Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981.
15
millj. g kr.
En hver er sambærileg tala nú á
árinu 1981? Framkvæmdasjóður
öryrkja og þroskaheftra er með 2010
millj. g kr. Erfðafjársjóður er með
600 + 110 millj. kr. uppbót frá sl.
ári. Byggingastyrkur er einn 15 millj.
kr. Samtalan er því 2.825 millj. á
móti frámreiknuðum 975 millj. skv.
fjárlögum 1979.
Sem betur fer erum við á réttri leið
og til viðbótar kom svo talan 370
millj. g kr. til framkvæmdar laganna
um aðstoð við þroskahefta — til
rekstrar, og aðstoðar við fjölskyldur,
sem er veruleg einnig.
Fleiri verkefni eru nú í gangi en
nokkru sinni fyrr og er það fagnaðar-
efni og þau rísa hraðar en áður
einnig.
Erfðafjársjóður hefur mjög komið
til umræðu. Að því er nú unnið að
hann fái enn aukið fjármagn og
sömuleiðis að stórauknar tekjur af
erfðafjárskatti þessa árs skili sér að
nokkru aftur á næsta ári. Hvergi er
það í lögum að erfðafjárskattur skuli
óskertur renna í Erfðafjársjóð,
heldur einungis eftir því sem ákveðið
kann að vera. Þetta breytir engu um
nauðsyn þess að mestur hluti þessa
fjármagns, helzt allt, renni til þessara
verkefna. Þeim fjármunum verður
ekki betur varið.
En ekki má gleyma því fjármagni
sem nú kemur úr Framkvæmda-
sjóðnum til þeirra verkefna, sem
Erfðafjársjóður einn sá um áður, og
þá að miklu í formi lána, en öll fram-
lög Framkvæmdasjóðs eru óaftur-
kræf.
Hér má enginn misskilja þessi skrif
mín. Fáum er tjósari nauðsyn enn
meira fjármagns til þessara brýnu
verkefna, enda kem ég bæði nálægt
Erfðafjársjóði og Framkvæmda-
sjóðnum með stjórnaraðild að
báðum sjóðunum. En ég vil að menn
fái af þessu sem réttasta og raunhæf-
asta mynd, en áfram ber að sækja
fram, og án fjármagns, aukins fjár-
magns, er það ekki unnt.
Vonandi sér fjárveitingavaldið til
þess að svo verði.
Hclgi Seljan
alþingismaður.
i
Helgi Seljan bendir i grein sinni á hækkun fram-
laga úr sjóðum, sem fjármagna framkvæmdir í
þágu fatlaðra.
Kjallarinn
Þórhallur Halldórsson
þær efnahagslegu og kjaralegu
aðstæður sem fyrir hendi eru í
þjóðfélaginu i dag.
Þeir sem vilja hafna sam-
komulaginu eru að óska eftir sátta-
tillögu. Sáttatillaga nú myndi óhjá-
kvæmilega taka mið af nýgerðum
kjarasamningum við flesta launþega-
hópa landsins og yrði því sennilega
með minni kjarabótum en samning-
urinn gerir ráð fyrir sem nú á að fara
að greiða atkvæði um. Þá er rétt að
minnast þess að samþykkt sátta-
tillögu t.d. vegna ónógrar þátttöku
(minna en 50%), hefði í för með sér
bindandi samning til tveggja ára.
Þá er bara að felm hana kann
einhver að segja og er það einmitt
líklegasta niðurstaðan. En þar með
erum við komin í verkfall eins og nú
er í pottinn búið og því er valið:
samningar eða verkfall.
Verkfallsvopnið er vissulega
þýðingarmikið tæki í kjara-
baráttunni sé á því haldið af
skynsemi og raunsæi. Beiting þess af
hálfu opinberra starfsmanna við
núverandi aðstæður væri vægast sagt
óskynsamleg og gætihæglega skaðað
kjarabaráttu okkar til frambuðar.
Látið því raunsæi ráða en ekki
óskhyggju, þegar þið takið afstöðu
og greiðið atkvæði um samningana.
Þórhallur Halldórsson,
formaður bæjarstarfs-
mannaráðs BSRB
marséruðu inn í Pólland og fengels-
uðu, aflífuðu eða sendu á geð-
veikrahæli þá, sem krafist hafa frelsis
til handa pólsku þjóðinni.
Þetta er nöturlegur sannleikur, en
sannleikur engu að síður.
Rangt tilefni, rangur
staður, rangir menn
Tilefnið til mótmælanna var því
rangt. Nær hefði verið að sýna pólsk-
um stjórnvöldum samúð á sunnu-
daginn var. Staðurinn til mótmæla
var líka rangur. Ef menn vildu mót-
mæla ástandinu í Póllandi áttu þeir
að mótmæla við annað hús í vestur-
bænum, sendiráð Sovétrikjanna. Og
það voru líka rangir menn, sem mót-
mæltu, flestir hverjir. Það voru að
mestum hluta sömu mennirnir, sem
hlýða hverju kalli Moskvuvaldsins
um áróðurherferðir gegn lýðræðis-
ríkjum vesturlanda. Hin síðasta
þeirra hefur tekist svo vel að sósi-
ölsku hetjurnar geta óhræddar
marséraðyfir landamæri Póllands, ef
stjórnvöldum þar tekst ekki að ná
tökum á ástandinu. Og það munu
þær gera. Þá komast menn ekki hjá
því að mótmæla I Túngötunni. Þeim
mun verða fyrirgefið það, þvt það
verður talinn nauðsynlegur leikur í
feluleiknum á íslandi.
