Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Þjóðgarðsverðinum
sleppt um áramótin?
Brezki kennarinn John Burlison,
sem skæruliöar rændu í þjóögarði í
Mozambique fyrr i þessum mánuði,
kann að verða látinn laus fyrir gamlárs-
dag.
Talsmaður samtakanna, sem
skæruliðarnir eru í — en þau eru and-
kommúnistisk — sagði í Lissabon í gær
að allt væri gert til þess að fá Burlison
lausan fyrir áramótin. Yfir stæði þó
rannsókn á tengslum hans við
marxistaflokk Mozambique.
Hinn 28 ára gamli Burlison var for-
stöðumaður Gorongoza þjóðgarðsins í
Mið-Mozanbique. Skæruliðarnir tóku
hann til fanga i árás sem þeir gerðu á
þjóðgarðinn 17. desember. 1
þjóðgarðinum er rekinn skóli og var
reikningskennari hans, Chilebúi að
nafni Moises Barrillo, tekinn til fanga
um leið og Burlison.
Burlison hefur verið í Mozambique
frá því að Portúgai veitti þessari
nýlendu sinni sjálfstæði.
Pólskir verkamenn
andæfa með tómlæti
Gjafir hafa streymt til safnana vegna nauóar Pólverja, og hér sézt einn pakkinn,
greinilega merktur manninum er efst hefur verið I huga flestum að undanförnu.
lokuö meðan yfirvöld „grisji” starfs-
liðið til þess aö ganga úr skugga um
hverjir verkamannanna séu áreiðan-
legir. Ferðamaður segir þá sögu þaðan
að stöðin sé að vísu opin en verka-
mennirnir starfi við að ferma og af-
ferma sama hlassið aftur og aftur.
Þumbast viö
Menn sjá reyk koma upp um aðeins
einn reykháf við Huta-stáliðjuveriö
mikla í Varsjá. Frá FSO-bílaverksmiðj-
unni er sagt að starfsmenn dundi sér
við að framleiða vélarhluti sem engan
veginn falli saman.
Bræðsluofnarnir í stáliðjum Kato-
wice hafa ekki verið kyntir upp síðan
verkamenn slökktu á þeim áður en
öryggisverðir brutu á bak aftur verkfall
þeirra fyrir nokkrum dögum.
Þá hafa þær fréttir borizt frá Pól-
landi að þúsundum verkamanna hafi
verið sagt upp störfum þegar þeir neit-
uðu að segja sig úr samtökum Eining-
ar, sem raunar voru bönnuð um leið og
herlögin tóku gildi.
Vestræn
viöbrögö
Reagan Bandaríkjaforseti sat í gær á
fundum með helztu ráðgjöfum sínum í
utanríkismálum þar sem ræddar voru
helztu refsiaðgerðir sem Bandaríkja-
stjórn hefði tök á að beita við Sovétrík-
in fyrir þeirra ábyrgð á atburðunum í
Póllandi.
í aðalstöðvum NATO í Brussel mátti
heyra á diplómötum, að þeir teldu
að mjög mundi reynt á einhug banda-
lagsríkjanna ef Reaganstjórnin gripi til
róttækra ráða gegn Rússum í kjölfar
refsiaðgerðanna gegn Póllandi. — í V-
Evrópu gætir tregðu til að gera nokkuð
það, sem spillt gæti varanlega sambúð
austurs og vesturs.
1 síðustu viku afnam Reagan fisk-
veiðiundanþágur sem Pólverjar nutu
innan bandariskrar lögsögu, og eins
leyfi, sem þeir höfðu til þess að fijúga í
bandarískri lofthelgi.
Piast-námumar i Sílesía, sem hafa
verið helzti vettvangur skipulagðrar
andspyrnu gegn herstjórninni í Pól-
landi, taka til starfa í dag, að því er
Varsjárútvarpið segir.
Útvarpið segir að umsátrinu hafi
lokið í gær þegar allir námamennirnir,
sem búið höfðu um sig fyrir tveim
•vikum 650 metra niðri í göngunum,
komu upp á yfirborðið.
Sagði Varsjárútvarpið í gær að öll
ríkisfyrirtæki störfuðu orðið eðlilega
vélarhluta
en helzt væri það skortur á hráefni og
samgönguerfiðleikar sem spilltu fyrir.
Tvennarsögur
Tvennar sögur fara af því hversu
eðlilega atvinnuh'fið gangi fyrir sig því
að aðrar heimildir, sem fréttalindir
vestantjalds styðjast viö, greina frá að
enn sé haldið uppi andófi gegn herlög-
unum fyrir áskomn Einingar, sem
hefur verið bönnuð.
