Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 28
28 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981. Skoðið rúmin í rúmgóðri verzlun. „Rúm”-bezta verzlun landsins INGVAR OG 6YLFI CRtNSASVtCI 3 10SREYKJAVIK. SIMI (1144 OG J1S30 Sérverzlun með rúm jólatilboð >SSSÍ 7«-» GTÍÍÍ- &£SS2& / Síbumúla 17 f Sími 37140 j Pósthólf 5274 125Reykjavik Menning Menning Menning RABB Myndlist GunnarB. Kvaran Ut er kominn hjá Bókaútgáfunni Hildi listaverkabók um 16 íslenska listamenn, þá Alfreð Flóka, Ásgerði Búadóttur, Baltasar, Braga Ásgeirs- son, Einar Baldvinsson, Einar Hákonarson, Eirík Smith, Gunnar örn, Hring Jóhannesson, Jóhannes Jóhannesson, Jón Gunnar Árnason, Leif Breiðfjörð, Magnús Tómasson, Ragnheiði Jónsdóttur, Vilhjálm Bergsson og Þorbjörgu Höskulds- dóttur. Níu rithöfundar og þrír listfræð- ingar sjá um að skrá og semja texta bókarinnar en forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, ritar formála. Vandasamt val Það er ávallt stór viðburður er listaverkabækur renna út úr íslensk- um prentvélum. Enn ein listaverka- bókin hefur bæst í safnið þar sem 16 íslenskir listamenn eru teknir tali. Það hefur efíaust verið vandasamt verk að velja listamenn í þessa bók því hér á landi er j nú starfandi mikill fjöldi listamanna og breidd í íslenskri listsköpun hefur aldrei verið meiri. Þó er athyglisvert að flestir umræddir listamenn teljast figuratívir málarar. Aldamóta ástand Þá er það annað sem vekur athygli en það er hve lífseig er hér á landi gamla goðsagan (mythe) að lista- menn skrifi um listamenn! Níu rit- höfundar rita um 12 listamenn en að- eins þrír listfræðingar koma við sögu bókarinnar. Þetta sýnir glöggt hve listfræðingar eru lítt kynntir á íslandi og eiga lítið upp á pallborðið hjá is- lenskum listamönnum. Þetta er álíka ástand og ríkti í Evrópu í byrjun ald- arinnar er rithöfundar líkt og Apollinaire voru aðalskríbentarnir. Rabb Listaverkabókin „16 íslenskir lista- menn” er á engan hátt listfræðileg úttekt eða umfjöllun á viðkomandi listamönnum (nema hvað viðkemur listfræðingunum þremur) heldur er það aðeins rabb sem gengur líkt og suð í gegnum bókina án þess að snert sé á innri eindum verkanna. Þetta er eins konar framhald af bókinni „Steinar og sterkir litir, svipmyndir 16 myndlistarmanna”, sem kom út árið 1965. Listamaðurinn skrafar um uppvöxt sinn og feril. Þó koma fyrir ágætir kaflar þar sem skáldin fá laus- an tauminn og njóta þess að yrkja um „manninn og verkið”. Og segja má að Matthías Johannessen geri sér skemmtilega grein fyrir hlutverki sínu en hann yrkir einfaldlega ljóð til lista- mannsins Braga Ásgeirssonar. Þá er að finna í þessari bók afar sérkennileg vinnubrögð eins konar „tilvísunar collage”. Allt virðist komið í þrot og eina lausnin er að prjóna úr ívitnunum! Of fáar Ijósmyndir Það vekur undrun hve fáar ljós- myndir af listaverkum eru í bókinni. Hver listamaður fær aðeins 2 svart- hvítar ljósmyndir og eina í lit! Það ætti ekki að vera neinn vafi á því að listaverkabók á að vera hlaðin mynd- um sem leika í samspili við textann. Sú staðreynd að fáar myndir eru í bókinni sýnir kannski glöggt hve bókin er lítið hugsuð sem listaverka- bók heldur aðeins sem samsafn ævi- ágripa sem vitað er að ávallt heillar íslenska lesendur. En því miður, við- komandi listamenn eiga mun meir spennandi feril í sínum verkum en í hinu hversdagslega