Dagblaðið Vísir - DV - 17.12.1981, Blaðsíða 20
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 1981.
20
^☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆v< k ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆-S
>5- *
*!-
sj-
!>
«-
«-
«-
«■
«-
«-
«-
«-
«-
«-
Ö-
«-
«-
«-
«-
«-
«-
«-
«-
«-
s-
«-
«-
«-
s-
«-
«-
«-
«-
«-
«-
«-
«-
«-
'5-
FREEPORTKLUBBURINN
JÓLA-
FUIMDUR
í Bústaðakirkju í kvöld kl.
20.30.
Takið með ykkur maka eða
aðra gesti. Mætum öll i jóla-
skapi.
Stjórnin
*
■»
ít
-t:
-tl
ÍX
-S
ít
-tí
-tt
■tí
ít
£
-tt
-tt
-tt
-tí
-tt
-tt
-tt
-tt
-tt
-ít
-tí
-tt
-tt
-tt
■tt
-tt
-tt
-tt
•tt
Menning
Menning
Menning
>if.VWKí-WWVWWWWy-V-V-WVWVWWVWVWVWW-ti
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG 29
(milli Laugavegar og
Hverfisgötu)
:
Timapantanir
/ s/ma
13010
Caiion
JÓLAGJÖFIN SEM
„REIKNAÐ ER MEÐ"
ÚRVAL AF
SMÁTÖLVUM
MEÐ
PRENTUN
URVAL
VASATÖLVA
FYRIR HEIMILI
OG SKÓLA
SALA, ÁBYRGÐ OG ÞJÓNUSTA
Shrííi/éíin hf KP
SUÐURLANDSBRAUT 12. SÍMAR 85277 OG 85275.
Jó/agjöfbarnsins
Þetta er 6. árið sem við bjóðum þessi vönduðu úr
Kr. 225,-
Kr. 225,-
Skffa raufl ^
b\áííy
°9hvft ') Póstsendum
; vtm
' Kaupin
eru
9 bezt,|þar sem
þjónustan er mest
15 steina skólaúr fyrir
stelpur og stráka.
Vatnsvarin, höggvarin
og óslítanleg fjöður.
1 árs ábyrgð.
Merkið tryggir gæðin.
Kr. 290,-
Svissnesk gæfli
H n
Ur og skartgripir
Jón og Óskar
Laugavegi 70, sími 24910
SJAH) MIG,
SYSTUR!
Fay Wekton:
PRAXIS
Skáldsaga. Dagný Kriatjénsdónlr þýddi.
Iflunn 1981.238 bls.
Praxis er einskonar píkaresk- eða
prakkarasaga úr heimi kvenna og
kvennabaráttunnar. Og hefur sem
slík vakið bæði hrifningu og hneyksli
— sbr. undirtektir sem sagan fékk í
lesendabréfum blaðanna í sumar
þegar hún var lesin í útvarp.
Eftir öðrum nafntoguðum kven-
höfundi, Marilyn French, er haft á
bókarkápunni að Praxis sé hvorki
meira né minna en „saga kven-
kynsins samþjöppuð . . . heildarsýn
yfir líf kvenna yfirleitt”. Og þetta
kann að mega til sanns vegar færa —
ef maður lítur svo til að „sagan” og
„lífið” eigi sér einkum og sér í lagi
stað á meðal menntaðrar miðstéttar
um miðbik okkar eigin aldar. Vel að
merkja fer kvennabaráttan
svonefnda einkum fram í þessum
félagshópum og þar gerast líka
kvennabókmenntirnar. Þær lýsa
sjaldnast heimi auðs og yfirvaida, né
heldur gerast þær heldur á meðal lág-
stétta sem svo eru nefndar eða
eiginlegra öreiga. Og að visu eru það
hinar sömu millistéttir sem að mestu
halda uppi bókmenntastarfsemi í
heiminum og leggja til allt í senn, rit-
höfundana og útgefendurna og
lesendur þeirra og kaupendur.