Segja þær fréttir að ýmsar mikil-
vægar verksmiðjur séu lokaðar eða
skili miklu minni afköstum en undir
eðlilegum kringumstæðum. Virðist sem
slælegar heimtur hafi verið á vinnu-
stööum í gær, þegar jólafríið tók enda/
Og sums staöar þar sem menn hafa
skilað sér til starfa vinna þeir með
hangandi hendi og „tómlæti” að
áskomn hinnar bönnuðu verkalýðs-
hreyfingar.
Nýjar
iagasetningar
Varsjárútvarpið greindi frá því í gær,
að herlagastjórnin íhugaði setningu
nýrra laga, sem skylduðu aUa menn á
aldrinum frá 18 til 45 ára til þess að
starfa.
í sjónvarpinu var sagt frá handtöku
sjö verkfallsforingja í stáliðjunum í
Katowice og tveggja í námunum Wujek
þar sem sjö menn voru skotnir til bana í
árekstmm við herflokka. Fjórir munu
hafa verið handteknir í Ziemowit-nám-
unum. — Aðrar fréttir herma siðan að
þrír menn hafi verið dregnir fyrir her-
rétt í Varsjá fyrir forgöngu um verkfall
í FSO-bílaverksmiðjunni.
Varsjárútvarpið segir að fleiri verka-
menn en þörf hafi verið fyrir hafi
skilað sér til starfa í Lenínskipasmíða-
stöðinni í Gdansk í gær. Voru margir
sendir heim aftur en sagt að mæta til
starfa á mánudaginn næsta.
— Skipasmíðastöð í Stettin er sögð
<--------m
Kirkjan hefur verið sá staður, þar sem
menn hafa helzt getað hitzt síðan
herlögin tóku gildi — án þess að eiga yfir
höfði sér handtöku fyrir ólöglegan mann-
safnað. Þar hefur fólk aflað sér frétta og
getað leitað sér huggunar. Enda spyrst
að kirkjusókn hafi aukizt um 100%.
PÓLVERIAR FÁ MAT-
yiFI | cpA CRF -medvissum
W#kLil rilH CDC skilyrðum þó
Efnahagsbandalag Evrópu ákvað á
fundi í gær að krefjast tryggingar frá
pólsku stjórninni fyrir því, að mat-
vælasendingar EBE-ríkjanna kæmu
eingöngu óbreyttum borgumm til
góða. Hér er um að ræða átta þúsund
tonn af kjöti, en þessari matvælasend-
ingu hefur verið lofað um allnokkurt
skeið.
Það var á ráðherrafundi Efnahags-
bandalagsríkjanna tíu sem ákveðið var
að krefjast þess af Pólverjum að ekki
aðeins yrðu matvælin notuð innan-
lands heldur einnig að trygging yrði sett
fyrir því að herstjórnin yfirtæki ekki
matvælin og dreifði þeim á meðal her-
manna.
EBE-ríkin ákváðu fyrir viku að fara
aðrar leiðir en Bandaríkjamenn, sem
skrúfuðu fyrir alla aðstoð við Pólverja
vegna valdatöku hersins í Póllandi.
EBE-ríkin vilja hins vegar ekki brauð-
fæða pólska herinn, sem beinir byssu-
kjöftunum að pólskri alþýðu, og þess
vegna var ákveðið að krefjast þessarar
tryggingar frá stjórnvöldum í Póllandi.
Flóttafólk í hungurverfalli í Flórída
Yfir 100 flóttamenn frá Haiti rudd-
ust út úr flóttamannabúðum í Miami
eftir að óeirðir brutust þar út í gær og
leika þeir nú lausum hala.
Lögreglan hafði verið kvödd að
flóttamannabúðunum, sem liggja á
mörkum fenjanna Everglades, en þang-
að höfðu safnazt um 700 Haitimenn frá
Miami til stuðnings löndum sinum i
flóttamannabúðunum. Fólk í búðun-
um hefur verið í hungurverkfalii frá því
á jólakvöld.
Nokkrir aðkomumanna reyndu að
komast yfir girðinguna sem umlykur
búðirnar. Létu þeir grjóti og tómum
flöskum rigna yfir lögregluna sem svar-
aði með því að skjóta að þeim táragasi.
Inni í búðunum beitti verðir kylfum til
þess að hi ndra innisetumenn í að ryðj-
ast út.
Hið opinbera heldur því fram að
enginn hafi meiðzt í þessum átökum.
Um 150 menn reyndu að flýja búð-
irnar þar sem þeim finnst þeir vera eins
og innilokaður fangar. Nokkrir sneru
þó aftur en saknaö er 110.
Alls eru 550 Haitimenn í hungur-
verkfalli í búðunum. Þeir krefjast þess
að fá að yfirgefa búðirnar til þess að
sameinast vinum og vandamönnum
sem búa i Miami, löngu komnir til
Bandarikjanna.
Dregst enn að yfirvöld ákveði hvort
þeir fái að setjast að í Bandaríkjunum
eða ekki.