Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Síða 2
Útvegsbankinn gaf skákmönnum höfðinglega jólagjöf með hraðskák- móti sem fram fór í gærdag. Meðal keppenda, sem samtals voru átján, voru allflestir sterkustu skák- menn landsins. Veitt voru peninga- verðlaun að upphæð samtals átján (rúsund krónur. Röð efstu manna varð þessi: Friðrik Ólafsson 15, Helgi Ólafsson 13 1/2, Jón L. Árnason 13, Margeir Pétursson 12, en í 5.—7. sæti lentu Guðmundur Pálmason, Bragi Kristjánsson og Bene- dikt .lónasson. -JB. Albert Guömundsson, formaður banka- ráds Útvegsbankans, afhendir Friöriki Ólafssyni sigurverðlaunin (DV-mynd Bjarnlcifur). Styttist íf rumsýningu íslenzku óperannar Þorleifsdóttir, margreyndur leikstjóri hér sunnan og norðan heiða, sem tók ,,Það hafa verið haldnir samninga- fundir, en samningar hafa ekki tek- izt. Það hefur þó þokazt í samkomu- lagsátt og ég get ekki annað en verið bjartsýnn á að samningar takizt,” sagði Haraldur Hannesson, oddviti Hrafnagilshrepps, í samtali við D&V. Ágreiningur hefur verið milli Hrafnagilshrepps og Hitaveitu Akur- eyrar um heitavatnsréttinn í landi Hrafnagils. Telja ráðamenn hrepps- ins, að sjálfrennandi heitavatnslindir, sem notaðar voru til að hita upp skólamannvirki á Hrafnagili, hafi þornað samhliða borunum Hitaveit- unnar í Hrafnagilslandi og kröftug- um dælingum í borholum að Lauga- landi, handan fjaröarins. Vilja hreppsnefndarmenn Hrafnagils- hrepps fá samsvarandi vatnsmagn og lindin gaf endurgjaldslaust frá hita- veitunni. Á þetta hefur hitaveitan ekki viljað fallast. Hafa þeir aðeins boðið brot af því vatnsmagni sem hreppsnefndarmenn vilja fá í bætur, að sögn Haraldar. Þar stendur hníf- urinn í kúnni enn sem komið er. Til að leggja áherzlu á kröfu sína hefur hreppsnefnd Hrafnagilshrepps höfðað mál á hendur Helga M. Bergs, bæjarstjóra á Akureyri, fyrir hönd hitaveitunnar. Höfðar hrepps- nefndin málið til að fá ógilda samn- inga hitaveitunnar við Hjalta Jóseps- son, bónda að Hrafnagili, um heita- vatnsréttinn í landi Hjalta. Telja hreppsnefndarmenn, að hreppnum hafi ekki verið boðin forkaupsréttur að heitavatnsréttinum, eins og lög mæla fyrir um. Þess vcgna vilji þeir ganga inn í umræddan samning í stað Hitaveitu Akureyrar. Ráðamenn hitaveitunnar hafa hins vegar bent á, að hér sé ekki um sölusamning að ræða, heldur leigusamning. Þess vegna hafi ekki þurft að bjóða hreppnum forkaupsrétt, enda hafi samningurinn verið þinglýstur at- hugasemdalaust við bæjarfógeta- embættið á Akureyri, eins og gert hafi verið með aðra hliðstæða samn- inga við Iandeigendur í öngulstaða- hreppi. Stefna Hrafnagilshrepps var dómfest í bæjarþingi Akureyrar, en málinu síðan frestað fram í janúar. „Á meðan samningaviðræður halda áfram, dugir ekki annað en vera bjartsýnn. Viðræðurnar hafa þokað málinu í samkomulagsátt og næsti samningafundur verður vænt- anlega haldinn í vikunni,” sagði Vil- helm Steindórsson, hitaveitustjóri á Akureyri, i samtali við DV. -GS. Akureyri „Frumsýning er ákveðin hjá okkur 9. janúar og er allt að verða tilbúið fyrir hana,” sagði Garðar Cortes söngvari í samtali við DV um íslenzku óperuna, sem nú er að líta dagsins Ijós. Upphaflega stóð til að frutnsýna fyrsta verkið.m Sígaunabaróninn eftir Jo- hann Strauss, á nýársdag. Því varð að fresta þar sem hinn austurríski leik- stjóri er ráðinn var til óperunnar reynd- ist miður en skyldi og þurfti að kalla annan til verksins. Það er Þórhildur að sér stjórnunina. Að sögn Garðars eru það um niutíu manns sent laka þátt í sýningunni, þar af tæplega l'jörlíu manna hljómsveit skipuð hljóðfæraleikurum úr Sinfóniu- hljómsveit íslands. Hljómsveitarsljór- inn er þýzkur, Maschat að nafni, en konsertmeislari Helga Hauksdóitir. í helztu hlutverkum eru Ólöf Kol- brún Harðardóttir, Anna Júlíana Sveinsdóttir, Halldór Vilhelmsson, Elísabet Erlingsdóttir, John Speight og þrir nýir söngvarar, Kristinn Sigmunds- son, Ásrún Davíðsdóttir og Stefán Guðmundsson, auk Garðars sjálfs. Miklar breytingar þurfti að gera á Gamla bíói, sem verður nú fyrsta óperuhús íslendinga. Til stendur að lialda þar fjórar sýningar í viku og verður húsið jafnframt opið tónlislar- mönnum til tónleikahalds. Stefnt er að því að færa upp aðra óperu með vorinu og að árlega verði sett upp þrjú verk i nýju óperunni. -JB Erfiðleikar íVestfjarðaflugi: Nærri 50 misstuaf jól unum heima Talsvert bras var i Vestrjarðaflugi fyrir jóladagana og í fyrradag og prðu nærri 50 manns strandaglópar á að- fangadag.