Kona sem andhetja
Hvað sem þessu líður er Praxis
ansans ósköp skemmtileg skáldsaga,
miklu læsilegri en til að mynda hinar
tilfinningabólgnu sögur Marilynar
French úr hinum sama heimi sem
einnig koma út á íslensku um þessar
mundir. Og skemmtun sem af henni
stafar, yfirsýn sem hún kann að veita
yfir algeng vandamál á ævi miðaldra
kvenna, held ég að einkum helgist af
aðferð og eðli hennar sem prakkara-
sögu. Víst er hér sögð þroskasaga, lýst
ferli frá áþján til einskonar frelsis. En
þroskaferlinum, frelsisbaráttunni er
lýst af einskonar tvöfeldni þar sem
kímni, skop og hæðni alla tíð vegast
á við alvöru frásagnarefnisins. Og
það er þetta tvöfalda sjónarhorn,
tvíræði og kaldhæðni stílsháttur sem
aðallega gefur sögunni gildi.
Einnig að frásagnarforminu til er
sagan tvöföld í roðinu. í nútið
sögunnar er Praxis gömul kona,
einmana og yfirgefm, nýsloppin úr
fangelsi eftir glæp sem hún framdi.
Hún er einskonar „andhetja” eins og
algengt er í ýmsum nútíma-sögum.
Nútíð hennar er lýst í stuttum
milliköflum í sögunni en meginefnið
er frásöfn af ævi hennar frá bernsku
til fullorðinsaldurs, uns tímar.
sögunnar sameinast í lokakaflanum.
Praxis leitar í sögunni að
sannleikanum um sjálfa sig,
sársaukanum sem þjakar hana,
hvernig hún varð sú sem hún er. Og
stillir sjálfri sér jafnharðan upp sem
dæmi frammi fyrir lesendum
sögunnar: Sjáið kvenma.ininn,
sysíur! i sögulokin hefur húit loks
fundið frejsi, einangrun hennar rofln
í kirafti sögunnar sem hún sagöi: ,,Ég
hef fleygt lin mínu frá mér og áunnið
mér það á ný. . . Nú get ég séð, fund-
ið og snert fólkið í kringum mig.”
Það sem maður er, það verður
hann í augum annarra. Það er ein
niðurstaða Praxisar af ævi sinni.
Maðurinn samsamast hlutverki sem
lífið gerir honum að leika. Praxis er
alia sína tíð að bíða þess að eitthvað
gerist, finnst að ævi sín ráðist af
óviðráðanlegum, óskiljanlegum
öfium, sem persónugerð er í
stjörnunni Betelgeuse, rauða risanum
sem á örlagastundum beinir að henni
spjóti sínu og segir henni fyrir
verkum. í sögulokin er Praxis hyllt
sem hetja, frumherji í kvennabar-
áttu, hinnar nýju kvenna sem
umkringja hana í nútíð sögunnar. En
hetjudáð hennar felst í því að afneita
kveneðli sínu, móðuhlutverkinu:
hún banar vangefnu barni Maríu,
uppeldisdóttur sinnar, sem sýnt er að
muni binda hana á ævilangan bás.
Og í því gangast við verknaðinum,
ganga þann veg inn í
aunveruleikann, eins og sagan segir.
laría á að hreppa frelsi sem Praxis
aldrei naut í sínu lífi. Sjálf uppsker
hún í hetjuhlutverkinu umfram allt
sársauka sinn í sál og hug og hjarta
sem sagan leitast við að lýsa og
greina.
Sekt og f relsi
Eins og gerist í prakkarasögum er í
Praxís dreginn upp einskonar þ\er-
skurður samfélagsins og tímanna
þegar sagan gerist, meðal breskrar
millistéttar frá því laust fyrir 1930 og
fram yfir 1970.
