Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 40
40 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Gosi Myndabókaútgáfan hefur sent frá sér fjórar litlar bækur um Gosa, og eru þær fyrst og fremst ætlaðar yngstu lesendunum. Bækurnar heita Spákvisturinn, Tónlistarmaðurinn, Peningatréð og Brúðleikstjórinn. Bækurnar eru prentaðar í Þýzkalandi, en Oddi hf. sá um textasetningu. Sextán konur Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bókina Sextán konur, ferill þeirra og framtak i nútima hlut- verkum, sem Gísli Kristjánsson rit- stýrði. Sextán konur er hliðstæða bók- arinnar Átján konur, sem út kom á sið- asta ári. Sextán konur fjallar um starfsvett- vang jafnmargra kvenna, sem gengið hafa lítt troðnar slóðir menntunar og sérhæfðra starfa. Frásagnir bókarinnar undirstrika vel, hve konur eru i æ rík- ara mæli að hasla sér völl á hinum breytilegustu starfssviðum, sem til þessa hefur þótt við hæfi karla einna að sinna. Margar þær konur, sem í þessa bók rita, hafa brotizt fram af eigin rammleik eftir torsóttum leiðum, orðið að sigrast á torfærum og hvers kyns erfiðleikum sem frumherja bíða hverju sinni. Aðrar hafa gengið hefðbundar menntabrautir, sem í dag þykja sjálf- sagðar, en voru það ekki fyrir nokkrum tugum ára. Konurnar, sem segja hér frá mennt- un, störfum og starfsundirbúningi, eru Teresía Guðmundsson, veðurfræðing- ur, Filippía Kristjánsdóttir (Hugrún), rithöfundur, Kristjana P. Helgadóttir, læknir, Auður Proppé, loftskeytamað- ur, Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildar- stjóri, Elsa E. Guðjónsson, safnvörð- ur, Salome Þorkelsdóttir, alþingismað- ur, Vilhelmína Vilhelmsdóttir, fiski- fræðingur, Kristín I. Tómasdóttir, ljós- móðir, Elsa G. Vilmundardóttir, jarð- fræðingur, Þurfður Árnadóttir, íþróttakennari, Kristín R. Thorlacius, oddviti, Hólmfríður Sigurðardóttir, garðyrkjukandidat, Svava Stefánsdótt- ir, félagsráðgjafi, Guðrún Ásmunds- dóttir, leikari, og Guðrún Jónsdóttir, Vigdís forseti í Noregi og Svíþjóð arkitekt. Sextán konur var sett í Prent- stofunni Blik hf., filmuvinnu annaðist Prentþjónustan hf. Bókin var prentuð í Offsetmyndir sf. og bundin i Bókfelli hf. Rit Benedikts Gröndals Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út fyrsta bindi ritsafns Benedikts Gröndals Sveinbjarnarson- ar, en alls verða bindin þrjú. Benedikt Gröndal (1826—1907) er meðal afkastamestu rithöfunda ís- lenzkra að fornu og nýju og einna fjöl- hæfastur og fyndnastur þeirra allra. Sú þriggja binda útgáfa á ritum Benedikts Gröndals, sem hér er efnt til, hefur að geyma úrval úr hinu geysi- mikla efni sem eftir hann liggur í bundnu og óbundu máli. Við valið hef- ur það tvennt verið haft i huga, að gefa sem gleggsta mynd af fjölbreytilegu rit- höfundarstarfi skáldsins og birta sem flest af því, sem ætla má að bútímales- endur hafi ánægju af. Fyrsta bindi hefur að geyma kvæði, sögur og leikrit. í öðru bindi verða blaðagreinar og ritgerðir. í þriðja bindi verður sjálfsævisagan Dægradvöld og bréf. Rit Benedikts Gröndals, fyrsta bindi, var sett og ^rentað í Prentverki Akraness og bundið í Bókfelli. Garðagróður Garðagróður, hin mikla og vinsæla bók Ingólfs Davíðssonar og Ingimars Óskarssonar, kemur nú út í endur- bættri útgáfu á vegum ísafoldar. Þetta er eina íslenzka bókin þar sem tegund- um í görðum er lýst nákvæmlega og greiningarlyklar eru til að ákveða þær. Margvíslegar leiðbeiningar um ræktun trjáa og jurta ásamt leiðbeiningum um skipulag garða eru í bókinni, sem er prýdd fjölda mynda. Eldri útgáfan er uppseld fyrir alllöngu, og er ekki að efa að þessi verði vel þegin af öllum þeim sem unna fögrum gróðri og vilja prýða garð sinn og umhverfi. Bókin er 578 blaðsíður, prentuð í ísafoldarprent- smiðju. Ævintýri Sherlock Holmes eftir Arthur Conan Doyle Sögusafn heimilanna hefur gefið út 4. bindið I hcildarútgáfu á sögum og ævintýrum Sherlock Holmes eftir Arthur Conan Coyle. Loftur Guð- mundsson íslenzkaði. Sherlock Holmes er ein. þeirra sögu- persóna sem hlotið hafa miklar vinsældir og víða komið. Hann má lika með sanni segja sérstæðan um flest. Raunar hafa margir rithöfundar aðrir en Arthur Conan Doyle búið til sögu- persónur, er höfðu áþekk störf með höndum og Holmes., ien eigi að síður er Holmes þeirra frægastur og merki- legastur. Í fjórða bindinu eru eftirtaldar sögur:Blái gimsteinninn, Margliti borð- inn, Þumalfingur vélfræðingsins, Brúðarhvarfið, Gimsteinadjásnið og Ævintýri kennslukonunnar. Bókin er 167 blaðsíður að stærð. Hólar hf. prentaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.