lífi. Bók — video Auðvitað eru það gleðtíðindi fyrir listunnendur að kynnast nýjum lista- verkabókum. Þó er því ekki að leyna að miðað við nútima tækniframfarir þá er listaverkabókin að verða annars flokks miðill. Það er augljóst að videofilmur bjóða upp á mun stór- kostlegri möguleika til úrvinnslu og miðlunar á listfræðilegu efni. ici fmci/ 1 Kmtr rnmm* I Kjr | m LIST *> n. & 16 ÍSLENSKIR MVNDLISTARMENN Hildur ■S’TTacTjlMl JÓLAKVEDJA SINFÓNÍUNNAR Tónleikar Sinfónkihljómsvoitar fslands { Há- skóiabfói 10. desember. Stjórnandi: Lutz Herbig. Einleikari: Gbli Magnússon. Efnisskrá: Jón Ásgeirsson: Svíta úr Blindisleik; W.A. Mozart: Píanókonsert nr. 21 í C-dúr, KV 467; L. van Beethoven: Sinfónía nr. 7 í A-dúr, op. 92. spila en það ætti samt ekki að vera næg ástæða til að leika borgarþátt- inn, „mellumúsíkina”, hreint og beint sullulega. Flutningur Blindis- leikssvítunnar missti því illilega marks. Síðustu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar fyrir jól hófust á frum- flutningi Svítu úr Blindisleik Jóns Ás- geirssonar. Má þar með segja að verkið sé fullkomnað því úr öllum meiriháttar ballettum hafa verið skrifaðar styttar svitur til flutnings á hljómleikum. Þannig þekkir allur al- menningur marga hinna frægustu balletta einungis í stuttum útdráttar- svítum sem óneitanlega eru oft á tíð- um snöggtum heilsteyptari tónverk en hinir upprunalegu heilskvölds- ballettar. Sullulega spilað í Blindisleikssvítunni dregur Jón Ás- geirsson fram flest það sem máli skiptir í þessum frumballett íslenskra tónmennta. Tónmálið er jafnskýrt — andstæður hins góða og illa táknaðar með sveitasælu og borgarspillingu. Nú kann að vera að sumum hljóð- færaleikurum þyki músik Jóns ekki sú allra merkilegasta sem þeir fá til að Laus við poppfælni Næst kom Gísli Magnússon og brilleraði á 21. píanókonsert Mozarts. Greinilega hefur mátt merkja i seinni tíð að pianistar hafa forðast þennan yndislega konsert eft- Tónlist Eyjólfur Melsted ir að hann kom út Ijúflega poppaður á hljómplötu. Raunar hygg ég að það hafi fremur verið ofurviðkvæmni tónleikahaldara um víða veröld sem þeirri poppfælni olli. En hvað um það — Gisli hafði þor til að spila konsertinn og fór býsna vel með. Hann leikur fremur snubbóttan Mozartstíl í ætt við þann hálfgerða „hammerklavierstíl” sem svo margir breskir píanistar hafa tileinkað sér við Mozarttúlkun. En Gísla fer þessi stíll vel og hljómsveitin var með á nótunum svo að útkoman varð harla góð. Lagðir að jöfnu Jón og Lúðvík Eftir Moazartkonsertinn bjóst maður við sams konar spilamennsku í Sjöundu Beethoven. En svo fór nú samt að þeir Jón Ásgeirsson og Lud- wig van Beethoven urðu að jöfnu lagðir og hlutu áþekka meðferð hjá hljómsveitinni. Um leið og sá ágæti stjórnandi Lutz Herbig gerði sína einu skyssu, sem var að láta eins og hann stjórnaði góðri hljómsveit, var honum launað traustið með því að færa leikinn niður á skólahljómsveit- arplan. Óhreinar, ósamtaka áttundir í trompetum gætu heitið lykilorð lýs ingarinnar og var þó síður en svo við trompetana eina að sakast — þeir voru bara mest áberandi. Mitt i öllu kraðakinu héldu þó horna- og klarínettuleikarar haus og vitnar það um styrk þeirra. Styrk sem vonandi er merki þess að svona þurfi ekki allt- af að fara og að hljómsveitin mæti að afloknum jólaönnum í fínu formi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.