Hún er fædd utangarðs
við borgaralegt samfélag, óskil-
Igetin dóttir auðugs gyðings er
yfirgefur móður og börn til að
kvænast annarri konu, móðir
Praxisar gengur um síðir af vitinu
vegna þessarar niðurlægingar. Praxis
fer í háskóla en hverfur frá námi sínu
þar og fer að búa með skólabróður
sínum, undirgefin eiginkona í óvígðri
sambúð. Hún tekur upp
skækjulifnað í fásinninu sér tii upp-
lyftingar og fjáröflunar, frelsast frá
Willy þegar hún áttar sig á því að
einn viðskiptavinur hennar er raunar
faðir hennar gamli. Fer að vinna í
London en kynnist brátt nýjum
manni, framkvæmdastjóra á frama-
braut, giftist honum og eignast börn,
býr með honum búi sínu, heimakona
Bókmenntir
ÓlafurJónsson
í nokkur ár. Fer fráhonum til að taka
saman við æskuást sína, Philip kvik-
myndastjóra, sem hún tekur frá
Irmu, æskuvinkonu sinni, fer að
vinna við auglýsingar, útivinnandi
eiginkona með tvöfalda starfsskyldu.
Þegar ný kona tekur Philip með sama
hætti frá henni gerist hún rauðsokka
og kvenfrelsiskona að fordæmi Irmu.
Og i því hlutverki finnur hún sjálfa
sig um síðir og það frelsi sem hún
þarfnaðist og beið. Þótt það geymi i
raun ekkert nema sársaukann.
Það er efalaust hispurslaus frá-
sagnarmáli sögunnar og efnisatriði
eins og skækjuhf í hjónabandi,
blóðskömtn og barnsdráp sem
hneyksli hafa valdið á meðal sumra
lesenda hennar og áheyrenda í út-
varpi. Ljóst er að frelsisf erill
Praxisar, frelsishugmyndir sög-
unnar, eru háðar þessum og
þvílíkum efnum, uppreisn hennar
felst i því að hún unir ekki, hafnar og
hendir frá sér hverju hlutverki af
öðru sem samfélag og samtíð hennar
semur henni. Hugmyndir sögunnar
um frelsi eru náið háðar hugmyndum
hennar um synd og sök sem konur,
ekki bara Praxís, sífellt finni hjá sér
og innst inni stafi af
ósamrýmanlegum hugmyndum um
kveneðli og kvenhlutverk. Síðasta
hlutverkið felur í sér afneitun allra
hinna viðteknu hugmynda, einnig
Praxisar sjálfrar, um kveneðli og
kvengildi. Það er með öðrum orðum
tómt.
En hvað sem frelsishugmyndum
sögunnar liður, þroskaferli sem þar
er lýst, ef svo má kalla það, finnst
mér gildi hennar, skemmtun sem hún
veitir umfrám allt, felast í hinni
meinlegu aldarfarslýsingu sem hún
geymir, kátlegum og aðhlægnum frá-
sögnum af algengum manngerðum,
umhverfi og lífsháttum, sambýlis- og
hjúskaparháttum sem Praxis lifir og
reynir í hverju hlutverki sínu af öðru.
Þar hygg ég að margur lesandi geti
þekkt sjálfan sig og sitt samfélag og
hugarheim hvað sem öfgum frásagn-
arefnis líður.
Að sínum stilfærða og
skopnæma hætti dregur hún upp
býsna fjölskrúðugt dæmasafn
kvenlegrar reynslu, tilveruhátta og
tilfinningalífs sem sagan jafnharðan
gagnrýnir og vísar á bug. Hitt segir
hún ekki, sem kannski er ekki von,
hvað koma eigi í stað hinna viðteknu
lífsígilda og siðamats og hlutverka
sem á þeim eru reist.
