Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 29. DESEMBER 1981.
9
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Fyrsta tí1-
raunaglasa-
bamid fætt í
Bandaríkjunum
Þrítug kennslukona í Norfolk í
Bandaríkjunum eignaðist í gær fyrsta
tilraunaglasabarnið sem fæðist í
Bandaríkjunum. Var það telpa (2,6
kg), sem tekin var með keisaraskurði,
og hefur þegar verið gefið nafnið Eliza-
beth Jordan Carr.
Læknar fæðingarspítalans í Norfolk
sögðu að mæðgunum liði vel.
Judith Carr, gift þrítugum verkfræð-
ingi, Roger Carr að nafni, fékk egg úr
eigin eggjastokki frjóvgað með sæðis-
frumu frá manni sínum, en eftir vís-
indalegum aðferðum, í apríl síðasta
vor. Egginu var siðan aftur komið fyrir
í móðurlífinu.
Fyrsta tilraunaglasabarn heims,
Louise Brown, fæddist í júlí 1980 og á
nú von á systkinum því móðir þess er
talin ganga með tvíbura sem urðu til
með sama hætti. — Síðan hafa átta
konur (tvær 1980 og sex 1981) eignazt
börn í Bretlandi með þessari tilrauna-
glasaaðferð. í Ástralíu hafa tólf konur
alið börn eftir þungun með þessum
hætti.
Walesa í hungurverkfalli
á aðf angadag jóla?
Jacob Swiecicke, talsmaður pólsku
verkalýðshreyfingarinnar í Stokk-
hólmi, sagði í gær, að Lech Walesa
væri í hungurverkfalli til þess að mót-
mæla innilokun sinni.
„Ég hafði heyrt að hann hefði
byrjað hungurverkfallið fyrir nokkrum
dögum.og nú hefi ég fengið vissu mína
fyrir því,” sagði Swiecicke.
Ekki vildi hann nafngreina heimildir
sínar en sagði að Walesa krefðist ferða-
frelsis og tækifæra til þess að hitta að
máli vini sína og ráðgjafa. Ennfremur
hefði Walesa krafizt þess að neyðará-
Lech Walesa, „litli hugdjarfi rafvirkinn frá Gdansk”, eins ög „Time” kallar hann, er
sagöur hafa byrjað hungurverkfall á aðfangadag.
Castro endurkjörinn
Þjóðþingið í Havana hefur endur-
kjörið Fidel Castro æðstráðanda
Kúbu. Castro, sem er aðalfram-
kvæmdastjóri kúbanska kommúnista-
flokksins, var endurkjörinn forseti
ríkisráðsins, sem gerir hann æðsta
mann ríkis og ríkisstjórnar.
Raul Castro, bróðir hans og varnar-
málaráðherra, var kjörinn fyrsti vara-
forseti en hinir eru Juan Almeida,
Ramiro Valdes, Gullermo Garcia,
Carlos Rafael Rodriguez og Blas Roca.
— Allir sex eiga sæti í æðsta ráði
flokksins.
Þjóðþingið, sem á eru 499 fulltrúar,
var kjörið af 169 héraðsþingum í
síðasta mánuði. Hvert kjörtímabil er
fimm ár.
standinu yrði aflétt og að öllum
föngum, sem handteknir hefðu verið
upp úr 13. desember yrði sleppt.
Telur þessi málsvari Einingar að
Walesa hafi byrjað hungurverkfallið á
aðfangadag. Ekki vissi hann hvar
leiðtogi Einingar væri hafður i haldi.
Þá sagðist Swiecicke hafa spurnir af
því að andófsmennirnir Jacek Kuron
og Adam Michnik hefðu sætt slæmum
barsmíðum í varðhaldi. Micknik, sem
er 35 ára sagnfræðingur, var laminn í
nýrnastað, þar sem hann var í haldi i
Mostowski-lögreglustöðinni í Varsjá —
Kuron mun einnig vera hafður þar.
Swiecicke segir að Eining starfi
neðanjarðar í Varsjá og skori á félaga
sína að fara sér hægt í andófinu gegn
herlögunum. „Þeir vilja reyna að
komast hjáfórnum meðan herlögin eru
i gildi en hver verksmiðja á að berjast
fyrir lausn sinna félaga, sem teknir
hafa verið höndum, og þá með seina-
gangi en ekki verkföllum,” segir
Swiecicke.
Formaður Varsjárdeildar Einingar,
Zbgniew Bujak, gengur laus en getur
ekki haft sig mikið í frammi þar sem
hann er eftirlýstur maður.
Talsmaðurinn telur að um 10
þúsund manns séu í haldi eins og sakir
standa i Póllandi. Margir fleiri hafa
verið handteknir en mörgum er líka
sleppt svo til jafnharðan.
Þá segist hann hafa öruggar
heimildir fyrir því að tveir hers-
höfðingjar og 21 yngri liðsforingi auk
400 lægra settra foringja hafi neitað að
aðstoða lögregluna við handtökur á
verkfallsmönnum Einingar í Radom
daginn sem herlögin tóku gildi.
Fyrsta tilraunagbsabarn heims, Louise Brown. Myndin var tekin á eins árs
afmælisdegi hennar. Hún á nú von á systkinum, sem einnig eru getin með sömu
aðferðinni.
Flugeldamarkaóir
Hjálparsveita skáta
ut»
flugelda-
markaður
AÐ GRENSÁSVEGI50
Fjölskyldupokar
ákr. 150 og240.-
úrval
flugelda — blys
stjörnuljós
o. fí. o. fí.
Grensásvegi 50 — 108 Reykjavík — Sími 31290