Hverju ætti þá
að mótmæla?
Hverju ætti þá að mótmæla? Það
ætti að mótmæla því að hundruð
milljóna manna skuli vera haldið í
heljargreipum sósíalismans, eða
kommúnismans, sem verður eitt og
hið sama, þegar fleygja má sauðar-
gærunni. Það ætti að mótmæla því
að í skjóli ógnarlegasta hervalds
mannkynssögunnar skuli einræðis-
herrum líðast að drottna yfir lífi
margra þjóða, sem vissulega eiga
frelsi skilið.
Sósíalisminn hefur reynst not-
hæfur til þess að rétta við hag þjóð-
félaga, sem eru í rústum og skipu-
leggja þarf til að bægja hungursneyð
frá. Það hefur sýnt sig, t.d. í Kína.
En hann hefur alls staðar orðið
einræðisstefna, sem fótum treður öll
mannréttindi. Um leið og menn hafa
komist til valda í nafni hans hefur
andstæðingum verið útrýmt, her- og
lögregluvaldi miskunnarlaust verið
beitt til þess að þagga öll mótmæli
niður. Kúgun og einræði eru ein-
kenni sósíalismans í reynd. Hann
þrífst hverfi til lengdar nema í
skjóli þeirra. Hin frjálsu verkalýðs-
samtök í Póllandi voru ekki bara
verkalýðshreyfing. Þau voru
stjórnarandstaða og frelsishreyfing,
meðvitað og ómeðvitað. Þess vegna
gat pólska dæmið aldrei gengið upp.
Um leið og fólk í öðrum sósíölskum
löndum hefði getað horft upp á
brostna hlekki kúgunar og ofbeldis í
Póllandi, hefði það risið upp. Og
hvar hefði það endað? Það gat ekki
leitt til neins annars en hruns sósíal-
ismans og slíkt gátu einræðisherrar
hans vitanlega aldrei leyft.
En af hverju rjúka þá merkisberar
sósíalismans á íslandi nú upp og mót-
mæla? Við þvi er einfalt svar. Það
þarf að draga athyglina frá hinni
raunverulegu ástæðu fyrir
ástandinu í Póllandi, skipbroti
sósíalismans, hungrinu og skortin-
um. Það þarf að æsa fólk upp í að
mótmæla gerðum ríkisstjórnar Pól-
lands, rétt eins og þær séu eitthvert
tilefnislaust gerræði, sem hefur
dottið niður úr heiðskíru lofti. Það
þarf að fela það, að í raun gátu þau
ekkert annað gert til þess að freista
þess að afstýra sovéskri innrás, — í
það minnsta um sinn. Vonandi stend-
ur alþýða Póllands með ríkisstjórn
sinni. Hún nær hvort eð er ekki frelsi
sínu. Skrattinn sleppir aldrei sínu..
Magnús Bjarnfreðsson
Kynningarti/boð
IMIKKO
NP-800 PLÖTUSPILARI
• Quarts hraðalæsing
• Hraðafínstilling
• Alsjálfvirkur
• Léttarmur
• Stýringar fyrir utan lok
• Fínstillimöguleikar arms
• Góð einangrun frá umhverfi
NA-300 MAGNARI
• 2 x 30 vött RMS 20-20.000 Hz 8ohm
• Tengimöguleikar fyrir plötuspilara, 2 segulbönd,
útvarp, sjónvarp + video, 4 hátalara
• Háþróuð mögnunarrás
NT-500L ÚTVARP
• 3 bylgjur, FM/LW/AM
• Mjög skýr stereómóttaka á FM bylgju
• Leiðbeiningarljós fyrir nákvæma innstillingu
ND-300 SEGULBAND
• Léttir snertitakkar fyrir stýringu
• Gert fyrir allar tegundir kassettna, Normal,
FeCr. Cr02, Metal
• Vægisstilling fyrir upptöku
• Dolby suðhreinsikerfi
• Ljósmælar fyrir stillingu upptökustyrks
NIKKO NP-800 ................................... 3.250,00
NIKKO NA-300.................................... 1.980,00
NIKKO NT-500 ................................... 2.575,00
NIKKO ND-300................................... 3.270,00
11.075,00
Staðgr. afsl. 776,00
Staðgr. verð 10.299,00
Allt settið
Professional
BETA-20 FORMAGNARI
• Innbyggður formagnari fyrir MC-pickup
• Viðnámsveljari fyrir plötuspilarainngang
• Hámarksbjögun 0,004% (mm phono)
• Suðhlutfall 86 db (MM phono)
• „ultra low noise FEt inngangsrás"
EQ-20 TÓNSTILLIR
• 2x10 tíðnibönd
• + — 12 db styrkbreytimöguleikar
• Inngangs-styrkstillir
• Tengimöguleikar og valrofi fyrir segulband
ALFA-220 KRAFTMAGNARI
• 2x 120 vöttRMS 20-20.000 Hz8ohm
• „DC servo non switching kraftmögnun"
• Hámarksbjögun 0.008%
• Suðhlutfall 115 db
NIKKO BETA-20 NOKKO EQ-20 2.650.00 2.560.00
NIKKO ALPHA—220 5.175.00
Staðgreiðsluafsl. 10.385.00 727.00
Staðgreiðsluverð 9.658.00
s rr iK
TRYGGVAGÖTU - SÍMI 19630