Um þýðingar
Þýðing Dagnýjar Kristjánsdóttur
sýnist mér með ansi miklum fljót-
færnisbrag sem sumpart kemur fram
i ónákvæmu og sumstaðar beinlínis
villandi orðfæri í íslensku, en einkum
og sér í lagi í því að alltof víða er
íslenski textinn alltof háður orðfæri
og setningaskipan frumtextans. Það
efast ég ekki um að Praxís sé
vandþýdd saga en stíllaus má hún
ekki verða í þýðingunni. Hér er ekki
svigrúm til að sýna fram á þessi lýti
með mörgum dæmum. En til dæmis
að taka merkir „kept woman” ekki
„hjákona” heldur „frilla”, „coming
up to Bar Mitzvah” merkir ekki að
„verða Bar Mitzvah”, og „lowly
social status” merkir ekki „sæmileg
félagsleg staða”, en allt kemur þetta
fyrir í fyrsta kafla sögunnar.
Alveg undir lok sögunnar er einu
sinni sem oftar rætt um sársauka
Praxisar og annarra kvenna með
henni. Sálarangist hennar er ekki
líknað þó að líkamlegum meinum sé
sinnt, segir þar: „The pain in my
soul, my heart, my mirid is not
assuaged, as are my bodiiy aches and
pains, by recognition and attention.”
Þetta þýðir Dagný: „Kvölin í sál
minni, hjarta minu, huga minum
mildast ekki þó að henni sé sinnt og
veitt eftirtek, þó að líkaminn, verkir
hans og kvalir lagist við það.” Hér
virðist þýðandi ekki hafa skilið
frumtextann eða flýtt sér of mikið til
að gefa honum nægilegan gaum.
Um þennan sama sársauka, mikið
mál í bókinni, er rætt í upphafi
hennar, öðrum kafla: „I do not und-
erstand the three-fold pain: but 1 will
try. Perhaps it serves a useful pur-
pose, if only as an indication thal
some naturalprocess is being abused l
cannot belive it is a punismeut: to
have a certain nature is not a sin, and
in any case who is there to punish us?
Unless — as many do — we predicate
some natural law of male dominance
and female subservience, and call
that God.” Dagný þýðir: „Ég skil
ekki þennan þrefalda sársauka en ég
ætla að reyna. Kannski þjónar það
einhverjum tilgangi, þó ekki sé nema
þeim að hafna því að hann sé nátt-
úrulegur. Ég get ekki trúað því að
hann sé refsing. Það er ekki synd að
vera með ákveðna náttúru og hver á
svo sem að refsa okkur? Nema við
göngum út frá því eins og margir gera
— að til sé náttúrulögmál um yfirráð
karlmanna ogundirgefni kvenna. Og
það kalla þeir Guð.” Hér má kannski
segja að þýtt sé nokkurn veginn
„rétt”, og leyfir þó ekki af því. En er
þetta góður eða bara duganlegur
stílsháttur á íslensku? Auðséð er að
minnsta kosti hve náið hann reynir að
fylgja í flýtinum frumtexta eftir. Vel
að merkja skipta þessar klausur heil-
miklu máli í samhengi sögunnar
vegna þess að sársauki kvenna, al-
mættið sem veldur honum, er bein-
línis viðfangsefni hennar.
Það er auðvitað mikilsvert að fá
eftirtektarverðasamtímabókmenntir,
sögur eins og t.d. Praxis, þýddar og
útgefnar á íslensku. En þýðingar
þeirra verður að vanda eins og auðið
er, má fyrir enga muni kasta til þeiira
höndunum. Eins og með skammar-
legu móti tíðkast í reyfaraútgáfunni.
En hræddur er ég um að þýðing á
Praxis sé ekkert einsdæmií þessu, sá
,til dæmis ýms svipuð merki á Mið-
bænum eftir Deu Trier Mörch á dög-
unum, þó að þýðing Ólafar Eldjárn
virtist í heilu lagi betur af hendi leyst
en þýðing Dagnýjar Kristjánsdóttur á
Praxis. En báðar verða sögurnar
hjálparvana að kalla ef og að því
marki sem ekki tekst að semja þeim
fullnægjandi stílshátt á íslensku.