengi. Til þess að ná
þessu fram þyrftu íslendingar að
hafa samband við ráðamenn í Saudi-
Arabíu. Ennfremur kæmi til greina
að Saudi Arabar styddu íslendinga
við að byggja olíuhreinsunarstöð á
íslandi. Engin sérstök skilyrði hefðu
fylgt. Saudi-Arabar teldu þessi við-
skipti heppileg. Meðal annars væri
ísland tiltölulega hlutlaust í deilum
stórvelda.
Albert kvaðst hafa fengið
meðmæli með dr. Tingi hjá virtum
svissneskum banka. En stjórnvöld
hér tóku lítið í mál hans og höfnuðu
að lokum að ræða það frekar. Albert
sagði að kannski hefðu íslendingar
aðeins viljað kaupa um 3 þúsund
tunnur af Saudi-Arabíu og halda
áfram opnum viðskiptum við Rússa.
En það sýndi ekki stórhug að vilja
ekki kanna þetta mál betur. Dr. Tingi
hefði viljað koma á samtölum milli
ríkjanna sem hefðu getað orðið ís-
lendingum til mikils góðs.
-HH.
SFR og borg-
in sömdu
Undirritaður var i gær aðalkjara-
samningur milli Starfsmannafélags
Reykjavikurborgar og Reykja-
víkurborgar. Samningurinn byggist
i meginatriðum á samningi BSRB
og ríkisins.
Félagið heldur kynningarfundi
um samkomulagið i dag og á
morgunkl. 17aðGrettisgötu 89. Þá
er stefnt að allsherjaratkvæða-
greiðslu um helgina.
-JSS.
Hjörleifur
bíður enn
„Við munum meta stöðuna
þegar svar liggur fyrir,” sagði
Hjörleifur Guttormsson iðnaðar-
ráðherra og vísaði með ummælum
sinum til niðurstöðu síðasta hrepps-
ins af 6 sem hlut eiga að máli varð-
andi Blönduvirkjun. Svar frá
honum er væntanlegt um helgina.
Þcgar hafa þrír hreppar neitað
samningum en tveir hafa lýst sig
reiðubúnaogsamþykka. Hjörleifur
vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt
um stöðuna eins og hún er í dag en
vísaði alfarið til þingsályktunartil-
lögu og samþykktar ríkisstjórnar-
innar um virkjunarmálið.
-SSv.
Lögmenn reiðirríkinu vegna greiðsiutregðu:
fhuga nú löghald
í Amarhvolshúsi
Ýmsir lögmenn sem eiga inni reikn-
inga hjá ríkinu vegna starfa fyrir réttar-
farsstofnanir hugleiða nú harðar inn-
heimtuaðgerðir berist þeim ekki
greiðslur nú í desember með eðlilegum
hætti. Samkvæmt upplýsingum eins
þessara lögmanna telja þeir sig eiga inni
um 410 þúsund krónur sem greiðast
ættu nú. Hafa lögmenn rætt inn-
heimtuleiðir sín í milli og meðal annars
löghald í Arnarhvoli, aðalsetri
Stjórnarráðsins!
Lögmenn hafa með höndum marg-
vislegan málarekstur og réttargæzlu á
vegum ríkisins og inna þau störf af
höndum sem eins konar verktakar. Er
venjan sú, að sögn heimildarmanna
DV, að ríkið greiði mánaðarlega eftir
á. f desember i fyrra brá svo við að
greiðslur fengust ekki frá ríkisféhirði á
réttum tíma. Mun sá háttur hafa verið
á hafður að skrifa út ávísanir um
miðjan desember en póstleggja þær
ekki fyrr en á gamlársdag og var því
ekki hægt að innleysa þær fyrr en eftir
áramót. Samt sem áður voru desember-
greiðslurnar taldar fram á launaseðlum
fyrir siðasta ár. Telja lögmenn að nú
eigi að leika sama leikinn og eru næsta
óhressir. Hefur raunar þegar reynt á að
lögmenn hafa ekki fengið greitt nú þótt
eftir því væri leitað.