ýinist á ísafirði, Þingeyri eða í Reykjavík. Slór hópur komst hins vegar á milli seint á Þorláksmessu með tveim vélum Flugleiða. í gær biðu um 150 manns á ísafirði eftir að komast suður og öllu fleiri biðu þá syðra eftir fari veslur. Þá var komið blíðviðri á öllu vestanverðu landinu og reiknað með því að þrjár Flugleiðavélar færu á milli. Sandkorn Sandkorn Sandkorn Frá bókadeild Hagkaupa er hún opnaði I fyrra.Ösin var með ólfkindum þar I gær. Útúrfullt! Hagkaupum. Fólki var eindregið benl á hér i Sandkorni f gær að gleyma ekki að gæta að því hvort „skiptibók" stæði á þeim bókum, sem fólk hafði f huga að skipta. Öðrumj bókum væri nefnilega ekki skipt aðöilu jöfnu. í gærdag var röð út úr- dyrum í Hagkaupum meginhluta dagsins. Var þar fólk sem vildi skipta bókum sínum. Þeir Hagkaupsmenn settu það ekld fyrir sig hvort „skiptimiðar” fylgdu með eður ei — skiptu einfaldlega öllum þeim bókum, sem þeir höfðu verið með i sölu. Giltl þá einu hvort fólk vlldi fá aðrar bækur eða eitthvað annað. Voru brögð að þvl að menn kæmu með matföng út úr húsinu f bóka stað. Höfum við það fyrir satt að fólki hafi unnvörpum ver- ið vísað frá bókaverzlunum og sagt að fara upp f Hagkaup — þeir skiptu öllu þar. 6000 glös föm ð einum mánuði Það er orðið nokkuð langt síðan skemmtlstaðir borg- arinnar hafa verið hér á dag- skrá. Okkur varð nokkuð tiðrætt um nýja staðinn, Broadway. Greindum við frá þvf hér i Sandkorni fyrir allnokkru að óeðlilega mörg glös hefðu brotnað fyrstu dagana enda mörlandlnn óvanur slíkum flottheitum, sem þar fyrirfinnast. Nú hefur það verið haft fyrir satt að glösin, sem brotnað hafa á þeim eina mánuði frá því staðurinn var opnaður, séu um 6000 talsins. Með sama á- framhaldi gera þetta um 70.000 glös á ári. Virðist þvi vera kominn grundvöllur fyrir litla glasaverksmiðju hér- lendis. Gárungarnir vilja nú nefna skemmtístaðinn BROTWAY. Jólabækurnar freista jafnt ungra sem aldinna. unnur utget- endasamtak? Og enn um bækur. Sand- korn hefur fregnað það að nú sé jafnvel f bígerð stofnun nýs útgefendafélags f bóka- hransanum. Þeir sem hafa töglin og hagldirnar i félagi bókaútgefanda eru þeir sem ráða yfir smásöluverzlunum. Hinir munu ekki alllr vera á eitt sáttir með fhaldssemina sem ku ríkja hjá þessum á- gætu mönnum, og hafa í hyggju, að mynda eigin samtök. lðunn er stærsta bókaforlagið, sem ekki á smá- söluverzlun en mörg útgáfu- fyrirtæki, stór og smá, eru einnig undir sama hatti. Ein bið klukkan hðtfþrjú Myndbandaæðið virðist engan endi ætla að taka. Stöðugt bætisl við þann ótölulega fjölda landsmanna sem hefur aðgang að mynd- böndum — ýmist sameiglnlegum með öðrum fbúum í nærliggjandi hverfi eða þá i einkatækjum. Hefur fólk af þessum sök- um verið ærlð slæpt á morgnana eftir að hafa glápt á skjáinn i elna þrjá tima eftir að dagskrá RUV lauk. Góðvinur Sandkorns kom í eitt slfkt hús fyrir nokkru á sunnudagsmorgni. Barst eitthvað i tal hversu slappt heimilisfólkið væri til hells- unnar. — Voruö þið að horfa á vídeóið f nótt? — Nei, nei. Við erum bara hálfslöpp, fórum snemma að sofaog. . . Samtalið fékk skyndilegan endl er gall i sex ára fjöl- skyldumeölimi: — Það var ein blá klukkan hálfþrjú. Fer ekki frekari sögum af sam- ræöunum. KA slapp við alter aðgerðír Og áfram með bækurnar. Mikið fjaðrafok varð hjá bókaútgefendum i fyrra er Hagkaup tóku að bjóða jóla- bækurnar á 10% lægraL verði en aðrir. Fór svo að bann var sett á fyrirtækið sem varð að útvega sér bækur eftir krókaleiðum. Samningar tókust þó áður en yfir lauk. Kaupfélag Árnesinga bauð viðskiptavinum sinum allar bækur með 10% afslætti allt frá miðjum nóvember. Ekki voru neinar aðgerðir gegn þvi fyrirtæki þótt vitað sé að bókaútgefendur voru allt annað en ánægðir. Það er hreint ekki sama hvort það er Jón eða séraJón. Sigurður Sverrisson. „Get ekki annaðen verið Þokast í samkomulagsátt í deilu Hitaveitu Akureyrar og Hrafnagilshrepps DAGBLAÐIÐ& VISIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981. bjartsýnn” Friðrik mátaói Ingvar Asmundsson i siðustu skákinni og þótti mönnum það vel af sér vikið. segir Haraldur Hannesson, oddviti — „ a\ r.m* HrafnagMshrepps Fnonk vafii? Utvegsbankamotiö herb.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.