Heimildarmenn DV úr hópi lög-
manna telja það víst að svipað sé ástatt
varðandi greiðslur til fleiri aðila sem
taka að sér verkefni fyrir ríkið og að
þannig kunni jafnvel að vera dregnar
greiðslur á samtals mjög hárri upphæð
fram yfir áramót, sem þó komi fram
sem greiðslur í desember á launaseðl-
um. Þetta telja þeir algerlega óviðun-
andi auk þess sem ríkið baki þannig
mörgum mikil óþægindi með van-
efndum á greiðslum í jólamánuðinum.
-HERB.
Sjómenn:
Verkfall samþykkt?
Atkvæðagreiðsla í Sjómannafélagi
Reykjavíkur um heimild til verkfalls-
boðunar á bátaflotanum stendur nú
yfir en henni áað ljúka í kvöld.
Sjómannafélag Reykjavíkur er eina
félagið þar sem atkvæðagreiðsla er við-
höfð enda langstærsta félagið. Önnur
sjómannafélög hafa þegar aflað sér
verkfallsheimildar frá stjórn og
trúnaðarráðum sínum.
Að sögn talsmanns Sjómannasam-
bands íslands í morgun á atkvæða-
greiðslunni að ljúka í kvöld. Ef verk-
fallsheimildin verður samþykkt verður
verkfallið að öllum líkindum boðað á
morgun og skellur það þá á viku síðar,
eðaá jóladag.
-klp-
fijálst, nháð dagblað
FIMMTUDAGUR 17. DES. 1981.
Alþýðubandalagsmenn
í bygginganefnd
borgarinnar:
Rifust um
aukahæð
að Þver-
holti 11
Til allharðrar orðasennu kom á milli
tveggja fulltrúa Alþýðubandalagsins i
bygginganefnd Reykjavíkur er þar var
til afgreiðslu umsókn Dagblaðsins hf„
um að fá að byggja fjögurra hæða hús í
stað þriggja hæða, sem áður hafði
verið samþykkt, á lóðinni Þverholt 11.
Umsókn Dagblaðsins var samþykkt
með fjórum atkvæðum gegn tveimur,
atkvæðum Gunnars H. Gunnarssonar,
annars fulltrúa Alþýðubandalagsins,
og Gissurar Símonarsonar, fulltrúa
Alþýðuflokksins.
Magnús Skúlason, formaður
nefndarinnar og hinn fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, samþykkti hins vegar
leyfið.
Gunnar H. Gunnarsson óskaði eftir
að álit sitt yrði bókað sérstaklega. í
bókun hans segir m.a.: „Ég vil lýsa
furðu minni á ákefð formanns nefndar-
innar að keyra þetta mál í gegnum
nefndina og gera sig sekan m.a. um
brot á þeirri hefð að fresta máli til
næsta fundar.” Síðar segir: „Ég hlýt
að mæla hart gegn samþykkt þessa
máls, enda í hróplegu ósamræmi við
stefnu Alþýðubandalagsins í skipulags-
málum.”
í framhaldi af þessari bókun óskaði
Magnús Skúlason, flokksbróðir
Gunnars, að eftirfarandi yrði bókað:
,,Ég harma bókun Gunnars H.
Gunnarssonar. Erindið hefur verið
meðhöndlað á tveimur fundum
nefndarinnar og fengið eðlilega
afgreiðslu. Hingað til hefur tíðkazt að
nefndarmenn geti haft sínar skoðanir á
málum án þess að verða fyrir persónu-
legum dylgjum um ástæður til af-
stöðu.”
-KMU.
Framsókn hefur löngum ver-
ið á eftir tímanum. Þess
vegna segir Tíminn í morgun
að átta dagar sóu til jóla.
hressir betur.